Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestar og djáknar á sjúkrahúsum

Eins og flestum er kunnugt starfa prestar og djáknar á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

Fyrir nokkrum árum átti ég sem sjúklingur í vök að verjast fyrir djákna sem vildi endilega ræða við mig. Ég varð að biðja deildarstjórann að koma í veg fyrir heimsóknir djáknans. Sjálf var ég svo veik að ég gat ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ég gagnrýni að slíkir starfsmenn skuli hafa óheftan aðgang að sjúklingum en þeir ekki spurðir fyrst hvort þeir kæri sig um heimsóknina.

Í haust kom ég sem aðstandandi í heimsókn á LHS við Hringbraut. Sjúklingurinn sem ég var að heimsækja var hress og vildi að við settumst inn í setustofu sjúklinga - sem við og gerðum. En þar var þá að hefjast "helgistund". Okkur var auðvitað tjáð að við værum velkomin - en í raun var okkur úthýst - því ekki höfðum við hug að að sitja undir bænalestri. Ég gagnrýni að sjúklingar séu gerðir útlægir úr eigin setustofu.

Fyrir nokkuð mörgum árum þurfti ég að eiga samskipti við ákveðinn sjúkrahúsprest. Áður en ég bar upp erindið tjáði ég honum að ég væri ekki trúuð þannig að ég óskaði ekki eftir umræðu á þeim nótum. Presturinn brosti blíðlega - hafði ekkert við þetta að athuga. Síðan bar ég upp erindið. Presturinn tók því vel og sagðist myndu hjálpa mér. Þegar ég kvaddi bað hann guð að blessa mig. Ég gagnrýni að skoðanir þeirra sem eru án trúar á guð eða guði skuli hunsaðar á þennan hátt og lít á fyrrnefnda guðsblessun sem móðgun við mig og skoðanir mínar - sem prestunum bar að virða.

S.l. laugardag hlustaði ég á fyrirlestra í sambandi við 30 ára afmæli gjörgæsludeildar LHS við Hringbraut. Djákni er starfandi við deildina og hélt hann fyrirlestur. Verksvið djáknans er "sálgæsla". Erindi djáknans var mjög kristilegt þótt auðséð væri að hann gerði sér far um að reyna að vera ekki kristilegur. Ég gagnrýni að fulltrúi trúarhóps skuli sjá um sálgæslu á hátæknisjúkrahúsinu. Hvað veit hann um fólk í dýpstu sorg og örvæntingu? Af hverju er ekki sálfræðingur í þessu starfi?

Jórunn Sörensen 22.10.2004
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Össi - 22/10/04 11:23 #

Heyr heyr!


Þorsteinn - 22/10/04 14:01 #

Ég held að þú sért kanski að miskilja örlítið það starf sem prestar og djáknar eru að vinna á þessu stofnunum eins og sjúkrahúsum. Ég er samnt sammála þér um að það hafi verið óþarfi að koma með þessa blessun á þig í lok samtalsins en þar sem við erum með kirkju sem 90% Íslendinga eru skráðir í og peningar frá okkur renna í þetta starf. Er þetta bara hluti af þjónustu sem kirkjan bíður uppá fyrir fólk innan kirkjunar geta nýtt sér og kirkjan vill líka leifa öðrum að njóta þess með sér. Meiri hluti sjúklinga vilja fá hjálp á þessum tíma sem er oft erfiður og vill fá einhvern til að spjall(ekki endilega um trúna en líka almennt). Djáknar eru vel í stakk búnir til að vinna þessa þjónustu og eru á allt öðru "leveli" en sjálfræðingar. Samnt fín hugsun hjá þér.


darri (meðlimur í Vantrú) - 22/10/04 15:51 #

Djáknar eru vel í stakk búnir til að vinna þessa þjónustu

Hvernig þá? Eru ekki allir sem kunna að tala og sýna samhug bara nokkuð vel í stakk búnir til að sinna þessari þjónustu?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/10/04 18:19 #

Ég held að þú sért kanski að miskilja örlítið það starf sem prestar og djáknar eru að vinna á þessu stofnunum eins og sjúkrahúsum.

Segðu okkur endilega hvað það er sem urta er ekki að skilja.

þar sem við erum með kirkju sem 90% Íslendinga eru skráðir í og peningar frá okkur renna í þetta starf. Er þetta bara hluti af þjónustu sem kirkjan bíður uppá fyrir fólk innan kirkjunar geta nýtt sér og kirkjan vill líka leifa öðrum að njóta þess með sér.

Tókstu ekki eftir því sem hún sagði? Hún varð að biðja um að fá djáknann fjarlægðan, því hún var of veik til að berja þessa pest af sér sjálf. Finnst þér það ekki siðlaust að kirkjan vilji með þessum hætti leyfa "öðrum að njóta þess með sér", jafnvel fólki sem býður við þessu áreiti og vill ekkert með það hafa? Myndir þú vilja vera með Hare Krishna-lið dansandi yfir hausamótunum á þér óumbeðið þegar þú liggur veikur á spítala? Þetta er nákvæmlega sami hlutur.


Lárus Páll Birgisson - 23/10/04 03:52 #

Jú jú Björn þetta er alveg rétt hjá þér. Vandamálið er bara það að smiðir, fangaverðir og beitingarmenn eru að starfa annarstaðar en inni á sjúkrahúsum..... og eflaust fáir sem myndu gera það í sjálfboðavinnu.

Ef að allir eru hæfir til sálusorgunar þá hljóta djáknar að meiga gera það líka.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 23/10/04 11:42 #

Í sjálfboðavinnu? Djáknarnir eru ekki í sjálfboðavinnu, þeir fá borgað.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 23/10/04 15:35 #

Lets feis it. Þetta er bara uppáþrenging bjúrókratískra þjófa sem gefa sér ásýnd hjálpara þegar það eina sem þeir eru að gera er að annaðhvort þrengja upp á aðra órökrétta, brenglaða og mótsagnakennda hugmyndafræði eða rabba um dagin og veginn við rúmfasta einstaklinga. Launin hjá svona prestsvargi (nb. allmannafé ) væri miklu betur varið í t.d. gerfihnattarstöðvar og sjónvarp í hvert herbergi, betri sjúkrahússbókasafn eða bara í allmennilegan sálfræðing o.frv.


urta (meðlimur í Vantrú) - 25/10/04 13:45 #

Þorsteinn telur mig misskilja hlutverk djákna og presta á sjúkrahúsum. Ég geri það ekki. Ég tel að prestar og djáknar hafi EKKERT hlutverk á sjúkrahúsum. Hann segir einnig að "meirihluti fólks" vilji hjálp og þar er ég Þorsteini sammála en ég er aftur á móti sannfærð um að fólk vill hjálp frá fagmenntuðum aðila í því að sinna andlegum þætti sjúklinga og aðstandenda þ.e. sálfræðingi eða geðlækni. Ef sjúklingar og/eða aðstandendur eru trúaðir og óska nærveru einhvers úr söfnuði sínum eiga þeir að geta óskað eftir því.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 25/10/04 21:23 #

Ætti það þá ekki bara vera frítt. Bara hóað í Gunnarari í Krossinum á "no price" ?


Þorsteinn - 27/10/04 00:20 #

Sæl urta

Sálfræðingar eru menntaðir til að greina vandamál og taka ekki eins mikið í sálusorgun og djáknar í háskóla þess vegna tel ég djákna vel til þess búna að sinna þessu.

Ég verð samnt að hrósa þér fyrir málefnalegt tal, oftast eru menn svo bitrir að það sé ekki hægt að ræða við þá. Mér finnst gaman að heyra þessi sjónarmið.

Baldur: Flestir þeir sem liggja á spítal hafa aðgang að djákna/presti þetta er frjálst. Ef þetta fer fyrir brjóstið á einhverjum er þeim heimilt að biðja um að djákni/prestur skipti sér EKKI að viðkomandi. Vinir og vandamenn hafa það vald. Hvort sem þú vilt að fólk dansi yfir þér eða ekki er það jafn frjálst og að fá djákna eða ekki.

Kári: þetta er það ómerkilegasta komment sem ég hef séð hér og vona að þetta sé eitthvert flibb frekar en sjónarmið þitt. Varðandi seinna kommentið hjá þér er Gunnar í krossinum ekki innan Þjóðkirkjunar og því ekki innan þess sem þessi umræða er um.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 00:34 #

oftast eru menn svo bitrir að það sé ekki hægt að ræða við þá.
Ert það kannski þú sem ert bitur?

M.ö.o. mér leiðist þetta kjaftæði um að einhverjir séu bitrir, vinsamlegast láttu það eiga sig.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 10:35 #

Flestir þeir sem liggja á spítal hafa aðgang að djákna/presti þetta er frjálst.

Miðað við pistil urtu er nú frekar eins og þessir djáknar/prestar séu troðandi sér upp á allt og alla, alveg óspurðir. Slíku verður að linna.


Þorsteinn - 27/10/04 12:54 #

Vissulega eru þeir til staðar en ég held að seigja að þeir séu troðandi sér upp á fólk sé pínu djúpt í árina tekið. Þetta er val, svo labba þau um deildirnar og spjalla við fólk. Ef einhver vill ekki tala við þau þá virða þau það. Ég veit allavena að þetta er mjög vinsælt á spítölum, sérstaklega hjá fólki sem býr út á landi og eiga fáa ættingja.

Matti: Það sem ég á við bitrir eru menn eins og þessi Kári sem skrifar hérna í kommnet. Ef maður les þetta er þetta ekki málefnalegt og birturleiki skýn úr þessu. Beinar árasir er dæmi um biturleika, dæmi "Þetta er bara uppáþrenging bjúrókratískra þjófa sem gefa sér ásýnd hjálpara þegar það eina sem þeir eru að gera er að annaðhvort þrengja upp á aðra órökrétta, brenglaða og mótsagnakennda hugmyndafræði eða rabba um dagin og veginn við rúmfasta einstaklinga" ég get ómugulega sagt að þetta sé ekki biturleiki!!!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:02 #

Þorsteinn, spurning er þá hvort það væri þá ekki betra að bara ráða spjallgefið fólk til þess að ráfa um gangana, nemendur í félagsráðgjöf eða sálfræði til dæmis?


urta (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:47 #

Það er meinið, Þorsteinn, það þarf að biðja um að djákninn komi EKKI. Ég er ekki að banna djáknum að koma inn á spítala og ræða þar við sjúkling - EF VIÐKOMANDI SJÚKLINGUR HEFUR BEÐIÐ AÐ FYRRABRAGÐI UM VIÐTAL VIÐ DJÁKNA NÚ EÐA PREST.

Millivegur væri að sjúklingi væri BOÐIÐ að tala við djákna eða prest.


Þorsteinn - 27/10/04 14:25 #

já auðvita á þetta að vera val. Allavena sú reynsla sem ég hef af þessum djákna er að hún er EKKI að koma til aðra en þá sem vilja tala við sig(milliveginn). Þú hefur örugglega lent í einhverju einstökudæmi þegar þú varst þarna inni og skil ég þig vel miðað við afstöðu þín í trúmálum. Ég tel samnt að þetta fólk er að gera góða hluti á þessum stofnunum og meðan engin önnur lausn er á þessu, á þetta fólk að vera þarna!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:38 #

Ég var að koma með aðra lausn rétt áðan, það væri hægt að fá nema í félagsráðgjöf og sálfræði þangað, þar sem Landspítalinn er í miklu samstarfi við HÍ þá ætti það ekki mikið mál að hafa svona eins einingar kúrsa þar sem nemendurnir myndu fara að spjalla við sjúklingana. Þá væri hægt að reka alla djáknana og prestana en þeir sem vildu fá prest gætu beðið um það og það yrði þá á kostnað þeirra trúfélags en ekki sjúkrahúsins.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:39 #

Allavena sú reynsla sem ég hef af þessum djákna er að hún er EKKI að koma til aðra en þá sem vilja tala við sig(milliveginn).
Hvernig veit þessi djákni hvort fólk vill tala við hana öðruvísi en að fara til þeirra að fyrra bragði? Fólk þarf væntanlega að vísa henni frá sér. Hvað með þá sem ekki hafa orku eða heilsu til þess?


urta (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 15:38 #

Mæli með sálfræði- og félagsfræðinemum. Djáknum er nefninlega alveg fyrirmunað að tala við fólk án þess að blanda trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri inn í málið.

Hef ekki fengið miklar athugasemdir við þann (ó)sið að prestar leggi undir sig setustofur sjúklinga til bænahalds...


Carlos - 04/11/04 12:14 #

"Ég gagnrýni að fulltrúi trúarhóps skuli sjá um sálgæslu á hátæknisjúkrahúsinu. Hvað veit hann um fólk í dýpstu sorg og örvæntingu?"

Tja, sem prestur, sem hittir fólk bæði í gleði þess og dýpstu sorgum, sem manneskja sem hefur nokkra áratugi á bakinu og sem fjölskyldufaðir tel ég mig hafa eitthvert innsæi í sorg og örvæntingu annarra en mín. Ég vil halda því fram að ég er ekki eini presturinn sem svo er ástatt um.

Talandi um hlutverk presta og annarra kirkjunnar starfsmanna og kvenna á hátæknisjúkrahúsinu, þá er ég hræddur um að okkur er að finna víðar, sbr. greinargerð um áfallahjálp í skipan almannavarna,

http://almannavarnir.is/samhaefing/afallahjav150103.pdf

Ástæða þessa er sú að við búum í litlu landi og höfundum þessarar greinargerðar og samnings (Landlæknir og AVRÍK) fannst mikilvægt að nýta sér alla þá sem að áfallahjálp geta komið, þ.m.t. prestar, sálfræðingar, hjúkrunarstéttir ... Þetta er ekki einsdæmi, því í öllum löndum í kringum okkur eru sérmenntaðir fulltrúar trúfélaga, heilbrigðisstétta og geðhjálpar á útkallslistum og neyðarskipulagi - vinnandi saman og á faglegum grunni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/11/04 14:07 #

Hér er verið að deila á að fulltrúar trúarsöfnuða skuli vera vafrandi um ganga sjúkrahúsanna í sálnaveiðum á fullum launum, þegar nóg er af fagmenntuðu fólki til að sinna þessari félagsþjónustu. Orð þín, Carlos, styrkja bara málflutning urtu:

Tja, sem prestur, sem hittir fólk bæði í gleði þess og dýpstu sorgum, sem manneskja sem hefur nokkra áratugi á bakinu og sem fjölskyldufaðir tel ég mig hafa eitthvert innsæi í sorg og örvæntingu annarra en mín.

Þú hefur tekið einn stuttan kúrs í einhverju sem kallast sálgæsla. Þess utan ertu ekkert öðruvísi en næsti maður, því við hittum jú öll fólk í gleði og sorg. Hvað í ósköpunum heldurðu að geri þig færari en næsta mann til að sinna þessu? Trú þín á drauga?

Og er þér ómögulegt að koma auga á hversu siðlaust það er að tefla fram fulltrúum trúarhóps í þessari þjónustu? Og í ofanálag að fólk þurfi að biðja sérstaklega um að þeir láti það í friði?

Yfirgangur þessa kuklsöfnuðar sem þú tilheyrir nær út yfir allan þjófabálk. Ykkur hefur gegnum aldirnar tekist að koma því inn hjá fólki að viðvera ykkar við öll hugsanleg tækifæri í lífshlaupi fólks sé sjálfsögð og eðlileg. En hún er það að sjálfsögðu ekki og við munum ekki þreytast á því að benda á það.


Carlos - 04/11/04 21:30 #

Birgir Baldursson skrifaði: "Þú hefur tekið einn stuttan kúrs í einhverju sem kallast sálgæsla..."

Prófskírteinið mitt er ekki á "public domain" og trú mín (eða trúleysi) ekki heldur. Því neyðist ég til að leiðrétta tvennt hjá þér. Ég trúi ekki á drauga og ég hef þónokkuð meira en einn kúrs í ságæslu á bakinu. Tilgangur póst míns áðan var að benda á eitthvað sem hefur lengi verið, án þess að kirkjan hafi troðið sér inn neinstaðar. Rauði kross Íslands, sem starfar á hlutleysisgrundvelli treystir okkur þjóðkirkjuprestum til þess að starfa undir sinni stjórn á neyðartímum og það gerir heilbrigðiskerfið líka. Og það ekki eingöngu hér á landi heldur allstaðar í kringum okkur.

Siðleysi? Það væri siðleysi að ætla fólki illt aðeins vegna þess að það trúir og nýta ekki starfskrafta þess og menntun þar sem þess gerist þörf.

Hvað mína sjón og persónu áhrærir, aðeins þetta. Ef þú getur ekki rætt við mig af kurteisi, ekki furða þig þá á því að ég nenni ekki að ræða við þig frekar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/11/04 23:22 #

Það er engin ókurteisi í tilsvari mínu, heldur kalla ég bara hlutina sínum réttu nöfnum á beinskeyttan hátt. Trú þín á himnafeðgana er draugatrú, heilagur andi heitir m.a.s. hólí góst á enskri tungu.

Trúsöfnuður þinn er kuklsöfnuður. Það þarf ekki annað en hafa yfir trúarjátningu Þjóðkirkjunnar til að sjá það. Nú, eða fara í eins og eina messu:

Blessaðu forseta vorn og fósturjörð...

Þú ert meðlimur í gamalli og trénaðri dýrkunarreglu og eins gott fyrir þig að viðurkenna það bara, í stað þess að bregðast ókvæða við. Sennilega skortir þig þó bara mótrök og því grípur þú til þess hálmstrás að úthúða mér fyrir framsetningu. Gamalkunnug viðbrögð og þreytt.

Ég veit sem er að í guðfræðináminu er aðeins einn kúrs í sálgæslu og það dugir ykkur til að geta kallað ykkur sálusorgara. Ef þú hefur menntað þig meira í félagsráðgjöf, áfallahjálp eða skyldum hlutum ber að virða það og fagna því.

Það á sennilega aldrei eftir að hvarfla að þér að óumbeðin viðvera presta og djákna á sjúkrahúsum er argasta siðleysi, svo blindur ertu orðinn á gegndarlausa frekjuna í hinu ríkisrekna sértrúarkölti.

Álit Rauða krossins á hæfni trúarfrömuða til félagsþjónustu er allrar gagnrýni verð.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/04 01:02 #

Carlos, hvaða ókurteisi ertu að tala um?


Carlos - 05/11/04 10:28 #

Ég vildi, ef einhver misskildi það, taka undir mál Urtu. Ekki gagnrýnilaust þó:

"Hef ekki fengið miklar athugasemdir við þann (ó)sið að prestar leggi undir sig setustofur sjúklinga til bænahalds..." sagði Urta.

Ég geri ráð fyrir að slíkt bænahald sé auglýst fyrirfram? Ég geri líka ráð fyrir að í anda trúfrelsis sé trúfélögum og guðleysisfélögum jafnleyfilegt að bjóða til bæna og/eða funda á slíkum stöðum og að sjúklingum sé frjálst að taka þátt í slíku? Sé svo ekki, er ég sammála um að þetta er ósiður og gagnrýnivert.

"Millivegur væri að sjúklingi væri BOÐIÐ að tala við djákna eða prest..." stingur Urta upp á. Ég veit ekki betur en að fólk hafi þennan háttinn á. Ég veit allavega ekki til þess að þessari þjónustu sé troðið upp á fólk.

Þráðarán:

"Carlos, hvaða ókurteisi ertu að tala um?"

Ég er ekki vanur því að gera fólki upp skoðanir og rakka það niður í sömu setningu áður en ég hef gert mér færi um að kynnast því. Ég kýs að vilja ekki láta kalla mig kuklara, fúskara, draugatrúa etc. eða bendla mér við slíkt, a.m.k. ekki af fólki sem ekki þekkir mig. Vissulega má ætlast til sömu kurteisi af mér.

/Þráðarán


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 05/11/04 11:08 #

Þú sagðist vera prestur, er það ekki? Það þýðir að þú trúir á guð, er það ekki? Það þýðir einnig að þú ferð með bænir, er það ekki?

Meintur guð er draugur, bænir eru ekkert annað en kukl.


Carlos - 05/11/04 13:17 #

Kukl, skv. minni kokkabók þýðir að maður reynir með einskonar göldrum að ná stjórn á guðdómnum. Auk þess skilst mér að orðið hafi neikvæða merkingu, þrífist í umhverfi fáfræði eða þaðan af verra.

Bæn er samtal manneskju við guðdóm. Samtal, svona eins og við gerum núna, er samtal tveggja einstaklinga sem ráða hvað þeir gera við það sem sagt er við þá.

Ég trúi því ekki að draugar séu til, hamingjusamar eða óhamingjusamar mannverur, dánar og líkamalausar. Já, ég trúi á Guð og bið bænir. En ég stunda ekki kukl, skv. mínum kokkabókum.

Vissulega getur verið, að heilinn á mér spili með mig, í skilningnum að ég mistúlka þau áreiti sem ég verð fyrir. Dæmi: Ég get ekki sannað það að börnin mín eða konan mín elska mig. En ég trúi að svo sé og samskiptin á heimilinu eru þannig að trú mín styrkist. Á svipaðan hátt túlka ég reynslu mína af umhverfi mínu, þ.m.t. Guð.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 05/11/04 13:40 #

Ég get ekki sannað það að börnin mín eða konan mín elska mig.
En þú getur sannað að börnin þín og konan þín eru til.

Það er með öðrum orðum ekki hægt að líkja þessu saman.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/11/04 13:44 #

Kukl, skv. minni kokkabók þýðir að maður reynir með einskonar göldrum að ná stjórn á guðdómnum.
Blessaðu forseta vorn og fósturjörð...

Þarf að segja meira? Carlos, við höfum heyrt öll þessi rök áður út munni annarra presta og guðfræðinga. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála og höldum því áfram að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, kukl, hindurvitni og drauga.

Auk þess skilst mér að orðið hafi neikvæða merkingu, þrífist í umhverfi fáfræði eða þaðan af verra.

Auðvitað þrífst kukl í fáfræði. Við höldum því statt og stöðugt fram hér að trú manna, líka kristin trú, spretti af fáfræði. Og þegar menn eiga að vita betur, menn með háskólamenntun og masters- eða doktorsgráður, þá er klárlega um að ræða meðvitaða ásókn í fávisku. En þið hafið ykkur reyndar til afsökunar að guðfræðin er auðvitað ekkert alvöru akademískt nám, heldur meira bara iðnnám til prests.

Ef þú telur þig fá staðfestingu á guðdóminum í þeirri vellíðan sem bænakvak veitir þér ertu fyrst og fremst fórnarlamb sjálfssefjunar og valkvæmrar hugsunar. Þú lifir í þægilegri blekkingu.

Ástin er til og sömuleiðis trúin. En bæði fyrirbærin geta auðveldlega beinst að einhverju sem ekki er raunverulegt, jafnvel með svo afgerandi hætti að það veldur sterkum tilfinningaviðbrögðum. Sjá hér.


Carlos - 06/11/04 20:20 #

Við erum að sjálfsögðu ekki sammála og höldum því áfram að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, kukl, hindurvitni og drauga.

Gott og vel, viljir þú kalla það sem mér er heilagt kukl etc. þá er e.t.v. ljóðrænt réttlæti í því að þú takir út á mér það sem prestar frá örófi alda gerðu trú- eða guðleysingjum.

Meðvituð fáviska... iðnám til prests ... athyglisverður þankagangur. Mér finnst þú stökkva heldur hratt til fyrirframgefinnar niðurstöðu, byggða á hverju? Þekkjumst við? Veistu hvað ég lærði, skrifaði, hvaðan ég kem, hvar ég hef starfað o.s.frv.? Ef ekki, þá ertu ekki að ræða við mig á jafnréttisgrunni heldur að berja mig til hlýðni við þína eigin fordóma.

En komum okkur að kjarna málsins. Ástin og trúin eru til og nærast einhverstaðar frá, eins og þú bendir réttilega á þarf orsökin ekki að vera raunveruleg. En án næringu þurfa þessi fyrirbæri og trúarlífssálfræðin hefur kennt okkur að sefjun er ekki nóg til þess. Trúarbrögðin eru samfélagsleg fyrirbæri, hafa siðferðisvídd og jafnvel prófetíska í merkingunni samfélagsbætandi og gagnrýnandi. Með öðrum orðum, hvað sem hugurinn girnist, það geta trúarbrögðin veitt, meira að segja trúleysi, nirvana upp á búddísku.

Sumt fólk er einu sinni þannig gert að því nægir ekki pósítívístísk þekkingarfræði og díalektísk efnishyggja fyrir lífsviðhorf. Deal with it. En hættu að úthúða þeim sem eru þér ekki sammála og hættu að gera lítið úr þeim að ástæðulausu. Áráttuhegðun og árásir fara að verða þreyttar eftir smá stund og geta hæglega orðið að einelti.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/11/04 21:11 #

Sumt fólk er einu sinni þannig gert að því nægir ekki pósítívístísk þekkingarfræði og díalektísk efnishyggja fyrir lífsviðhorf.

Ég veit það ósköp vel og hef á því alveg ágæta skýringu. Og þessar úthrópanir mínar á glæpaverkum ykkar hafa ekkert með einelti að gera. Ég er að reyna eftir fremsta megni að opna augu ykkar fyrir því hverjir þið boðberar kristni eruð, vitandi það að bölið sem þið valdið er blessun í ykkar eigin kolli.

Ég er að reyna að hjálpa ykkur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/11/04 21:30 #

Trúarbrögðin eru samfélagsleg fyrirbæri, hafa siðferðisvídd og jafnvel prófetíska í merkingunni samfélagsbætandi og gagnrýnandi.

Öllu þessu má halda á lofti án trúarbragða. Gleymdu ekki að þau halda á lofti fullyrðingum um yfirnáttúrlegar verur sem ber að tilbiðja og lúta, auk þess sem trúarbrögð þín simúlera bæði mannát og blóðdrykkju eins og hvert annað frumstætt og forneskjulegt dómsdagskölt. Já, gott er það er ekki dómsdagur þarna í kenningum ykkar líka.

Þetta er forheimskun. Að ræna fólki frjálsri hugsun sinni með því að úthúða efa, gagnrýninni hugsun og fordæma þá sem ekki trúa (þar verður grátur og gnístran tanna) er ábyrgðarhluti, Carlos. Og að troða þessu fornaldarlega og ógeðfellda hugmyndakerfi upp á saklaus börn er siðferðilega ótækt. Díl viþþitt.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 07/11/04 00:12 #

Carlos, þú getur kvartað og kveinað yfir orðalagi eða svarað gagnrýninni, þitt er valið. Þið fáið að vaða uppi með ykkar kjaftæði í samfélaginu og veinið þegar bent er á að keisarinn er fatalaus.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 07/11/04 00:23 #

Þú ættir síðan að vera ánægður með þá athygli sem við sínum ykkur prestunum, flestum er bara skítsama, biskupinn kvartar yfir sinnuleysi og þetta er okkar svar við sinnuleysinu. Þið sjúgið peninga frá almenningi inn í þessi "fræði" ykkar þannig að almenningur hlýtur að mega gagnrýna þau og að sama skylda ykkar að verja þessa peningaplokkun ykkar ef þið getið.


Carlos - 07/11/04 12:54 #

kvartað og kveinað yfir orðalagi...ættir síðan að vera ánægður með þá athygli sem við sínum ykkur

Þakka, náðugu herrar. Vilji ég láta berja mig með orðum, þá veit ég hvert ég leita. Verst að hér eru málefni og blammeringar í einum graut. Mér líkar að rökræða málefni en leiðast blammeringar. Þannig að ... so long, and thanks for all the fish.


Carlos - 07/11/04 12:56 #

Vandræði með tagið (þarf að rifja upp html kunnáttuna), hér er slóðin sem átti að opnast:

http://flag.blackened.net/dinsdale/dna/book4.html


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 07/11/04 14:15 #

Þetta með blammeríngarnar er fyrst og fremst í höfðinu á þér, þú ert bara vanur því að það sé tekið á þér með silkihönskum.

En gaman að þú vitnir í Douglas Adams, hann var trúleysingi sem sagði maður ætti að gagnrýna trú harkalega. Lestu Salmon of Doubt, þar eru nokkrar greinar þar sem hann fjallar um trú.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/11/04 14:52 #

Einmitt. Hér er ágæt tilvitnun í eina af ræðum Adams frá árinu 1998. Þetta er tekið úr grein eftir Richard Dawkins um virðingu fyrir trúarbrögðum:

Now, the invention of the scientific method is, I’m sure we’ll all agree, the most powerful intellectual idea, the most powerful framework for thinking and investigating and understanding and challenging the world around us that there is, and it rests on the premise that any idea is there to be attacked. If it withstands the attack then it lives to fight another day and if it doesn’t withstand the attack then down it goes. Religion doesn’t seem to work like that. It has certain ideas at the heart of it which we call sacred or holy or whatever. What it means is, “Here is an idea or a notion that you’re not allowed to say anything bad about; you’re just not. Why not? — because you’re not!” If somebody votes for a party that you don’t agree with, you’re free to argue about it as much as you like; everybody will have an argument but nobody feels aggrieved by it. If somebody thinks taxes should go up or down you are free to have an argument about it. But on the other hand if somebody says “I mustn’t move a light switch on a Saturday,” you say, “I respect that.” The odd thing is, even as I am saying that I am thinking “Is there an Orthodox Jew here who is going to be offended by the fact that I just said that?” But I wouldn’t have thought, “Maybe there’s somebody from the left wing or somebody from the right wing or somebody who subscribes to this view or the other in economics,” when I was making the other points. I just think, “Fine, we have different opinions.” But, the moment I say something that has something to do with somebody’s (I’m going to stick my neck out here and say irrational) beliefs, then we all become terribly protective and terribly defensive and say “No, we don’t attack that; that’s an irrational belief but no, we respect it.”

vigdís - 18/04/05 17:47 #

okeijj þetta með að guð sé ekki til.. er bra fyrirgefðu að ég noti þetta orð HELVÍTIS KJAFTÆÐI!! þú hefur enga hugmynd um það og þetta er bra hreynleg móðgun og VANvirðing við guð.. þú þarft ekki að sjá til að trúa.. þarft ekki að heyra til að trúa.. þú getur mætt í fíladelfíu á samkomu þar.. t.d sunnudögum kl.5 og ef þú virkilega trúir á guð sem þú væntanlega gerir ekki.. þá muntu finna fyrir heilögum anda.. þú munt iðrast alls sem þú hefur syndgað og guð mun fyrirgef þér.. en hann getur líka þekið e-ð frá þér.. s.s með þjáningu.. mennirnir hafa mjög líklega óhlýðnast þvi sem guð bauð okkur.. og.. viti menn.. og dýr e-ð verður að gera til að guð hafi trú á sköpunarverki sínu.. og heimurinn rústist ekki.. í raun og veru er þetta allt saman mönnunum að kenna.. hverjir eru í stríði og afhverju?? mennirnir og yfirleitt til að ná völdum á eitthverju.. afhverju bara ekki að deila heiminum saman.. enginn ræður.. en sá sem gerir e-ð rangt fer að sjálfsögðu i fangelsi .. en þá er komið réttlæti.. mannleg þjáning er mönnunum að kenna.. EKKI ÁFELLAST GUÐ FYRIR SYNDIR ÞÍNAR!! þa' sem þú gerir sem mannvera.. ert þú að gera góða hluti.. kemur þú i veg fyrir mannlega þjáningu?? er þetta ekki bara þér sem manni að kenna??

GÓÐ SPURNING!


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 18/04/05 17:58 #

lol


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 18/04/05 18:17 #

Svona svona vigdís - muna að anda.

Þetta fer alveg í topp tíu yfir rugluðustu comment sem póstuð hafa verið hérna inn :-S


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 18/04/05 18:24 #

Ég veit ekki alveg hvort þetta er topp tíu efni, Danskurinn á náttúrulega þann lista en ef við sleppum honum þá kemst hún að.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 18/04/05 19:29 #

lol - það slær fátt út "Dagvitundarskynjun fimmtu víddarinnar".

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.