Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Í gervi vísindamanna

Í Fréttablaðinu 10. september, bls. 28, var þessi auglýsing:

Sköpunarvísindi

Klukkan 19:30 í Loftsalnum Hólshrauni 3 Hafnarfirði (við Fjarðakaup)

Þetta eru tímarnir sem ekki var boðið upp á í skólanum. Í þessum hughvetjandi fyrirlestrum verða kynntar vísindalegar staðreyndir og uppgötvanir um uppruna mannsins og jarðarinnar sem eiga eftir að breyta lífssýn þinni.

10 sept
Hve gömul er jörðin?

17 sept
Var einhvern tíma flóð?

24 sept
Hver var frummaðurinn?

1 okt
Hvar er týndi hlekkurinn?

Tímarnir sem ekki var boðið upp á í skólanum? Nei, og það er líka af góðri ástæðu. Meint "sköpunarvísindi" eru vitleysa og eiga ekki við neitt að styðjast í raunveruleikanum. Í raun er með ólíkindum að það skuli ennþá vera til fólk sem trúir á sköpunar-staðhæfinguna.

Hin meintu "sköpunarvísindi" eru engin vísindi. Þau eru bókstafstrú, dulbúin í vísindalegt skrúð til þess að blekkja hrekklausa. Hvers lags vísindi eru það, sem láta eins og þau hafi höndlað sannleikann og ef eitthvað vanti, þá þurfi bara að lesa bókina vandlegar? Það þarf bæði valkvæma hugsun og óskhyggju til að ganga út frá tilvist "skapara" sem forsendu.

Hvað ef Biblían er ekki óskeikul? Hvað ef mennirnir sem túlka hana eru ekki óskeikulir? Hvað ef öll rök hníga að því að sköpunarsaga Biblíunnar sé ekki bara ósennileg heldur kolröng?

Tökum sköpunarsöguna fyrir það sem hún er. Viðleitni frumstæðrar hirðingjaþjóðar til að útskýra heim sem þeir gátu ekki útskýrt með öðrum hætti vegna þess að þeir höfðu ekki tækin til þess. Þar sem þekkingin nær ekki að teygja anga sína fyllir hjátrúin út í eyðurnar. Þekking nútímans hefur fyllt út í margar fornar eyður, þar á meðal um uppruna mannsins.

Það er semsagt góð og gild ástæða fyrir því að skólakerfið kennir ekki að goð hafi skapað heiminn og manninn: Það gerðist ekki.

Vésteinn Valgarðsson 12.09.2004
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Sævar Helgi Bragason (meðlimur í Vantrú) - 12/09/04 16:19 #

Ég og Sverrir Guðmundsson fórum á þetta og fannst afar athyglisvert, enda ótrúlegt að fólk skorti algjörlega rökhugsun. Rökin sem þau komu með um að jörðin væri aðeins 6000 ár voru öll afar veik, enda bara vitleysa og vaðandi í hugsunarvillum. Við tókum niður nokkra punkta sem við eigum örugglega eftir að vinna eitthvað úr. Það var líka fyndið í lokin þegar fólk bað, vorum við þeir einu sem báðum ekki, en þarna voru um 35 manns. Ég skora samt á ykkur að mæta á næsta fyrirlestur, bara til þess að sjá hvernig þetta fólk hugsar og líka til að sjá rökin sem það færir fram, þótt um bull sé að ræða. En sem betur fer er þetta ekki kennt í skólum!!!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/09/04 16:30 #

Sjitt, kynnir þetta fólk námskeiðin sem vísindafyrirlestra og endar svo í bænakjökri til goðmagna? Ég gæti ælt.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 13/09/04 01:15 #

Skyldi þurfa að borga eitthvað fyrir að sitja þessa frábæru fyrirlestra?


Sævar Helgi Bragason (meðlimur í Vantrú) - 13/09/04 10:39 #

Nei, það þarf ekkert að borga sig inn á þetta, enda mundi maður aldrei kasta peningunum sínum út um gluggann á þann hátt.


Guð - 15/09/04 01:47 #

Strákar....nenniði að hafa aðeins lægra. Þið eruð að eyðileggja fínt racket hérna.


Kristinn - 19/09/04 21:57 #

Viðbrögð ykkar bera vott um vanþakklæti og fávisku. Hinir útvöldu þjónar Guðs; Hins Eina, eru að leiða villtar sálir úr myrkri glötunar og vanþekkingar til ljóss þekkingar og visku. Þessir dyggu þjónar, sem ekki þiggja veraldleg laun, verða að yfirstétt í hinu komandi ríki.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 20/09/04 10:40 #

Ég skellti nú upp úr þegar ég las þetta síðasta komment!


Lárus Páll Birgisson - 20/09/04 16:01 #

Þetta er nú soldið súr guðfræði að mínu mati Kristinn minn. Það eitt að Guð mismuni mönnum (og það í himnaríki) stenst engan veginn þann grundvallarboðskap sem Jesú kenndi.


Kristinn - 20/09/04 22:37 #

Já ég vissi það að ég fyrirhitti einhvern sem trúir á réttlæti frelsarans.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 22/09/04 14:59 #

Haha, sniðugt ef maður kemst til himnaríkis hvort sem maður trúir eða ekki! Hver er þá tilgangurinn með því að trúa!? Hahaha!


Lárus Páll Birgisson - 24/09/04 04:29 #

Já passaðu þig bara Vésteinn! Þú gætir barasta endað í Himnaríki þrátt fyrir allt saman.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 28/09/04 16:03 #

Ef þetta átti að vera hótun, þá er ég ekki hræddur.


Lárus Páll Birgisson - 28/09/04 18:06 #

:)


Sindri Guðjónsson - 04/10/04 23:34 #

Forvitni:

Vitið þið hver stendur fyrir þessum námskeiðum?

(Ég bý fyrir norðan, svo ég get ekki athugað það sjálfur, með því að mæta á staðinn)


Sindri Guðjónsson - 04/10/04 23:35 #

Kristinn:

Komennt þitt hérna fyrir ofan með vanþakklætið og yfirstéttina í Himnaríki hlýtur að vera grín/kaldhæðni?


Sindri Guðjónsson - 04/10/04 23:36 #

ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA SPAUG:

Kristinn - 19/09/04 21:57 # Viðbrögð ykkar bera vott um vanþakklæti og fávisku. Hinir útvöldu þjónar Guðs; Hins Eina, eru að leiða villtar sálir úr myrkri glötunar og vanþekkingar til ljóss þekkingar og visku. Þessir dyggu þjónar, sem ekki þiggja veraldleg laun, verða að yfirstétt í hinu komandi ríki.


Sindri Guðjónsson - 05/10/04 17:38 #

Ég spyr aftur vegna:

HVER STENDUR FYRIR ÞESSUM NÁMSKEIÐUM?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 05/10/04 19:48 #

Góð spurning ... ég veit það því miður ekki.


Sindri Guðjónsson - 05/10/04 23:26 #

Það er óþolandi að ekki sé hægt að laga stafsetningarvitleysur, innsláttarvillur, og annað, eftir að maður hefur sent frá sér "komment" hérna!

:-)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.