Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hræsnarinn Karl Sigurbjörnsson

Karl Sigurbjörnsson biskup var stórorður í ræðu sinni á kirkjuþingi í dag, meðal annars sagði hann:

Öll þurfum við, sem þjóð og sem stjórnvöld, sem leiðtogar og löggjafar og skoðanamótendur, fræðarar, uppalendur, að horfa í eigin barm og gjöra iðrun, endurmeta lífsstíl þar sem sífellt er gengið á orkulindir og troðið á lífinu og náunganum í heimtufrekju og hroka. Endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar.
Morgunblaðið

Nú er minna en vika síðan að Karl Sigurbjörnsson var með svívirðilegar kröfur á hendur íslensku þjóðinni um bætur vegna jarðeigna sem biskupinn telur hina lúthersk evangelísku kirkju eiga, þar sýndi biskup fádæma heimtufrekju og hroka, þar tróð hann á náunga sínum. Þessari yfirgangssemi er biskup búinn að gleyma í dag, nú er hann heilagri en allt sem heilagt er. Karl sýnir hér í verki hið tvöfalda siðferði sem hefur einkennt kirkjunnar menn í gegnum aldirnar. Karli væri hollt að líta í eigin barm og endurmeta gjörðir sínar.

Óli Gneisti Sóleyjarson 17.10.2004
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 17/10/04 20:25 #

Við þessu má síðan bæta að í sjónvarpsfréttum í kvöld kom fram að biskup var með hótanir um málsókn á hendur ríkinu vegna fyrrverandi kirkjujarða.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/10/04 21:27 #

Er græðgin nú alveg að fara með þetta kirkjulið, sem búið er að aka sér í munaði á kostnað skattborgaranna alla tíð?


Árný - 18/10/04 14:36 #

Svo er hann líka að stinga upp á að samskotabaukar verði meira notaðir í kirkjum hérlendis.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 18/10/04 14:55 #

Það er naumast hvað Guð er blankur þessa dagana.


Ormurinn - 19/10/04 13:01 #

Talandi um blankheit kirkjunnar. Það er mjög áhugaverð grein í nýjasta riti Der Spiegel um þröngan fjárhag bæði Kaþólsku og Lúthersku kirkjunnar í Þýskalandi.


urta (meðlimur í Vantrú) - 20/10/04 15:51 #

Góð hugmynd með baukana í kirkjunum - það sem máli skiptir er að hætta að ausa í kirkjuna fé úr ríkissjóði.


Reynir - 20/10/04 20:43 #

Bölvaðar rottur geta þetta verið! Eru ennþá í landabraski með landið sem forverar þeirra kúguðu úr íslendingum fyrr á öldum.

Góður punktur þetta með "já það er naumast hvað guð er blankur þessa dagana"...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.