Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fyrirbæri hundraðasta apans

Fyrirbæri hundraðasta apans tekur til skyndilegs, ósjálfráðs og dularfulls hugsanaflutnings sem á að eiga sér stað þegar tilteknum fjölda hugsenda er náð. Hugtakið “hundraðasti apinn” er dregið af tilraun sem gerð var laust eftir miðja 20. öld. Lyall Watson heldur því fram í bók sinni Lifetide að einn api hafi kennt öðrum að skola kartöflur og hann svo kennt enn öðrum. Og áður en varði voru allir aparnir á eyjunni farnir að skola kartöflurnar sínar þótt enginn þeirra haf gert það fyrr. Þegar hundraðasti apinn hafði lært að skola kartöflurnar sínar bar svo við að allt í einu, án sjáanlegra ástæðna og með dularfullum hætti voru apar á öðrum eyjum, sem engin tengsl höfðu við þá skolglöðu, farnir að skola kartöflur sínar! Var þetta apahugsanaflutningur, eða einungis apagangur í Watson?

Þetta hljómar allt voða sætt, en ekki er þetta satt. Að minnsta kosti ekki sá hluti sem tekur til ósjálfráðrar útbreiðslu menningarástands án nokkurra tengsla. Í raun voru allmargir apar sem skoluðu kartöflurnar sínar. Einn api hóf þessa iðju og fljótlega byrjuðu aðrir að gera slíkt hið sama. En jafnvel að sex árum liðnum voru ekki allir aparnir búnir að sjá hagnýti þess skola drullu af jarðeplunum sínum með því að dýfa þeim í sjó. Lyall skáldaði upp þennan dularfulla flutning. Fullyrðingin um að apar á öðrum eyjum hafi náð nýjum hæðum í kartöfluskolunarsiðvenjum var helber lygi.

Margir nýaldarfrömuðir halda á lofti þeirri hugmynd að ný vitund vakni þegar ákveðnum fjölda einstaklinga er náð. Ken Keyes, Jr. gaf út bók á Netinu þar sem því er lýst yfir að endirinn vofi yfir okkur með ómældum hörmunugum í kjarnorkubáli, ef við ekki náum að samstilla hugi heimsbyggðarinnar. Ritgerð hans heitir Hundraðasti apinn. Þar má finna hluti á borð við þetta: “Á ákveðnum tímapunkti, þegar aðeins einn hugur í viðbót stillir sig inn á nýja vitund eykst tiltekið orkusvið með þeim afleiðingum að allir þeir sem eftir eru ná innstillingu.”

Það virðist í það minnsta gilda um útbreiðslu orðrómsins um fyirbæri hundraðasta apans.

Skeptic's Dictionary - the hundredth monkey phenomenon

Birgir Baldursson 30.03.2004
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin )

Viðbrögð


ódó - 30/03/04 09:19 #

Bíddu! Er eitthvað að því að skola kartöflur?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/03/04 12:02 #

Hvar nákvæmlega í greininni sérðu fullyrðingu þess efnis?


Úlfurinn - 30/03/04 12:29 #

Ef þessi kartöflukenning stenst,þá er kristniboð óþarft.Það hljóta nógu margir að vera kristnir til að hún breiðist út af eigin orku.


Satan - 31/03/04 21:58 #

Nei Úlfur, sjáðu til kenningin um hundraðasta apann fjallar um eitthvað nytsamlegt sem gagnaðist öpunum, trúlega í formi betri meltingar. Vit-leysu og hræsni boðskapur gegnir öðrum lögmálum. Til að viðhalda vit-leysu þarf þaulskipulagt peninga og valdabatterí sem nærist á meðalsnotrum almúganum, stundum svolítið af pyntingum og þjóðarmorðum.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 31/03/04 23:27 #

Fyrir utan það að niðurstaðan í greininni er sú að þessi sjálfvirka dreifing er bull.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.