Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrú býður alþingismönnum skyr og Íslendingum öllum kvikmyndasýningu

Föstudaginn 1. október mun vefritið Vantrú bjóða þingmönnum skyr til að minna á málstað trúleysingja. Þau málefni sem brenna heitast á Vantrú þessa daganna eru tengsl ríkis og kirkju sem við teljum að þurfi að rjúfa. Þessi tengsl sjást hvað best við þingsetninguna, sem að stórum hluta er kirkjuleg athöfn. Við teljum þessa athöfn móðgandi við þá Íslendinga sem ekki aðhyllast kenningar þjóðkirkjunnar. Við teljum að raunverulegt trúfrelsi feli meðal annars í sér frelsi frá trúarbrögðum.

Með því að láta kirkjuleiðtoga fá lykilhlutverk við þingsetninguna er í raun verið að hæðast að trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Athöfnin sýnir að trúfrelsi á Íslandi er enn aðeins orðin tóm.

Vantrú vill einnig minna á mál Helga Hóseassonar og nauðsyn þess að verða við réttlátum kröfum hans. Af því tilefni býður Vantrú til sýningar á myndinni Mótmælanda Íslands, klukkan 18:00, í félagsmiðstöðinni Snarrót, Garðastræti 2. Opið hús og umræður á eftir. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir, þingmenn eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.

Ritstjórn 29.09.2004
Flokkað undir: ()

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 29/09/04 00:48 #

Það kemur kannski ekki alveg nógu skýrt fram að kvikmyndasýningin er líka föstudaginn 1. október.


Hr. Pez - 29/09/04 08:06 #

En klukkan hvað ætlið þið að servera skyrið?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 29/09/04 10:13 #

Við stefnum að vera mættir allavega 12:45 þannig að þingmenn hafa rúman tíma til að koma til okkar, við ætlum líka að senda þeim nánari upplýsingar í tölvupósti.


Lárus Páll Birgisson - 02/10/04 03:45 #

Ég vil þakka alveg frábæra kvikmyndasýningu og enn skemmtilegri umræður. Það mætti gera meira af þessu, setjast niður og röfla um heima og geima, hetjur og hugsjónir. Vantrú fær prik fyrir að nenna hlusta á aðrar skoðanir en þeirra eigin.... eitthvað sem ríkisvaldið mætti taka sér til fyrirmyndar. Danke!


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 02/10/04 14:07 #

Lalli, ég þakka þér nú sömuleiðis. Það var gott hjá þér að koma á sýninguna, og ekki voru umræðurnar á eftir af verri endanum.


Lárus Páll Birgisson - 10/10/04 04:38 #

Já, umræðurnar voru ekki sem verstar. Það mætti gera meira af þessu. Væri td. skemmtilegt að taka fyrir eitthvert ákveðið efni og spinna svo út frá því. Eigiði einhverja félagsaðstöðu þarna í vantrú þar sem hægt væri að hittast og röfla?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 11/10/04 01:49 #

Ekki beint, nei, en þjónustu- og félagsmiðstöðin Snarrót (þar sem við vorum síðast) stendur grasrótarhreyfingum og-einstaklingum til boða til fundahalda, kvikmyndasýninga eða mannamóta, þannig að ef vilji er fyrir því væri svosem hægt að funda oftar þar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.