Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Andstaðan við allt gott

Trúarbrögð eru í eðli sínu í andstöðu við allt það sem ég ber virðingu fyrir - hugrekki, skarpa hugsun, heiðarleika, sanngirni og ekki síst ástina á sannleikanum.

Henry Louis Mencken

Ritstjórn 26.02.2004
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Felix - 26/02/04 22:49 #

vantru.is halló!!! Mér finnst í alvöru ekki alveg heilbrigt að velta sér SVONA mikið uppúr einhverju sem maður trúir ekki á!

Þið eruð skrítnari en einhver sértrúarsöfnuður.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/02/04 02:55 #

Það eitt að vera skrýtinn er aldrei slæmt. Ég efast ekki um að þú hafir þér einhver áhugamál sem okkur finnst afskaplega undarleg.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/02/04 03:07 #

Þetta er bara áhugamál eins og öll önnur slík. Reyndar fegurri en flest önnur að því leyti að hér láta menn sig heill og hamingju samborgara sinna varða. Allir hljóta heilabú í vöggugjöf og við bendum fólki á að nota sitt eintak á eigin forsendum.


Felix - 27/02/04 10:45 #

Sumir myndu nú kalla þetta þráhyggju, eða eitthvað álíka.

Ég trúi ekki á guð en mér er slétt sama hvort annað fólk trúir. Eiginlega er ég feginn að allar þessar milljónir múslíma séu trúir sínum guði. Nógu klikkað er þetta fólk edrú svo það sé ekki drekkandi öl. En það er einmitt bannað samkvæmt trúarbragði þeirra.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/02/04 11:18 #

Upphafning sinnuleysis

Við á Vantrú höfum rökstudda sannfæringu og við fylgjum henni eftir. Það er hið besta mál að fólk sé ekki sammála þessari sannfæringu, öllum er velkomið að setja inn athugasemdir og tjá skoðanir sínar. En í Gvuðanna bænum, ekki verja sinnuleysið. Það er löstur að láta sér standa á sama - það sjá allir ef þeir líta í eigin barm og velta fyrir sér hvort það sé ekki eitthvað sem þeim finnst mikilvægt en öðrum ekki.

Bjoddn - 27/02/04 12:02 #

Ég mundi varla kalla vantru.is sértrúarsöfnuð. Hér eru engar hefðir, hér eru engin gjöld, frjáls framlög eða neitt þvíumlíkt. Hér eru hinsvegar menn sem eiga það sameiginlegt að trúa ekki á guð en hafa gaman af trúmálum og að skrifa um þau. Um annað eru menn ekki endilega sammála. Viljir þú tala um sértrúarsöfnuð trúlausra, þá mundi ég frekar tala um Siðmennt en Vantrú. Þar eru menn þó að innheimta gjöld, búa sér til hefðir eins og Kontantínópel gerði er hann auglýsti upp kristna trú. Þú ættir að skella þér á Ölver og segja við púlarana að þeir séu bilaðir að hafa áhuga á því að horfa á menn sparka í bolta. Sussumsvei, sumir þeirra eyða meira að segja fé í að fara á Old Trafford eða hvaðettanúheitir alltsaman :)

Ég hef áhuga á sértrúarsöfnuðum. Mér finnst gaman að skoða söguna því það er í raun hið besta skemmtiefni þar sem rangtúlkanir, sögubreytingar, breytingar á trúnni eftir því hvað hentar hverju sinni og þvíumlíkt er eitthvað sem heillar mig. Ég get ekki skilið hvað fær svona söfnuði til að tikka og hvers vegna fólk vill vera meðlimir í þeim. Kannski gerir það mig ruglaðan en þá engu meira en manninn sem lærir segjum sögu eða trúarbragðafræði. Nú eða þá manninn sem fylgist með formúlunni.

Ég hef líka gaman af að lesa um skoðanir trúaðra og þá sérstaklega kristinna því að í mínum huga er kristin trú sjálfselskutrú því allt snýst um hvað elsku ég fái út úr því að trúa. Gefðu og þú færð tífalt til baka, gerðu eins og ég segi og þú færð eilífa sælu að launum, gerðu blabb og þú færð blobb. Allt sem ég geri er gott því það er í guðs nafni og ég er betri en þú. Ég skal biðja fyrir þér og láta menn vita af því svona eins og farísei. Æl.

Þegar ég horfi á sértrúarsöfnuði, þá sé ég hrægamm sem bíður eftir því að einhver nái botninum til að geta nýtt sér ástand hans, frelsað hann í jesú nafni og halað úr honum smá gróða. Í mínum huga er trú vondur hlutur sem notaður er til að stjórna fólki, hafa af því fé, búa til stéttaskiptingu og er græðgin notuð sem agn og óttinn sem hald. Mér finnst það bara ekki fallegt og gott og ég er leiður á því að hlusta á hvað hið kristna siðferði er voðalega gott því þó svo að ég sé trúlaus, þá er ég bara helvíti næs gæ.

Eins og þú, þá er mér nokk sama þó svo að fólk trúi svo lengi sem það skaðar mig ekki, það er hinsvegar ljótt að troða trúnni upp á börn, ala þau upp í trú því það er heilaþvottur. Leyfum þeim að vera börn og velja svo þegar þau hafa aldur til. Hættum að boða kristna trú í skólum, kennum frekar söguna af kristinni trú og leyfum síðan fólki að velja. Ég er nokk viss um að trúin er ekki sterkari í fólki en það, að ef enginn heilaþvottur er og engin eru verðlaunin, þá drepst hún á svona korteri. Segðu barninu þínu að það geti alveg fermst ef það vill, en það gerir það þá bara fyrir trúna og gjafir verða engar og sjá, halta sellan í vinstra hveli segir mér að 2% líkur séu á því að það haldi áfram og fermist.

Ég um mig frá mér til mín er aðalsmerki kristninnar. Heiladautt sólheimaglott manns sem barði sína fjölskyldu í hakk árum saman en er nú orðinn betri en ég því allt í einu frelsaðist hann, er með meiri viðbjóðum sem ég veit um. Sú hugmyndafræði sem segir að mamma gamla, sem alltaf er voðalega almennileg eigi skilið að rotna í helvíti á meðan drykkjubolti og níðingur til margra ára fái eilífa sæluvist því hann uppfyllti réttu skilyrðin er vond hugmyndafræði.

Orðin eru rituð, þau eru góð og munu halda um aldir alda, að eilífu, amen.


Ljósberi - 01/03/04 20:43 #

Vil byrja á að óska ykkur til hamingju með þessa síðu. Fólk sem er tilbúið að standa með og verja sannfæringu sína á opinberum vettvangi,þrátt fyrir að skoðanir þess séu hugsanlega umdeildar, er fólk að mínu skapi. Nokkrar athugasemdir samt: Eruð þið að mæla gegn trúarbrögðum, einhverjum sérstökum trúarbrögðum, eða því að manneskja trúi. Virðist nokkuð óljóst. Í mínum huga er annarsvegar eins og þið bendið á margt skrýtið í kýrhausnum þegar kemur að trúarbrögðum, en margt það fegursta og öflugasta sem maðurinn hefur komið nálægt er tengt trú. Ég hef heyrt því fleygt að einn penna á þessari síðu sé í liði MR inga í séð og heyrt. Hvaða áhrif teljið þið að það hefði á frammistöðu hans ef hann trúir ekki að hann geti unnið þá keppni..


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/03/04 21:26 #

"Eruð þið að mæla gegn trúarbrögðum, einhverjum sérstökum trúarbrögðum, eða því að manneskja trúi. Virðist nokkuð óljóst."

Við gerum skýran greinarmun á trú og trúarbrögðum. En við vitum líka að þetta tvennt er algerlega samtvinnað. Ef við lítum á trúna sem hugarvírus þá eru trúarbrögðin sjúkdómseinkennin og boðunin smitleiðin. Af hverju ættum við að ráðast á sjúkdómseinkennin og smitleiðina en ekki snerta við sjálfum sjúkdómnum?

"Hvaða áhrif teljið þið að það hefði á frammistöðu hans ef hann trúir ekki að hann geti unnið þá keppni."

Sú trú hans á það að hann geti unnið er ekki vítalísk, heldur bara mat á möguleikum. Á þessum vef erum við ekkert að fjalla um möguleikann á því að menn geti metið slíka hluti rétt, heldur um trú í merkingunni yfirnáttúruhyggja

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.