Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Magnvillan

íslensk krónaMagnvillan er sú hugmynd að handahófskenndir atburðir sem eiga sér stað á svipuðum stað eða tíma séu í raun ekki handahófskenndir. Skynvillan á sér stað sökum valkvæmrar hugsunar sem byggir á rangri ályktun. Til dæmis finnst flestum óeðlilegt ef skjaldarmerkið kemur upp fjórum sinnum í röð þegar krónu er kastað nokkrum sinnum. Hinsvegar eru 50% líkur á að fá skjaldamerkið upp fjórum sinnum í röð ef krónunni er kastað tuttugu sinnum. (Gilovich). Það þykir kannski skrítið, en það eru jafnvel meiri líkur á að ákveðin hverfi í Kaliforníu hafi tölfræðilega marktæka þyrpingu af krabbameinstilfellum (Gawande).

Það sem væri sjaldgæft, óvænt og ólíklegt að gerðist fyrir tilviljun væri að við myndum kasta krónu tuttugu sinnum og fá alltaf sitt á hvað, fisk eða skjaldamerki. Í hverri runu af hlutkesti er ólíklegra að stuttar runur, 2,4,6,8 og svo framvegis, muni gefa af sér það sem við vitum að er tölfræðilega líklegt. Til lengri tíma litið mun uppkesti gefa af sér 50% fiska og 50% skjaldamerki (að því gefnu að engin brögð séu í tafli). En í stuttum runum má búast við fjölbreytilegum niðurstöðum, þar með talið runum sem virðast mjög ólíklegar.

Að finna tölfræðilega óvenjulegan fjölda krabbameinstilfella á einhverju svæði—jafnvel sex eða sjö sinnum meira en meðaltalið—er hvorki sjaldgæft né óvænt. Það fer töluvert eftir því hvar mörk hverfisins eru dregin. Þyrpingar krabbameinstilfella sem er sjö þúsundum sinnum meiri en gera má ráð fyrir, eins og tilfellið með fleyðrukrabbamein í Karian, Tyrklandi, eru mjög sjaldgæf og óvænt. Tíðni skjaldkyrtilskrabbameins í börnum í nágrenni Chernobyl var hundrað sinnum hærri eftir slysið (Gawande).

Stundum kemur fyrir að tilraunaviðfang í dularsálfræðiannsókn svarar rétt í meira mæli en tilviljun segir til um. Slíkar niðurstöður benda hinsvegar ekki til þess að ekki sé um tilviljun að ræða. Í raun er gert ráð fyrir slíkum niðurstöðum í lögmálum líkinda. Í stað þess að vera merki um skort á tilviljun eru slíka niðurstöður í raun merki um tilviljun. Dularsálfræðinar eru sérstaklega gjarnir á að taka röð réttra ágiskana hjá tilraunaviðfangi sem sönnur á því að yfirskilvitlegir hæfileikar sveiflist frá stund og stað. Notkun þeirra á valkæmri byrjun og enda byggir á að gert er ráð fyrir sveiflum auk þess sem það lítur út fyrir að þá skorti þekkingu á líkindum tilviljunarkenndra atburða. Þegar magnvillan er blönduð saman við staðfestingartilhneigingu er komin uppskrift að sjálfsblekkingu og ranghugmyndum.

Fræg rannsókn var gerð á magnvillunni eins og hún birtist þegar menn verða heitir í körfubolta (Gilovich, Vallone og Tversky). Það er algeng trú hjá körfuboltamönnum, þjálfurum og áhorfendum að leikmenn fari í gegnum heita og kalda leikkafla. Nákvæm greining var gerð á skyttum Philadelpia 76ers á leiktímabilinu 1980-81. Hún sýndi ekki fram á að leikmenn hittu eða klúðruðu skotum í skorpum að neinu öðru leyti en gera mætti ráð fyrir af tilviljun. Einnig voru skoðuð vítaskot hjá Bolton Celtic á tveimur leiktímabilum og fundið út að þegar leikmaður hitti úr fyrra skoti, skoraði hann úr því síðara í 75% tilfella og þegar hann klúðraði fyrra skoti, hitti hann úr því síðara í 75% tilfella. Körfuboltaleikmenn hitta í skorpum, en innan marka tilviljana. Það er blekking að leikmenn séu heitir eða kaldir. Þegar þeir sjá þessar niðurstöður, eru þeir sem trúa á heita og kalda leikkafla líklegir til að hafna rannsókninni vegna þess að þeir vita betur útfrá reynslu.

Í faraldsfræði er magnvillan þekkt undir heitinu rökvilla skotfima kúrekans. Khaneman og Tversky kölluðu hana “trúna á lögmál smárra talna” vegna þess að þeir tengdu magnvilluna við rökvilluna þar sem gert er ráð fyrir að mynstur í stóru mengi eigi við um öll hlutmengi hennar. Í rökfræði gengur þessi rökvilla undir nafninu smættunarrökvillan, þar sem gert er ráð fyrir að hlutar hljóti að vera alveg eins og heildin.

Skeptic's dictionary - clustering illusion

Þakka Halldóri E. fyrir tillögu að þýðingu.

Matthías Ásgeirsson 09.06.2004
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin )

Viðbrögð


Halldór E. - 10/06/04 09:48 #

Það verður að teljast óvæntur en jafnframt skemmtilegur viðburður að fá þakkir fyrir framlag sitt á vantru.net.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 10/06/04 10:32 #

Menn verða að fá kredit þegar þeir eiga heiðurinn af aðal hugtakinu.

Sá annars þegar ég las útdráttinn í Fréttablaðinu að ég hefði þurft að gefa mér aðeins meiri tíma í þýðinguna. Það er ýmislegt í greininni sem er frekar tormelt.


Pétur Björgvin - 10/06/04 16:07 #

Góð grein, til hamingju með hana!


Fræðimaður - 20/06/04 11:17 #

Myntir okkar íslendinga hefur ekki skjaldarmerki, þetta eru einungis landvættir.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 20/06/04 17:13 #

Þakka þér fyrir ábendinguna.


Árni Árnason - 09/06/06 10:14 #

Þegar peningi er kastað, er að minnsta kosti í teoríunni gengið út frá því að líkindin ein séu að verki. Einhvern veginn er ég ekki jafnviss um að skothittni körfuboltamanna lúti því lögmáli að fullu.

Ef þú kastar peningi á væntanlega að vera tilgangslaust að reyna að fá upp aðra hvora hliðina, en körfuboltamenn eru í öllum tilfellum að reyna að hitta, og þar hljóta að koma við sögu þættir sem lúta að líkamlegu og andlegu ástandi leikmannsins. Ég hef trú á því ( út frá eigin reynslu ) að stundum er maður í stuði, heitur eins og sagt er, og allt gengur upp, og stundum ekki.

Allt að einu gildir þó væntanlega að með nógu stóru mengi ( heilli leiktíð ) jafnist þetta út, og vissulega rúmast heitu og köldu períódurnar vel innan fráviksmarka líkindareiknings.

Ég efast þó um að körfuboltamenn samþykki að hittni þeirra lúti eingöngu tölfræðilegum lögmálum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/06/06 10:33 #

Þegar þeir sjá þessar niðurstöður, eru þeir sem trúa á heita og kalda leikkafla líklegir til að hafna rannsókninni vegna þess að þeir vita betur útfrá reynslu.

:-)

Annars er hægt að lesa rannsóknina [pdf skjal]

Ég efast þó um að körfuboltamenn samþykki að hittni þeirra lúti eingöngu tölfræðilegum lögmálum.

Þarna er ekki verið að halda því fram að hittni leikmanna sé tilviljunarkennd, auðvitað skiptir hæfni þar öllu máli. Einungis er verið að tala um þessa draumkenndu leikkafla þar sem leikmenn eru "heitir" og svo hina kaflana þar sem þeir eru kaldir. Tölfræðilega væri það alveg jafn merkilegt ef hittni leikmanna dreifðist jafnt yfir tímabilið, væri alltaf sú sama.


Árni Árnason - 09/06/06 11:24 #

Það sniðuga í þessu er að heitu og köldu kaflarnir rúmast vel innan þekktra tilviljana, og því verður væntanlega erfitt að skera úr um hvort eigi við :-)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 09/06/06 12:32 #

Svona þegar ég skoða þetta þá man ég allt í einu að þetta fyrirbrigði er kallað sýndarklasa skynvillan.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.