Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Stórvirki Guðs?

En það bar til um þessar mundir að Gibsonpassían var mikið rædd á netinu. Í hnotskurn deila guðfræðingar um réttmæti ofbeldis í myndinni. Gott og vel, háalvarlegar umræður um slíkt geta aldrei verið annað en gott skemmtiefni fyrir okkur hin. Það var þó ákveðin setning rituð af Sigurði Árna Þórðarsyni sem á Deux ex cinema sem vakti upp gamlar kristnar minningar hjá mér. Sigurði finnst að allir ættu að sjá myndina en dregur í efa tilganginn með öllu ofbeldinu. Hann skrifar svo "því er einn vandi þessar myndar, hún hleypir blóðinu í augu okkar og við sjáum því ekki líf og dauða Jesú nægilega vel, sjáum ekki stórvirki Guðs."

Auðvitað ættum við að auglýsa eftir þessu meinta stórvirki Guðs með lífi og dauða Jesú. Ég geri ráð fyrir að ekki standi á svörum okkar færustu snillinga á því sviði. En mig langar samt að mæna á þetta meinta stórvirki Guðs sem líf og starf Jesú átti að vera. Hér koma nokkrir punktar:

Hann fæðist meyfæðingu í Palestínu fyrir c.a. 2000 árum, en þá hafa samfélög manna lifað í nokkur þúsund ár víða um plánetuna jörð án þess að heyra nokkuð frá meintum stórvirkishöfundi.
Hann tælir til sín tólf vopnaða karlmenn og segir þeim að yfirgefa fjölskyldur sínar til að öðlast hásæti í himnaríki
Hann boðar að fátækt og eymd sé einn af gjaldmiðlum himnaríkis.
Hann galdrar mat, labbar á vatni og læknar veika til að sanna mátt sinn.
Hann kemur til að flytja stríðshrjáðum Ísraelsmönnum að himnaríki sé í nánd með endurkomu sinni.
Hann talar í dæmisögum svo að enginn skilji hann nema útvaldir með aðgöngumiða í himnaríki.
Hann er svikinn og tekinn af lífi samkvæmt stórvirki Guðsins.
Hann lifnar við samkvæmt sama stórvirki.
Hann fer til himna að ellefu fylgismönnum ásjáandi, því miður gleymdist að boða fleiri vitni.
Þegar hann kemur aftur mun hann reisa upp alla dauða, brenna um alla eilífð þau sem trúa ekki rétt en hinir fá passa í himnaríki.

Framhaldið þekkjum við öll. Kristni lagðist sem plága yfir Evrópu með skelfilegum afleiðingum fyrir milljónir manna fyrir utan nokkur sæmilega rituð bænakver og velstæða kirkju. Valdi Guðinn hans Sigurðar rétt? Er þetta magnað stórvirki eða makalaus heimska? Raunveruleikinn bankar uppá.

Frelsarinn 24.05.2004
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/05/04 18:27 #

Einmitt. Hvaða mannkynslausn er fólgin í því að hengja mann á kross? Hvernig í ósköpunum getur það að einn maður dúsi eins og fleiri glæpamenn á krossi eina dagstund boðað einhverja aflausn fyrir okkur hin? Þetta er yfirgengilega forneskjulegt og heimskulegt. Skömm að menn skuli enn vera að boða þetta rugl.


Sævar - 24/05/04 20:32 #

Yfirgengilega heimskulegt er vel orðað. Ef að nógu margir segja e-ð nógu oft þá trúir fólk því, alveg sama hversu heimskulegt það er! Eru trúarbrögð ekki gott dæmi um það. Ég á aldrei eftir að skilja hvernig vel upplýst og mjög oft vel gefið fólk trúir þessu bulli.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 24/05/04 23:02 #

Sævar, ekkert nema áróður og meiri áróður. T.d. ef þú vilt vera frábær (í þínum augum) þá stenduru bara fyrir framan spegil og segir frábær við sjálfan þig þangað til þú ert búinn að sannfæra þig um það. Ekkert svo flókið en því miður fyrir mannskepnuna hvað hún er einföld!


Sindri Guðjónsson - 08/07/04 12:12 #

"Hann boðar fátækt og eymd sé einn af gjaldmiðlum himnaríkis. "

Hvernig í ósköpunum dettur þér það í hug??

Jesús sagði, "ég er kominn til að gefa líf, líf í fullri gnægð."

Jesús sagði, "ég er kominn til þess að boða fátækum gleðilegan boðskap" (gleðilegur boðskapur fyrir fátæka er sá, að hann þurfi ekki lengur að vera fátækur)

Jesús sagði ef einhver yfirgefur heimili sitt, akur, osfrv, fengi hann það hundrað fallt til baka, bæði í eilífðinni, "og nú á þessum tíma"

Jesús sagði,ef þú gefur, verður þér gefið hundraðfallt til baka.

Jesús sagði við leirisveina sína, að Guð sjálfur mundi uppfylla þarfir þeirra, líkt og hann sér fyrir fuglum himins, osfrv (Guð sem sér fyrir þörfum mínum er rausnalegri en svo, að hann láti mig rétt skrimmta)

ÞETTA TAL UM HEILAGA FÁTÆKT, ER ASNALEG MÍTA, SEM ÞVÍ MIÐUR Á UPPTÖK SÍN Í KIRKJUNNI.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.