Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skilningsleysi

Það er margt í heiminum sem ég get ómögulega skilið, hlutir sem stundum virðast óskiljanlegir á skynsamlegan hátt. Þá á ég til dæmis við uppruna heimsins, ekki jarðarinnar, það er nokkuð skýrt fyrir mér, þrátt fyrir að geta varla ímyndað mér þessa margra milljón ára þróun. Um þá kenningu hef ég litla ástæðu til að efast, en það er annað mál.

Uppruni efnisins sem heimurinn er samansettur úr er mér algjörlega ofviða; ég skil ekki hvernig efnið sem alheimurinn er úr varð til, engin virðist geta útskýrt fyrir mér hvernig eitthvað varð til úr engu og ég get ómögulega náð áttum á því sjálfur. Röklega getur ekkert orðið úr engu, röklega getur “ekkert” ekki verið til, en það er kannski einungis samkvæmt okkar efnislegu skilgreiningum. En hvernig varð þá til þetta efni? úr engu? úr einhverju? og hverju þá? þetta er mér svo framandi að ég fæ höfuðverk ef ég virkilega legg mig fram við að hugsa út í það.

Þrátt fyrir vanskilning minn á þessu er ein skýring sem kemur ekki til greina fyrir mér, og það er kenningin um að guð hafi skapað heiminn. Sú kenning er svo langsótt og kallar þar að auki á margfalt fleiri spurningar en hún svarar, sem er kannski ekki slæmt þar sem hún svarar engum. En hvað sem því líður þá eiga spurningarnar hérna að ofan líka við um guð, hvernig varð guð til dæmis til?

Það er einfaldlega ekkert sjálfsagt við tilvist æðri veru, skynsamlegri er að ætla að slík vera sé ekki til. Það bendir þó margt til þess að menn séu ekki þær skynsemisverur sem þær vilja sjá sig sem. Við treystum meira á tilfinningar okkar en nokkurn tímann skynsemi, þó skynsemin geti haft áhrif á skynsemina, og öfugt, að sjálfsögðu, þá erum við tilfinningaverur. Þetta þarf ekki að vera slæmur hlutur þó svo að það gæti hljómað þannig fyrir sumum, þetta er einfaldlega það sem við erum.

En ef við viljum geta horft á okkur sjálf sem eitthvað meira en venjuleg dýr þá hljótum við að reyna að minnsta kosti eftir fremsta megni að beita þeirri skynsemi sem við höldum svo mikið upp á í öllum tilfellum þar sem við á. Svo ef það gerist að trúaðir eða vantrúaðir menn komast að skynsamari niðurstöðu um annaðhvort þessara tveggja látið mig endilega vita, ég er með höfuðverk af forvitni.

Karl Jóhann 01.09.2004
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 01/09/04 12:26 #

Karl Jóhann, Trixið hjá trúarnötturunum er einmitt að gera úr því listgrein að kenna fólki að slökkva alveg á skynseminni þegar kemur að guðstrúnni en passa að hafa kveikt á öðrum tímum. Þannig finnst Indverja ekkert athugavert við að senda vini sínum tölvupóst um nýjustu tækni í heilaskurðlækningum og þakka svo litlu barni með fílshöfuð, sem ríður um á lítilli mús, fyrir kvöldmatinn! Við sem höfum slökkt á guðstrúnni og brotið on/off takkann svo það er alltaf kveikt, horfum oft í forundran á hugarheim þeirra trúuðu. Þegar maður veltir fyrir sér tilurð heimsins sé ég, eins og þú, að það eru miklar upplýsingar og þekking sem okkur vantar EN hugmyndin um að ósýnilegur almáttugur draugur beri ábyrgð á öllu klabbinu er bara svo fáránlega dramatísk "skýring" bara t.d. í ljósi þess hvernig veröldin er. Það er utan allra skynsemismarka að ímynda sér að slík furðuvera myndi ekki t.d. hafa heiminn stabílla fyrirbæri, hvers vegna ekki að hafa alltaf þægilegn 22 stiga hita, sleppa nóttunni og þörf okkar fyrir að sofa þriðjung æfinnar, sleppa þörf okkar fyrir að borða, sleppa jarðskjálftum, hættulegum flóðum, loftsteinum o.s.frv. Guð kristinna hefur mikið fyrir því að setja okkur ýmsar reglur í Biblíunni, m.a. þá að karlmenn eigi ekki að raka á sér bartana (afhverju fer enginn eftir því???) en svo skapar hann t.d. höfuðlús og sól sem á eftir að brenna upp og þurrka út allt líf á jörðinni. Það er líka fáránlegt hjá svona veru að láta ekki vita af sér með beinum hætti og koma aldrei fram í dagsljósið. Reyndar virðist guð og englar hans hafa farið um himna með lúðrablæstri og eldsverðum í gamla daga en er nú alveg þagnaður. Það er líka margt sem skynsemin nær ekki alveg að höndla eins og það að Jesú svari kalli hvítklæddra sprellipredikara og lækni bakveikar feitabollur á Jesúhopparasamkomum en daufheyrist svo við grátbænum mæðra þeirra 10.000 barna sem DEYJA Á HVERJUM EINASTA DEGI úr niðurgangi og taugaveiki. Guð dundar sér sem sagt við að lækna bakveika hlutabréfamiðlara með leynilegum galdramætti sínum, skapar svo stjörnukerfi með hinni hendinni og segir okkur svo til um hárskurð í "Heilagri" bók. Þetta er auðvitað madness og í ljósi þess virðist mér nú frekar lítið mál að hugsa til þess að heimurinn hafi bara orðið til úr engu :o) - Fyrir svo utan það hve það er en geðsýkislegra að fara að hugsa sér hvernig guðir geta orðið til úr engu!

93


Daníel - 01/09/04 18:11 #

Það er ákaflega augljóst hvernig Guð varð til. Mennirnir sköpuðu hann til að reyna að útskýra það sem þeir skildu ekki.


Snær - 01/09/04 19:21 #

Það er nefnilega nákvæmlega tilfellið. Hann er lítið annað en óhóflega dýrkuð eyðufylling(sp?).


Kalli - 01/09/04 19:59 #

Nákvæmlega, ég hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur ;)


Lárus Páll Birgisson - 10/09/04 18:57 #

Eða þá að til sé raunverulegur Guð og trúarbrögðin eru öll bara túlkunarleiðir og skilningur mannanna á honum. Ég hef allavega hvergi lært það að manneskjan eigi að vita allt um Guð.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 10/09/04 20:47 #

og þá væru öll trúarbrögð heimsins röng...


Ormurinn - 11/09/04 16:22 #

"Snær - 01/09/04 19:21 #

Það er nefnilega nákvæmlega tilfellið. Hann er lítið annað en óhóflega dýrkuð eyðufylling(sp?)."

LOL


Lárus Páll Birgisson - 11/09/04 22:06 #

Alveg hárrétt. Þannig að allar skoðanir um Guð og guðleysi eru sama dellan.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/09/04 22:30 #

Þannig að öll dýrkun og hugsun um Guð er gagnslaus og hugsanlega bara til þess fallinn að angra hann?


Lárus Páll Birgisson - 12/09/04 20:22 #

Hummmm... áhugaverð pæling!


Kalli - 12/09/04 23:41 #

Þetta er eitthvað sem ég hef oft spáð í, að reyna að hugsa út í slíka æðri veru sem við gætum hvort eðer ekki skilið er augljóslega tilgangslaus, en við eigum víst að vera skapaðir í hans mynd svo... svona pælingar eru kannski bara tilgangslausar, en skemmtilegar engu síðar.


Lárus Páll Birgisson - 13/09/04 16:04 #

Ég held að Gneisti hafi hitt naglann nokkurnveginn á höfuðið en í stað þess að allar okkar pælingar séue eitthvað að angra hann þá held ég að hann hlæji bara að okkur. Ég meina hver er svo fullkominn að geta skilið Guð endanlega?


Kristinn - 22/09/04 00:35 #

Það er margt í heiminum sem ég get ómögulega skilið, hlutir sem stundum virðast óskiljanlegir á skynsamlegan hátt. 1. Skynsemin hefur sín takmörk. þú ert líklega að viðurkenna að skinsemin dugir ekki til að fá fulla sýn á fyrirbærm.

Röklega getur ekkert orðið úr engu, röklega getur “ekkert” ekki verið til, en það er kannski einungis samkvæmt okkar efnislegu skilgreiningum. 2. veraldarhyggja, handanhyggja. Þú ert að leggja út á ókunna slóð. ekkert verður mælt eða athugað með hefðbundnum aðferðum raunvísinda. Þú ert meira kominn út á huglægann völl. Insægi, ímyndun. Eða hvað á að styðjast við? þú ert á leiðinni yfir! Þrátt fyrir vanskilning minn á þessu er ein skýring sem kemur ekki til greina fyrir mér, og það er kenningin um að guð hafi skapað heiminn. Af hverju? Er það af hollustu við samfélag vantrúaðra eða er það skynsemd? Er það tilfinning eða yfirvegun? Hvað er Guð? Er Guð skýranlegt eða (út)skýrt hugtak fyrir þig persónulega eða í reynd? Ég hef aldrey vitað fyrir víst hvað Guð er, þess vegna get ég eiginlega ekki hvorki játað né neitað trú á hann. Þú getur kanski útskýrt hann fyrir mér fyrst þú virðist vera svona viss. En þetta er allt í lagi ég er ekki að gera kröfu á þig, bara ef það er fyrirhafnarlítið, en stenst gæðakröfur. Sú kenning er svo langsótt og kallar þar að auki á margfalt fleiri spurningar en hún svarar, sem er kannski ekki slæmt þar sem hún svarar engum. Ef þú heldur að þú fáir einfallt svar, er þessi höfuðverkur þá ekki óþarfur? En hvað sem því líður þá eiga spurningarnar hérna að ofan líka við um guð, hvernig varð guð til dæmis til? Já ég mundi halda að eðli málsins væri það, hvort sem það væri eitt og hið sama eða tvennt aðskilið, eitt og hið sama,jafn ótskýranlegt og upprunalaust, hvort sem stórasprenging er eða er ekki forsenda (forsenda án forsendu, æfa gamalt dulspekilegt og heimspekilegt viðfangsegfni og kanski Guðfræðilegt líka. Upphaf vísindaiðkunar mannsandanns er í trúarbrögðunum og heimspekinni, sem síðar leiðir af sér hina eiginlegu (raun)vísindaiðkun og þess vegna mættuð þið sýna þessum fornu greinum ákveðna virðingu, þó svo að það sé hið besta mál að þið kjósið að njóta handleiðslu efahyggjunnar, en athugið að efahyggja án skynsamlegra marka er ekki gott aðalsmerki, þið munduð bara loka ykkur og þrengja sjóndeildarhring ykkar). Það er einfaldlega ekkert sjálfsagt við tilvist æðri veru, skynsamlegri er að ætla að slík vera sé ekki til. Það bendir þó margt til þess að menn séu ekki þær skynsemisverur sem þær vilja sjá sig sem. (Oft er látið að því liggja að menn séu hégómaverur og það gæti einmitt útskýrt þetta og marga aðra furðulega og óvandaða hegðun í fari mannsinns, því hégómleg vera ber mekki tilskilda virðingu fyrir öðrum (sem dæmi) því hún er of upptekin af sínu eiginhagsmunaplotti á sýndarsviði veruleikans, þ.e.s. gera sitt ljós skærara með því að varpa skugga á aðra. Þetta lítur út eins og um sjúkleika sé að ræða, skoði maður þetta í íktri mynd, en kanski liggur einhver frumstræður hvati þarna að baki sem kanski hefur lokið sínu verki og menn eiga eftir að slípa af sér, eða þessi þáttur hefur eithvað verk að vinna hvað varðar framþróun mannsinns. hvað mig varðar þá óttast ég alla lesti sewm fynnast í fari tegundarinnar, en það er ekki víst að það eigi að líta slíkum augum á alla lesti, því ekki er alltaf allt sem sýnist (framþróun og mark, reyndar á ekkert mark að vera endanlegt, endanlegt er stöðnun, dauði). Við treystum meira á tilfinningar okkar en nokkurn tíman skynsemi, þó skynsemin geti haft áhrif á skynsemina, (veit ekki alveg hvað þú ert að fara) og öfugt, að sjálfsögðu, þá erum við tilfinningaverur. Þetta þarf ekki að vera slæmur hlutur þó svo að það gæti hljómað þannig fyrir sumum, þetta er einfaldlega það sem við erum. Þetta er allt hin ágætasta hugvekja og eflaust mikil skinsemi í henni, en eins og þú sagðir sjálfur þá dugar bara ekki skinsemin. Og tilfinningin, hver er hún svo þessi tilfinning sem þú talar um? eru þetta meginþættir sálarinnar (eða þá mannsandans eða hvað sem menn kjósa að kalla það) skynsemin og tilfinningin? Eru þá þetta öll þau verkfæri sem mannsandinn (eða sálin) hefur til að vinna með ef hann (hún) stendur frammi fyrir stórum spurningum? Reyndar er stundum einnig (sem dæmi hér) talað um innsæi sem einn af eðlisþáttunum (verkfærunum í þessu sambandi), hvar er sá þáttur hér í þessu sambandi? er hann partur af hinu tvennu (skynseminni og tilfinningunni)? Það sem mér hefur verið kynnt sem hefð er hægt að útskýra fljótt með að segja að fullyrðingin sé sú að þar sem skynsemina þrýtur, þar tekur innsæið við.

En ef við viljum geta horft á okkur sjálf sem eitthvað meira en venjuleg dýr þá hljótum við að reyna að minnsta kosti eftir fremsta megni að beita þeirri skynsemi sem við höldum svo mikið upp á í öllum tilfellum þar sem við á. Getur verið að við þurfum að skilgreina skynsemina betur, eða vantar okkur að tala um fleiri eðlisþætti? Hver er munurinn á að vera skynsamur og vera gáfaður? Hvað er skynsemi og hvað er gáfa? Hvað var til dæmis Hitler, eða aðrir slíkir veraldarhöfðingjar, sem hafa dregið mankinið út í mestu ógæfu (út í mestu ógæfu af því er við almennt teljum) í nafni einhvers ávinnings (sem af átti að hljótast)?
Svo ef það gerist að trúaðir eða vantrúaðir menn komast að skynsamari niðurstöðu um annaðhvort þessara tveggja látið mig endilega vita, ég er með höfuðverk af forvitni. Trúaður eða vantrúaður getur verið snúið og afstætt og ekki allt sem sínist. Hlutirnir eru ekki svo svarthvítir eða svo rosalega einfaldir. Stundum getur það sem kallað er trúarbrögð [allt sem ég hef sagt verð ég líklega að segja að komi frá mínum bæardyrum, því ég hef valið mér þessar hugmyndir, þær eru mín trú, eins og ég kalla það, (alveg eins og þær hugmyndir sem þið hafið valið ykkur sem gtrundvallarhugmyndir í lífsýn ykkar eru ykkar trú þið trúleysingjar (ha ha ha) og Guð ykkar grundvöllurinn fyrir þeim hugmyndum (hahahaha), yfirsást ykkur þetta þrátt fyrir alla skinsrmina sem aldrey víkur frá í daglega lífinu?)(bara grín, en samt meining)] verið uppfulltr af klisjum. Það er engin ný hefð að þeir sem stunda raunvísindi, þeir hafna gjarnan trúnni, enda segja menn að oft geti hún verið óheppileg í viðfangsefnum þeirra (ég er ekki raunvísindamaður en ég held að jarðsamband raunvísindanna geti verið ágætt að vissu marki) en trú getur verið annað og meira þó svo að tilvist Guðs sé ekki sönnuð, enda ef hún væri sönnuð, þá væri sú trú í sínum hefðbundna skilningi ekki trú. Menn trúa ekki því sem þeir vita, línur eru dregnar á milli trúar og vissu. Auðtrúaháttur er líklegur til að geta orðið að kjánaskap, höfnun skinseminnar. Þótt svo að skinseminni séu takmörk sett, þa er hún vörnin gegn heimskunni. Skinsemi er áreiðanlega sterkt eliment firir mannsandann, en það er trúin líka fái skinsemin að framkvæma sitt hlutverk skinsamlegsa. Hvað varðar þig greinarhöfundur þá er mitt ráð til þín, hvað varðar spurningu þína um trú eða trúleysi fyrir þig, veldu það sem mundi vera þér farsælla og þú gerir það á trú þinni. MEGI GUÐ VERA MEÐ YÐUR ÖLLUM!
ps það er gaman að glugga í vefina ykkar og Lalli er kurteis maður með góðan húmor og fyrirgefið mér þetta grín í sambandi við sköpunarvísindin( en ætlið þið ekki að eiða tíma á fleiri fyrirlestrum?).


Kristinn - 22/09/04 00:55 #

Ég verð að viðurkenna að þetta er dálítið klúðurslegt hvernig þetta lenti þarna inni hjá mér. Skilin á milli greinarinnar og mín voru ekki alveg nógu skörp, en ég vona að þið áttið ykkur á hvað er greinarhöfundar og hvað er mitt. Ég verð að bæta því við að ég sé greinarhöfund standa frammi fyrir alheiminum eða Guði í lotningu, eða alheiminum aog Guði í lotningu. etta er allt að því helgimynd sem myndi sóma sér vel sem altaristafla.


Lárus Páll Birgisson - 22/09/04 02:34 #

....það er nú ekki oft sem mér verður orðfall. Ég veit bara ekkert hvað ég á að segja annað en takk.


Kristinn - 22/09/04 19:57 #

Ég sló því fram að Lalli væri kurteis með góðan húmor þarna í lok síðunnar. Mig langar að taka það fram að þegar ég setti mitt efni inn á síðuna hér, þá var ég ekki búinn að lesa neitt af umræðunni hér (sem ég hefði þá getað byggt umsögn mína á) heldur einungis verið að vinna með greinina eina og sér. Ég vil taka það fram að eflaust get ég gefið fleirum hól fyrir prúðmennsku (orðið prýði, ekki skraut eins og jólaskraut, fremur skortur á því sem að atar manninn) hér. Það sem ég byggði þetta á var hvernig viðbrögð hans voru, gott grín í tilsvörum án þess að vaða á virðingu.

Kristinn - 19/09/04 21:57 # Viðbrögð ykkar bera vott um vanþakklæti og fávisku. Hinir útvöldu þjónar Guðs; Hins Eina, eru að leiða villtar sálir úr myrkri glötunar og vanþekkingar til ljóss þekkingar og visku.

Þessir dyggu þjónar, sem ekki þiggja veraldleg laun, verða að yfirstétt í hinu komandi ríki. Kjánalegt. Er það ekki?

lalli - 20/09/04 16:01 #

Þetta er nú soldið súr guðfræði að mínu mati Kristinn minn. Það eitt að Guð mismuni mönnum (og það í himnaríki) stenst engan veginn þann grundvallarboðskap sem Jesú kenndi. Þetta er saklaust og gott svar. Ekki vaðið yfir línur og reynt að lítilsvirða með afgerandi hætti, jafnvel einfeldninginn. Það ber vott um góðan sið (vonandi þarf ekki að skilgreina hugtök, svoleiðis getur gerst þegar menn af mismunandi stefnum mætast)

Kristinn - 20/09/04 22:37 # Já ég vissi það að ég fyrirhitti einhvern sem trúir á réttlæti frelsarans.

Haldið áfram að vera í hlutverki einfeldningsins

Vésteinn - 22/09/04 14:59 # Haha, sniðugt ef maður kemst til himnaríkis hvort sem maður trúir eða ekki! Hver er þá tilgangurinn með því að trúa!? Hahaha! Vésteinn. Ef himnaríki skyldi vera til og þá Guð væntanlega og hann væri réttlátur, af hverju ætti hann þá að fara í manngreiningarálit? Fyrir hverja er sagt í þessum ”fárandlegu” fræðum að himnaríki sé? En auðvitað veit eingin hvort þetta er á rökum reyst (hvort Guð og þá himnaríki sé til)og þar sem rök eru vanalega byggð á því sem er áþreifanlegt (þykja annars vera vafasöm, ekki dugir þá að notast við skynsemi sem ekki byggir á því sem hefur mælanlegan massa, eða svo virðist stundum vera) að þá er þetta vitanlega ekki reist á neinum rökum, það getur hver hugsandi maður sagt sér, en það er ekki víst þrátt fyrir það að hann skilji hvað felst í því. Ef að þú næðir svo langt að komast að dyrum himnaríkis, af hverju ættu þá þær að vera lokaðar þér? Trúandi eða trúlaus virðist ekki hafa merkingu í því sambandi, allavega ekki fyrir mínum skilningi. Mælikvarðar á manninn liggja í öðru og eru líka afstæðir; samkvæmt mínum skilningi. Hver er þinn skilningur? Vésteinn - 22/09/04 14:59 # Haha, sniðugt ef maður kemst til himnaríkis hvort sem maður trúir eða ekki! Hver er þá tilgangurinn með því að trúa!? Hahaha! Auk þess: Geturðu útskýrt betur hvað þú átt við með þessari spurningu? Þú mátt líka alveg sleppa því. Mér er alveg sama. Ef þig vantar eitthvað þá ættir þú að reyna að verða þér úti um það. Þú hefur sennilega ágætis burði og lífið fyrir framan þig og ef þú spilar vel úr öllu þá gerir þú þitt besta. Annars veit ég ekki alltaf hvað aðrir meina með hugtökum eins og “vel”, “gott” og “best”, svo dæmi séu tekin. En þetta sem ég hef ritað hér geri ég vegna þess að mig langar til að kryfja betur viðbrögð manna hér við ofanverðri grein. Ég hef ekki tíma nú á þessu augnabliki, en ég mun taka það fyrir seinna.


Kalli - 27/09/04 17:42 #

Já hérna, þetta er áhugaverð túlkun hjá þér. Án þess að ætla að svara fyrir allt saman, nema sérstakeglega sé óskað eftir því, þá vil ég endilega benda á það að ástæðan fyrir því að ég segi að kenning um hin skapandi guð komi ekki til greina, eftir að hafa svo fúslega viðurkennt að skynsemi er takmörkuð og eins og þú bendir á, ekki alltaf nóg til að fá fulla sýn á sum fyrirbæri, þá þykir mér skynsemin duga til að komast að þeirri niðurstöðu að slík kenning væri óskynsöm.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 27/09/04 18:02 #

En auðvitað veit eingin hvort þetta er á rökum reyst

Veit enginn hvort þetta er á rökum reist? Meinarðu að það gætu>/em> verið rök, en þau séu bara leyndarmál? Eða að það sé verið að leita að þeim logandi ljósi, engin hafi fundist ennþá en þó sé ekki útilokað að einhver finnist, fyrr eða síðar? Þetta er sáraeinfalt: Ef við höfum engin sæmilega trúverðug eðaa haldgóð rök fyrir því að æðri máttarvöld séu til, þá er fráleitt að trúa því, hvað þá að tilbiðja þau!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.