Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Rökræðuguðsþjónustur

Nú nýlega þreif prestur nokkur í fermingardreng sem staddur var í guðsþjónustu hjá honum og veitti honum marbletti. Fannst hann greinilega ekki fá nægilegt hljóð við predikun sína. En er slíkt hljóð æskilegt?

Eru það ekki leifar fasísks fyrirkomulags að áheyrendur í messum kirkjunnar skuli ekki hafa leyfi til að debatera við prestinn? Er ekki kominn tími til að breyta því?

Við getum gengið út frá því að mikið af því sem sagt er í predikun prestanna standist ekki nánari rýni. Enda eru þeir fyrst og fremst að tala til hjarðar sinnar, sem vitað er fyrirfram að er sammála trúarsetningunum. Í krafti þess að fá engin mótmæli geta þeir svo úthúðað trúlausum og alið á fordómum gegn hverju því sem verða vill.

Prestar eru sjálfskipað átorítet.

Yrðu ekki þessar kirkjusamkundur miklu áhugaverðari ef mönnum væri gert kleift að viðra skoðanir sínar á orðum prestsins? Myndi slík guðsþjónusta ekki endurspegla lýðræði það sem ríkir í samfélaginu í stað þess að vera sá steingervingur einveldis sem hún er?

Kæru prestar! Það er full þörf á því að skeggrætt sé um siðferði og heimsmynd samfélagsins. Þið hafið vettvanginn, allar þessar kirkjur sem þið sjálfir lítið á sem siðfræðistofnanir. Nýtum þær sem slíkar. Breytum Guðsþjónustum í hugþjónustur!

Birgir Baldursson 24.03.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Úlfurinn - 24/03/04 12:18 #

Kirkjan þolir ekki gagnrýna umræðu,þá fellur hún um sjálfa sig.


Daníel - 24/03/04 16:54 #

Þetta er kannski frekar spurning um skvaldur, hávaða, kjaftagang o.s.frv. frekar en gagnrýna umræðu í þessu tilfelli. Sýnir bara hvað fermingarbörnin taka þetta alvarlega að þau geta ekki einu sinni haldið kjafti rétt á meðan á messunni stendur. Svo er það orðið eitthvað skrýtið samfélag þar sem börn rjúka beint í pabba og mömmu og þau í fjölmiðla eða álíka þegar börnin eru skömmuð. Þeim væri þá nær að skammast sín og læra eitthvað af þessu (sem þau gera auðvitað ekki þegar foreldrar grafa undan skömmunum undir eins). Nokkrir marblettir eru ekki hátt gjald fyrir að læra að haga sér á viðeigandi hátt! (P.S. ritari er trúleysingi)


Jón Ómar - 24/03/04 18:10 #

Sælir,

ég tek undir með Daníel. Það er óþolandi hvernig sumir foreldrar ala börn sín með því hugarfari að þau megi rífa kjaft við fullorðið fólk. Hins vegar tel ég að þetta sé frekar undantekning, flest fermingarbörn sem ég þekki nálgast frermingarundirbúningin af virðingu. En það þarf víst bara einn til að skemma út frá sér.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/03/04 19:15 #

"Þetta er kannski frekar spurning um skvaldur, hávaða, kjaftagang o.s.frv. frekar en gagnrýna umræðu í þessu tilfelli."

Veit allt um það. Þetta atvik varð mér hins vegar tilefni til hugleiðinga um þagnarregluna þarna innan kirkjudyranna og þetta eintal prestsins sem aldrei þarf að mæta nokkurri áskorun.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/03/04 19:18 #

Hvernig líst mönnum t.d. á það að prestarnir bæti við sig dálítilli vinnu og flytji predikun dagsins aftur að kveldi, en nú með þeim formerkjum að ræða megi innihald hennar? Yrði það ekki þeim sjálfum hvatning til að vanda betur til verka og okkur trúleysingjum áskorun að fara að stunda kirkju?


Daníel - 24/03/04 20:36 #

Þetta með að rökræða predikunina er út af fyrir sig stórgóð hugmynd. Hins vegar gæti ég trúað því að tækifæri til þess finnist nú þegar. Eitt sinn vann ég í liðveislu við fatlaðan mann sem var ákaflega trúaður og sótti því kirkju með hann á hverjum sunnudegi í heilan vetur. Á eftir messunni var alltaf boðið í kaffi í safnaðarheimilinu (kannski ekki boðið, þetta var einhver fjáröflun held ég) og þar spásseraði presturinn um og ræddi við fólk. Þá hefur væntalega verið hægt að ræða predikunina við hann. Hins vegar ætti náttúrulega að hafa svona opnar umræður í hverri messu, þar sem presturinn leggur inn umræðuefni með predikun og söfnuðurinn fær svo tækifæri til að tjá sig um málið. Það gæti líka laðað fleiri en gamalmenni og trúarnöttara í kirkjuna. Jafnvel trúlaust fólk með ákveðnar skoðanir ef umræðuefnin eru kynnt fyrirfram?


Úlfurinn - 25/03/04 09:51 #

Er siðferðilega rétt af okkur trúleysingjum að reyna að útbreiða trúleysi?Er það okkar hlutverk að bjarga öðrum frá heimskunni?


Skúli - 25/03/04 10:34 #

Þetta var nú einhvern tíma gert hér á Ísafirði. "Presturinn tekinn á beinið" var yfirskriftin. :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/03/04 10:35 #

Ég er sannfærður um að siðferðilega sé rétt að benda á að boðun trúarbragða er röng, ekki síst á þeim forsendum að okkur trúleysingjum er öðrum mönnum ljósara hve forheimskandi og hættuleg þau eru.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/03/04 10:37 #

Presturinn tekinn á beinið! Frábært. Varð þetta ekki öllum til fræðslu og uppljómunar, prestinum jafnt sem hinum?


Skúli - 25/03/04 12:46 #

Nei, menn kunnu þessu hálfilla. ;)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/03/04 13:16 #

Nú hvaða hvaða.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.