Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um góðu verkin hans Lúthers II: Sífelld heiðrun

Eftir að hafa fjallað um fyrsta boðorðið snýr Lúther sér að því næsta:

"að vér eigum að heiðra nafn Guðs og nota það ekki að óþörfu, en það getur ekki orðið án trúarinnar, eins og öll önnur verk. En sé það gjört án hennar, er það ekki annað en hræsni og yfirskin." (20)

Guðlast er í eðli sínu brot á öðru boðorðinu en Lúther segir að ef trú er ekki til staðar sé það hræsni að fylgja þessu boðorði, trúleysingjar eiga því að tala um Guð eins og þeim sýnist. Þetta er áhugaverð pæling í samhengi við íslensk lög sem banna guðlast, lögin krefjast þess að trúleysingjar gerist hræsnarar á meðan Lúther hvetur trúleysingja til hins gagnstæða.

En Lúther hefur meira að segja um þetta boðorð:

"Þótt þú nú værir algjörlega iðjulaus, hefðir þú ekki aðeins nóg með að starfa við þetta boðorð, að blessa nafn Guðs án afláts, syngja, lofa og vegsama." (21)

Þetta er töluvert meiri trúrækni en hinn almenni Íslendingur gæti staðið undir, þetta yrði líka með eindæmum leiðinlegt líf. Reyndar er ekki nóg með að menn eigi að einbeita sér að því að blessa nafn Guðs á Jörðu:

"Hvað er gjört á himni annað en verk þessa annars boðorðs" (21)

Hefur Himnaríki einhvern tímann hljómað jafn óaðlaðandi? Þar mun tilveran snúast um að vegsama þennan Guð sem virðist hrífast af höfðingjasleikjum.

Lúther segir líka að það sé ekki nóg að ákalla Guð þegar illa gangi heldur verði að muna eftir honum þegar allt gengur vel:


"Þess vegna lét Guð marga af óvinum hans verða eftir og vildi ekki reka þá á brott, til þess að þeir hefðu ekki frið og yrðu að temja sér að halda boðorð Guðs," (26)

Þessi indæli Guð hans Lúthers tekur semsagt að sér að gera líf þeirra sem gleyma honum verra til þess að þeir komi skríðandi aftur til hans.

Þetta svokallaða góða verk, það að ákalla Guð í sífellu, er lukkulega fjarlægt flestöllum Íslendingum (jafnvel þó þeir kalli sig kristna). Flestir hafa nú eitthvað betra við tíma sinn að gera heldur en að ákalla Guð, til dæmis að horfa á sjónvarp eða hanga á Netinu.

Um góðu verkin var þýdd af Magnúsi Runólfssyni og gefin út árið 1974 af Kristilega Stúdentafélaginu.

Óli Gneisti Sóleyjarson 10.03.2004
Flokkað undir: ( Lúther , Siðferði og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?