Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

EVP

Still, a man hears what he wants to hear and disregards the rest.--Paul Simon, „The Boxer"

Fyrirbærið með rafrænu raddirnar (EVP) er það kallað þegar um meint samskipti anda er að ræða með aðstoð segulbanda eða annarra raftækja. Trú á EVP virðist hafa margfaldast í Bandaríkjunum að undanförnu vegna áróðurs Sarah Estep forseta American Association of Electronic Voice Phenomena (Amerísk samtök um fyrirbærið með rafrænu raddirnar). Samtökin segjast hafa meðlimi í yfir 40 ríkjum og gefa út fréttabréf. Estep heldur því fram að hún hafi fyrst náð að taka upp raddir á Teac spólu-upptökutæki eiginmanns síns árið árið 1970. Hún segist viss um að raddirnar tilheyri öndum og þær sanni að það sé líf eftir dauðann. Estep segist líka hafa heyrt raddir geimvera á sumum spólunum sem hún hefur tekið upp. Hún kveðst hafa tekið upp 20.000 drauga og geimverur. Geimverurnar tala hins vegar ekki ensku svo hún veit ekki hvað þær eru að segja.

Svo virðist vera sem áhugi á EVP hafi fyrst kviknað á 3. áratugnum. Í viðtali við Scientific American var Thomas Edison spurður um möguleikann á því að hafa samband við hina framliðnu. Edison var ekki trúrækinn maður og svaraði því til að enginn vissi hvort „persónuleiki okkar færðist yfir á annað tilverusvið eða heim” en það væri mögulegt að hanna tæki sem væri svo nákvæmt að ef það væru til persónur á öðrum tilverusviðum eða heimum sem vildu hafa samband við okkur í þessari tilveru eða heimi þá gæti þetta tæki að minnsta kosti gefið þeim betra færi á að tjá sig en völt borð, andaglas, miðlar eða aðrar óvísindalegar aðferðir sem nú eru taldar vera eina samskiptaleiðin. (Clark 1997: 235)

Það eru engar heimildir til um að Edison hafi nokkurn tímann hannað eða reynt að framleiða slíkt tæki. Hann sá líklega ekki heldur fyrir að andar færu að eiga samskipti í gegnum segulbandstæki eða sjónvörp.

Þó það sé ómögulegt að sanna að öll dæmi um EVP séu af náttúrulegum orsökum þá benda efahyggjumenn á að þau stafi sennilega af truflunum frá nálægum talstöðvum eða samslætti stöðva. Sumar „raddirnar” stafa samt líklega af því að fólk skapar meiningu úr tilviljunakenndu hljóði, nokkurs konar hljóðræn sjónhverfing eða hugtakatengsl.

Clark, Ronald W. (1977). Edison - The Man Who Made the Future. G. P. Putnam’s Sons.

Orðabók efahyggjunnar: electronic voice phenomenon (EVP)

Daníel Freyr Jónsson 06.10.2004
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin )

Viðbrögð


Arnbjörn - 24/11/04 10:44 #

Það hefur engum tekist að sanna svona tilvist er þetta ekki bara það sama og með trúnna? Fólk annahvort trúir eða ekki, Ég vil benda á að það eru enn verðlaun í boði frá Breskum samtökum sem vilja sanna slíka hluti, þessi verðlaun eru enn til staðar og eru buin að vera í mörg ár


Ísabella - 24/07/05 20:46 #

Vinur minn hefur gert tilraun með EVP og þar heyrdust raddir í útvarpstækinu hans. Hann takaði þær upp og ég heyrði þær. Hann spurði öndum hvernig gékk með kærastanum mínum og þær svöruðu 'kyrrð', 'kyrrð'...


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 24/07/05 22:55 #

Það er annars það nýjasta að mikið af EVP truflunum sem heyrast núorðið séu út af svona "baby monitors" sem eru notaðar til að vakta börn. Ekkert bendir til þess að draugar séu að leika sér að tækjunum.


Snær - 25/07/05 00:04 #

Það skemmtilega við tækin sem notuð eru til þess að fylgjast með börnum, er það að það eru óendanlega mörg tækifæri fyrir dularfull og óhugnaleg hljóð, að minnsta kosti með réttu hugarfari.

Barnagrátur, foreldri að sussa á barnið sitt, eða að tala í lágum hljóðum til þess að vekja það ekki.

Og svo, eins og ég minntist á, þarf ekkert nema rétt hugarfar, og bingó, drauga er að finna í hverju einasta varlega vanstillta útvarpi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 25/07/05 00:17 #

"þar heyrdust raddir í útvarpstækinu hans"

Shitt maður, heyrðust raddir í útvarpstækinu? Voru þetta nokkuð vinstrisinnaðar raddir í Speglinum á Rás2?

Hvað gerist næst, birtast andlit í sjónvarpstækinu :-)


Snær - 25/07/05 00:30 #

Þetta er alveg frábær síða, sem hún Ísabella hlekkjar til hér að ofan.

[url="http://aaevp.com/examples/sound/(c)butler2002%20thisisron.mp3"]Hérna [/url]segist draugur heitar "Ron" (Eða er það bara hljóðtruflun?) En svo er það [url="http://aaevp.com/examples/sound/(c)copeland2003tellheritssatan.mp3"]þessi[/url] hljóðupptaka, þar sem einhver draugur stingur upp á því að telja konunni trú um að einhver annar tiltekinn draugur sé Satan! (Eða eru það bara mannlegir hrekkjalómar?) Svo mætti líka benda á enn aðra [url="http://aaevp.com/examples/sound/(c)mossey2003%20iloveyou.mp3"]upptöku[/url], þar sem draugur lýsir yfir ást sinni á, ja, ég veit ekki hverjum. (Eða þá að þetta sé ósköp venjuleg útvarpsending, eða foreldri að lýsa yfir ást á afkvæmi við viðverðu hlustunartækis).

Er þetta ekki dularfullt, allt saman? Svo spúkí!


Snær - 25/07/05 00:32 #

Arg, ýtti óvart á "senda" í stað "skoða".

Laga?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.