Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ástæður tilbeiðslu

"Annað hvort er Guð til eða ekki." Þessi staðhæfing er án efa sönn og kristallar þá efahyggju sem er ríkjandi í nútímanum.

Hún gerir Guði með stóru géi reyndar svolítið hátt undir höfði því eins mætti segja: "Annað hvort er Óðinn til eða ekki, eða Shíva eða Múmínpabbi." Staðhæfingin gerir sem sagt eiginlega ráð fyrir helmingslíkum á tilvist Guðs sem er líklega frekar mikið. Látum vera með það.

Ef svarið við staðhæfingunni er það að Guð sé ekki til þá er augljóst að það er tilgangslaust að tilbiðja hann. Ef Guð hins vegar er til þá koma til sögunnar nýir möguleikar. Annað hvort er Guð afskiptalaus og alveg sama um mannkynið eða þá að hann fylgist með. Ef hann er afskiptalaus er ljóst að tilgangslaust er að tilbiðja hann og biðja til hans. Ef hann hins vegar fylgist með kemur tvennt til greina: Annað hvort er hann fjarlægur áhorfandi, skrásetjari mannkynssögunnar og skiptir sér ekki af, eða þá að hann tekur þátt í mannlífinu og örlögum fólks annað hvort meðan það er á lífi eða eftir dauðann. Ef Guð skiptir sér ekki af er náttúrulega vita tilgangslaust að tilbiðja hann en ef hann hefur afskipti af okkur þá kemur tvennt til greina: Annað hvort hlustar Guð á bænir hinna trúuðu og uppfyllir þær og trú og tilbeiðsla á hann tryggir þeim einhvers konar himnaríkisvist eftir dauðann eða hann hjálpar öllum jafnt burtséð frá trú og metur menn eftir innræti þeirra.

Ef fyrri möguleikinn er hið rétta í stöðunni þá margborgar sig að tilbiðja Guð þó hægt sé að efast um að það væri siðferðilega rétt. Þar að auki kennir reynslan okkur að trúaðir virðast lenda í jafn miklum raunum í lífinu eins og hinir. Ef seinni möguleikinn er hins vegar réttur þá er ljóst að tilbeiðsla og trú er ekkert aðalatriði fyrir Guð.

Niðurstaðan af þessari rökleiðslu er því sú að hvort sem Guð er til eða ekki þá er harla óskynsamlegt og tilgangslaust að tilbiðja hann, biðja til hans eða tigna á annan hátt nema í einu tilviki þar sem má telja að það væri gersamlega siðlaust.

Daníel Freyr Jónsson 15.04.2004
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


joi stori - 15/04/04 15:48 #

biður þú daníel?


Jón - 15/04/04 18:50 #

Kæri vinur,

hvað ertu að reyna að segja. Þetta er eitt mesta rugl sem ég hef séð og langt frá því "besta" sem þessi síða hefur gefið frá sér.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 15/04/04 19:08 #

Ég get varla ímyndað mér meira hrós heldur en að Jón Ómar fordæmi grein svona. Jón, ef þú hefur eitthvað að segja þá skaltu segja það en ekki koma með svona rugl. Það er nefnilega almenn venja að fólk rökstyðji skoðanir sínar, allavega ef það vill láta taka sig alvarlega.


Cave - 15/04/04 20:01 #

Jón! Hvað af þessu var rugl?!?


Jón - 15/04/04 20:45 #

,,Ef fyrri möguleikinn er hið rétta í stöðunni þá margborgar sig að tilbiðja Guð þó hægt sé að efast um að það væri siðferðilega rétt...,,

Hvers vegna er það siðferðislega rangt að tilbiðja eða tigna þann sem hefur frelsað þig? Hvaða rök eru fyrir því að kristið fólk sem biður bænir sé að gera e-ð siðferðislega rangt?

Ef við höldum þessu áfram þá gæti ég alveg eins vísað í afkárlega guðssönnun Pascal. Ég meina þú getur ekki tapað á því að trúa á Guð.... Ef hann er ekki til þá bara deyjum við þegar við deyjum og málið er búið við vitum ekki einu sinni af því. En ef hann er til og við trúum á hann þá eigum við von á eilífu lífi á himnaríki. Hvort er þá betra að trúa eða trúa ekki? Ef maður trúir þá er möguleiki en trúi maður ekki þá er maður "screwed" eða hvað? Er ekki jafn mikið vit í þessu? Flestir guðfræðingar gefa þess vegna lítið fyrir þessa guðssönnun.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 15/04/04 21:04 #

Ef gvuð er til gerir rétt breytni mann hólpinn, sé hann á annað borð góður. Ef aðeins trúin gerir mann hólpinn, þá vil ég frekar vera með vinum mínum í helvíti eða í forgarði helvítis, Limbó. Kæri mig ekki um að fara í gegn um lífið á hnjánum og ekki hef ég orðið var við að gvuð hafi "frelsað" mig á einn eða neinn hátt. Ef einhver hefur "frelsað" mig þá er það ég sjálfur, sem hef frelsað sjálfan mig frá því að trúa á kerlingabækur.


Daníel - 15/04/04 21:10 #

Ég held að það sem ég var að meina með þessu sé nokkurn veginn það sem Vésteinn sagði. Ef tilgangurinn með því að tilbiðja Guð er eingöngu sá að bjarga eigin rassi þá er það siðferðilega rangt að mínu mati. Hafi menn aðrar ástæður til að tilbiðja hann þarf það ekkert endilega að vera siðferðilega ragnt og getur meira að segja verið mjög fallegt og virðingarvert, bara að mínu mati tilgangslaust. En það er rétt þetta er álíka skynsamlegt og guðssönnun Pascals en mér finnst nú alls ekkert niðurlægjandi að vera líkt við hann.


Jón Ómar - 15/04/04 21:37 #

Sæll,

takk fyrir gott svar! En það var ekki áætlunin að líkja þér við Pascal :-)!


Daníel - 15/04/04 21:38 #

Núna er ég búinn að skoða þetta aðeins nánar og fann þetta um guðssönnun Pascals skrifað af Dr. Wilkins kennara við Trinity College í Dublin:

"Pascal made an illegitimate use of the new theory in the seventh chapter of his Pensées. In effect, he puts his argument that, as the value of eternal happiness must be infinite, then, even if the probability of a religious life ensuring eternal happiness be very small, still the expectation (which is measured by the product of the two) must be of sufficient magnitude to make it worth while to be religious. The argument, if worth anything, would apply equally to any religion which promised eternal happiness to those who accepted its doctrines. If any conclusion may be drawn from the statement, it is the undersirability of applying mathematics to questions of morality of which some of the data are necessarily outside the range of an exact science. It is only fair to add that no one had more contempt than Pascal for those who changes their opinions according to the prospect of material benefit, and this isolated passage is at variance with the spirit of his writings."

Af þessu má ráða að Pascal telur að það borgi sig að vera trúaður og að það eigi við um öll trúarbrögð sem lofa eilífri hamingju sé farið eftir boðum þeirra. Þetta á því ekki einungis við um kristni eins og menn hafa talið. Þar að auki gefur hann sér að gildi eilífrar hamingju sé óendanlegt og þ.a.l. að óendanleg hamingja sé til. Forsenda hans fyrir sönnuninni er því vafasöm. Forsendan fyrir minni rökleiðslu: "Annað hvort er Guð til eða ekki" er hins vegar án vafa sönn. Af þessu má einnig draga þá ályktun að Pascal hefði þótt, eins og mér, siðferðilega rangt að tilbiðja guðlega veru eingöngu í því skini að tryggja sér eilífa hamingju.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 15/04/04 21:51 #

Ef þessi blessaði Gvuð situr og bíður eftir að pöpullinn fari á hnén og grátbiðji um hjálp áður en hann lyftir litla fingri er það Gvuðinn sem er siðlaus, því sá sem er góður hjálpar þeim sem eru hjálpar þurfi - ekki þeim sem leggjast á hnén. Nánar um þetta: Gvuðinn hans Theodórs


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 15/04/04 22:11 #

Með rökum Pascals ættum við, til öryggis, að treysta öllum sem lofa eilífri hamingju eða eilífu lífi. Varla geta þeir allir haft rétt fyrir sér? Ef t.d. Óðinn lofar eilífum fagnaði í Valhöll og Éhóvi eilífu lífi í Himnaþinghá, og hvor útilokar hinn, hvernig getur maður þá valið? Eða hvað ef hvort tveggja er ósatt? Ein leið til að velja er að velja þá skýringu sem kemst næst því að meika sens. Sú skýring sem meikar mest sens er að það sé ekki til neinn gvuð og að Óðinn sé ekki til heldur, né kölski, jólakötturinn, marsbúar eða önnur kvikindi sem stangast á við hlutveruleikann. Þetta meikar sens því það er ekkert sem bendir til annars, og þótt einhverjum spurningum sé etv. ósvarað varðandi heimsmynd efnishyggjunnar, þá eru þær langt frá því að vera nógu hvassar, sennilegar eða margar til að hægt sé líta á sköpunarsögu, stekkjarstaura eða lagarfljótsorma sem sennilegri skýringar.


Cave - 16/04/04 12:53 #

Ef Guð er ekki til þá er tilgangslaust að biðja. En ef hann er til og elskar alla menn jafn mikið(þeir fyrstu verða síðastir og þeir síðustu verða fyrstir). Sem sagt elskar þá sem biðja mikið og þá sem biðja ekki neitt jafn mikið. Þá sé ég engan tilgang í því að biðja.


Úlfurinn - 16/04/04 13:59 #

Ég vel frekar Valhöll,því þar er linnulaust fyllirlí


snorri trumbari - 13/09/04 02:42 #

ég er trúlaus síðan stjúppabbi min dó úr krabbameini fyrir 5 árum síðan.

ég fékk aldrei gott í kristinfræði þegar ég var lítill (kringum fermingu) vegna þess að ég fermdist vegna gjafanna...

ef maður biður til guðs um hitt og þetta (það er dágóður texti á síðunni minni um þessi mál, illa skrifaður en meininguna má fá með því að lesa)-- maður fær ekkert í gegnum bænir nema þögn + ekkert = sáluhjálp frá manns eigin hálfu.

"að vera trúlaus er góð skemmtun", því þá er maður laus við að fara í kirkju og hlusta á gamalt fólk syngja leiðinleg lög við niðurdrepandi kirkjutónlist.

"Að fara í kirkju er engin skemmtun", vei þeim sem reynir að sannfæra mig um annað, vegna þess að hans er blekkingin, Ríkið og bjórinn að eilífu amen.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.