Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ertu viss? Brigðul dómgreind í dagsins önn

Ertu viss? Brigðul dómgreind í dagsins önn Ertu viss? : brigðul dómgreind í dagsins önn (How we know what isn't so, the fallibility of human reason in everyday life) eftir Thomas Gilovich er bók sem Vantrú kann að meta. Bókin er fyrir alla en Vantrú mælir sérstaklega með því að fjölmiðlamenn kíki á hana enda er dómgreind þeirra á vissan hátt dómgreind þjóðarinnar.

Af baksíðu bókarinnar

Þessi bók fjallar um hæpnar skoðanir fólks, meinlokur eða ranghugmyndir, og hvernig þær mótast af misskilningi, rangtúlkun, hlutdrægni, óskhyggju, hagsmunum manna og samfélaginu í heild.

Höfundurinn, Thomas Gilovich, er prófessor í sálfræði við Cornellháskóla í Bandaríkjunum og hefur verið afkastamikill við rannsóknir á ályktunarhæfni fólks og skynsemi í daglegu lífi.

Í fyrri hluta bókarinnar eru ranghugmyndir og grillur af ýmsu tagi skoðaðar fræðilega og niðurstöðurnar síðan notaðar í síðari hlutanum til þess að varpa ljósi á vafasamar hugmyndir fólks um smáskammta-, náttúru- og huglækningar og svonefnd dulsálfræðileg fyrirbæri. Umræðan er rækileg, skipuleg, fræðilega grunduð og skemmtileg.

Sigurður J. Grétarsson, dósent við Háskóla Íslands, þýddi.

Bókin var gefin út af Heimskringlu árið 1995.

Við bendum á að bókin er á sérstaklega góðu verði hjá Bóksölu Stúdenta.

Ritstjórn 13.09.2004
Flokkað undir: ( Bókaskápur efahyggjunnar )

Viðbrögð


Sigurður Ólafsson - 13/09/04 15:13 #

Ef þessi bók væri kennd í grunnskólum landsins í stað kristinfræða, væri þá ekki margt öðruvísi í samfélagi okkar? Væri t.d. séra Örn Bárður að opna 180 milljón króna "hindurvitnamiðstöð" í vesturbænum?


Sigurður Hólm Gunnarsson - 13/09/04 17:13 #

Það er áhugaverð staðreynd að þýðandi þessarar bókar, sem fjallar um gagnrýna hugsun, er afskaplega trúaður maður (auk þess að vera kennari í sálfræði við Háskóla Íslands) :)

Þetta er annars hin ágætasta bók.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/09/04 17:34 #

Það útskýrir kannski hvers vegna hann notar ekki orðið trú þegar hann er að þýða belief/believe. Og núna er hann víst orðinn prófessor þó að hann hafi þýtt hana sem dósent.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 14/09/04 01:43 #

Sigurður Ólafsson skrifaði:

Væri t.d. séra Örn Bárður að opna 180 milljón króna "hindurvitnamiðstöð" í vesturbænum?

Hmm... vekur mann til umhugsunar. Hvernig væri að halda málfund þar? Trúaðir vs. trúlausir?


Össi - 21/09/04 21:27 #

Sigurður Hólm, er Sigurður Grétarsson mjög trúaður? Þetta þykja mér ótrúlega merkilegar fréttir.

Óli gneisti, ég veit ekki betur en að belief þýði skoðun en ekki trú. Munurinn á skoðun og trú er kannski ekki mikill en skoðun er hugtakið sem notað er í rökfræði. Líklega hefur Sigurði þótt betra að nota tæknihugtak heldur en hugtak sem ekki er vel skilgreint.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 21/09/04 21:49 #

Leggðu á þig að setja stóran staf í Gneistann.

Belief þegar um er að ræða svona hluti þýðir miklu frekar trú enda þýddi Sigurður þetta ekki sem skoðun heldur notaði orð einsog grillur og meinlokur sem mér finnst vera óþarfa orðskrúð.


Össi - 24/09/04 03:06 #

Ég biðst afsökunar Óli Gneisti.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.