Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

"Holland, ég sé Holland!"

Jæja gott fólk. Nú er löngu orðið ljóst að líkið í höfninni á Norðfirði var af manni frá Litháen og dópið í iðrum hans líka. Allt tengist þetta víst litháensku og rússnesku mafíunni, sem sögð er hafa stækkandi ítök hérlendis.

Allt þetta hefði miðillinn, sem lét sig hafa það að koma fram í DV skömmu eftir líkfundinn, átt að geta sagt okkur. En kerlingin sú sá ekki ástæðu til þessi heldur tönnlaðist sífellt á orðinu Holland.

Sjáið þið ekki hvaða tækni hún beitti? Þegar lögreglan var búin að gefa það upp að líkið gæti verið af suðrænum Evrópumanni, fannst henni skynsamlegast að nefna Holland í krafti þess að þetta hlyti að tengjast fíkniefnum. Útstungið lík sem hent hefur verið í sjóinn ber með sér að eitthvað hefur verið í nösum þeirra sem gengu þannig frá því. Og Holland er mikil dópmiðstöð í miðri Evrópu.

Man einhver lengur hvað þessi kona heitir? Nei. En ef Vaidas hefði verið Hollendingur? Myndi þá ekki nafn hennar útbía alla fjölmiðla og hún í rífandi góðum tekjum að segja trúgjörnum unglingsstelpum að þær eigi ferðalag fyrir höndum?

Nei, þessi miðill fann ekkert á sér í tengslum við þetta mál, ekki frekar en Þórhallur miðill fann á sér nokkurt snjóflóð þegar hann "skemmti" á Flateyri forðum og töfraði fram ömmur heimamanna sem svo báðu þá um að fara vel með bakið á sér.

Miðilsgáfan er bull. Miðlar eru annað hvort lygarar eða með hausinn fullan af ranghugmyndum. Af hverju í ósköpunum hefur þetta fólk óheftan aðgang að fjölmiðlum til að auglýsa kuklið sitt?

Birgir Baldursson 26.03.2004
Flokkað undir: ( Nýöld )

Viðbrögð


Úlfurinn - 26/03/04 10:20 #

Þetta er það sem gengur í fólkið,það vill lifa í blekkingunni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/03/04 11:18 #

Finnst mönnum heimurinn almennt svo ómerkilegur að þeir kjósi frekar að lifa í upploginni útgáfu af honum? Ég neita að trúa því. Það er eitthvað annað sem þarna veldur.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 26/03/04 12:49 #

Þetta hefur að einhverju leyti með það að gera hvernig mannshugurinn virkar. Þetta sáum við ljóslifandi á síðum þessa vefs ekki fyrir löngu. Þá var hér ung stúlka (kona?) sem sagðist vita að það væri meira í heimi hér heldur en við teldum okkur vita. Vísaði hún meðal annars á það sem sönnun að hana hefði dreymt lát Díönu prinsessu. Það sem þessi stúlka áttaði sig ekki á var hvað hana dreymir marga drauma á ári -- og að yfirgnæfandi mikill meirihluti þeirra rætast ekki.

Þessi draumur stóð upp úr hjá henni, en þetta var að sjálfsögðu tilviljun. Ég benti henni á þetta, spurði hversu oft hana hefði dreymt hluti sem hefðu ekki ræst, en við það hætti hún að svara. Ég vona að þetta hafi verið hugsanapása, að mér hafi tekist að fá hana til að hugsa um þetta frá öðru sjónarhorni. Líklegra þykir mér þó að hún hafi gefist upp á mér, þykkhausa vantrúarseggnum.


Bjoddn - 26/03/04 14:43 #

Ég gef nú lítið fyrir svona drauma og draumráðningardæmi. Ef mig dreymir t.d. haug af skít, þá fletti ég upp orðinu skítur. Ef það táknar eitthvað sem ekki hentar mér, þá fletti ég upp orðinu haugur. Ef það hentar mér betur, þá held ég mig við það og tala um að mig hafi dreymt haug og það tákni eitthvað voðagott.

Ef það gerist síðan að ég dett í drullupoll, þá mundi ég segja : "jahh... mig dreymdi skít um daginn og nú er ég skítugur þannig að mig dreymdi fyrir þessu óhappi".

Varðandi þennan prinsessudauða, þá held ég að hefði prinsessan af Mónakó dáið eftir að hafa fallið af hestbaki, þá hefði örugglega einhver geta túlkað það svo að hann/hana hefði dreymt fyrir þessu. Málið er bara að þarna er verið að upphefja sjálfan sig. Fólk vill vera þáttakendur í fréttaviðburðum, það vill vita meira en aðrir, það vill hafa eiginleika sem aðrir hafa ekki, það vill vera sérstakt þó svo að það sé það ekki neitt, það vill einfaldlega vera merkilegra en það er.

Það dreymir enginn fyrir neinu. Menn túlka ruglið sem þá dreymir á þann veg að það tengist einhvernvegin líðandi stund og menn bæta inn í þokukenndar minningar af draumum svo þeir geti sagt : "sjáiði hvað ég er merkilegur".


Úlfurinn - 26/03/04 14:47 #

Þið verðið að gá að því,góðir drengir,að blekkingaiðnaðurinn veltir rosalegum fjármunum.Það er því aðeins mögulegt að fólkið trúi dellunni.Við vantrúaðir erum allt of fáir,því miður.


Bjoddn - 26/03/04 14:57 #

Talandi um dellur og fjármuni... Kannski ætti þessi síða að hafa svona flokk þar sem hún rekur tískufyrirbrigðin í gegnum tíðina. Nú er ég ekki sérstaklega fróður um slíkt en ég man eftir armböndum með tveimur kúlum sem áttu að gera allt gott, einhverjum litlum trjám úr málmi og steinum sem áttu að gera lífið betra, svepp sem læknaði alla kvilla og þannig. Er ekki eitthvað sem kallast Feng Sjúí svo móðins í dag?

Hafði slíkt ekki eitthvað að gera með orku og árur og þvíumlíkt? Fyrst þetta virkaði svona vel, hví er fólk þá hætt að nota þessa hluti? Var kannski einhver svona "best fyrir" dagsetning á yfirnáttúrunni?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 26/03/04 16:40 #

Það gæti verið mjög áhugaverður listi, en því miður ótæmandi. Það eru svo óteljandi yfirnáttúruhlutir sem hafa verið búnir til í gegnum tíðina til að blekkja saklaust fólk að það er komið heilan hring í fyndninni. Fyrsti hluturinn var fyndinn, svo þegar var kominn heill bílfarmur þá var þetta eiginlega ekki fyndið lengur, en svo þegar bílalestin ætlaði aldrei að enda, þá fór það eiginlega að vera fyndið aftur (think Spaceballs).

Og ekki krapp af þessu virkaði, amk ekki undir þeim formerkjum sem það átti að virka. Ættu ekki að vera einhver alvöru neytendalög til að verja okkur gagnvart svona hlutum? (því ekki er alltaf jafn augljóst hvað virkar og hvað ekki).

James Randi (www.randi.org) vill hafa þetta þannig að alls ekki banna svona bábiljur, miðla og yfirnáttúruhluti allskyns, heldur koma þessu stjórn á þetta. Að þú fáir leyfi til að stunda þína starfsemi, bara að gjöra svo vel að sýna fram á að sú vara eða þjónusta sem þú ert að bjóða sé raunveruleg, að þú getir deliverað það sem þú ert að bjóða. Ég væri alveg til í það hér.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 26/03/04 23:43 #

jogus, Jamm, mér var einmitt hugsað til þessa þegar ég heyrði einhver krapparasamtök auglýsa í útvarpinu um daginn: "Pantið tíma, fjöldi hæfileikaríkra spámiðla.....bla,bla.."

Fór að hugsa að hér eru brotin auglýsinga/neytendalög. Spámiðill er væntanlega sá sem spáir um atburði í framtíðinni. Hæfileikalítill spámiðill er sá sem sjaldan hittir naglann á höfuðið, spámiðill með hæfileika hittir oft naglann á höfuðið en hæfileikaríkur spámiðill hlýtur nánast alltaf að spá rétt. Right? Ef maður myndi krefja þá í nafni auglýsingalaga að sýna fram á réttmæti fullyrðingarinnar með því að pródusera spádóm sem sýndi ríka hæfileika þá myndi það augljóslega ekki takast og því eru svona auglýsingar auðvitað ólöglegar. Rant over.

93


Úlfurinn - 27/03/04 11:13 #

Talandi um dellu.Ég lenti í því skömmu eftir jól að vera viðstaddur skírn á saklausu barni.Þetta fór fram í svokallaðri kvennakirkju.Leiðindin voru slík að jafnaðist á við pyntingar sem eru notaðar í Guantanamo.Að þurfa að hlusta á það aftur og aftur að "á jólum fæddist hún Jesúa,dóttir hennar Guðs".Líffræðin vefst ekki fyrir þessu fólki.Ef ég væri kristinn mundi ég kalla þetta guðlast.Vegna skyldleika við barnið varð ég að sitja undir þessu kjaftæði,en þvílíkt.


Úlfurinn - 29/03/04 14:37 #

Ég hélt að Feng Sjúí væri svona kínverskur núðluréttu


Bjoddn - 29/03/04 20:36 #

Nú getur vel verið að nafnið sé dregið af kínverskum núðlurétti, ég veit ekkert um það. En það Feng Sjúí sem ég er að tala um er svona lífsstílsdæmi eitthvað. Þú borgar smá pening til að láta segja þér að sofa með hausinn í norður og svona. Hér á landi getur þú fengið klukkutíma kennslu í þessum fræðum á 15.000 krónur. Svo getur þú keypt þér allskonar orkudót á 1500 - 3000 krónur stykkið. Það er t.d. rosalega gott að hafa styttur af fílum og svona í herberginu þínu ef þú hefur átt í erfiðleikum með að eignast börn... það segir sig sjálft bara :)

http://www.hugform.is/hugform16.html http://www.hugform.is/hugform5.html

Mér skilst að þar sem ár apans sé núna, þá sé nauðsynlegt fyrir þá sem þegar hafa keypt fyrirlesturinn og fílinn að fá sér sex arma hola vindhörpu og 6 kínverska peninga af því að stjarnarn Yellow5 er nú staðsett í miðjunni og Veikindastjarnan 2 er nú í suð-vestri.

Þetta meikar svo mikinn sens...bjakk


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 29/03/04 23:54 #

"Hvað er þetta?" "Þetta? Eee.. bíddu, þetta er BLUMBA." "?" "Færist 77 hálfhringi í norðaustur þar sem hún dregur lóðlínu hornrétta blabla..."


Úlfurinn - 30/03/04 12:32 #

Ég held samt að núðlur séu betri

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.