Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðdómlega rökvillan

Guðdómlega rökvillan eða rökfærslan útfrá skilningsleysi er tegund röksemdafærslu sem er eitthvað í þessa áttina: Ég skil þetta ekki, því hlýtur Guð að hafa gert það. Þetta er stórkostlegt; þar af leiðir, Guð framkvæmdi þetta. Mér dettur engin önnur skýring í hug, þar af leiðir, Guð olli þessu. Þetta er bara of skrítið, því stendur Guð á bak við þetta.

Þessi rökvilla kemur stundum fram í þessari mynd: Ég skil þetta ekki, því hljóta geimverur að hafa gert þetta. Þetta er stórkostlegt; þar af leiðir, geimverur gerðu þetta. Mér dettur engin önnur skýring í hug; þar af leiðir, geimverur gerður þetta. Þetta er bara of skrítið þannig að geimverur eru á bak við þetta.

Önnur útgáfa rökvillunnar hljómar eitthvað í þessa áttina: Ég skil þetta ekki, því hljóta hér að vera dulræn öfl að verki. Þetta er stórkostlegt; þar af leiðir, dulrænir kraftar ollu þessu. Mér dettur engin önnur skýring í hug; þar af leiðir, þetta er afleiðing dulrænna afla. Þetta er bara of skrítið þannig að dulrænir kraftar eru hér að verki.

Skeptic's Dictionary - the divine fallacy (argument from incredulity)

Ítarefni * Bad Moves: Arguments from incredulity eftir Julian Baggini

Matthías Ásgeirsson 13.04.2004
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin , Rökvillur )

Viðbrögð


andri88 - 16/04/04 13:26 #

Mikil er mannsins heimska

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.