Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hverjum er um að kenna?

Við hljótum að spyrja okkur að því hve rökrétt það er að gera ráð fyrir að alvitur og almáttugur guð hafi skapað gallaðar manneskjur og kenni þeim svo um eigin mistök.

Gene Roddenberry

Ritstjórn 12.02.2004
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


goggi - 16/02/04 14:18 #

Guð skapaði ekki gallaðar manneskjur... Hann gaf okkur val. hann gaf þér og mér val til þess að fylgja honum eða ekki. Og þið vantrúaða fólk ættuð að kynna ykkur Biblíuna áður en þið byrjið að leggja ykkur slík orð til munns...


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 14:44 #

goggi, við lesum Biblíuna afskaplega oft (ég fletti upp í henni allavega vikulega), margir í félaginu misstu einmitt trúnna af því að lesa Biblíuna.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 16:02 #

Ég tek undir með Óla, hvernig er eiginlega hægt að lesa Biblíuna og trúa? Ég get frekar skilið trúaða ef þeir hafa bara heyrt guðsorðið frá prestum eða foreldrum, sem segja að sjálfsögðu bara hálfa söguna.


Bjoddn - 16/02/04 16:05 #

Gallaðar og ekki gallaðar... ertu ekki sammála því að hann hafi haft fyrir því að leggja erfðasynd á alla fyrir glæp sem Adam framdi fyrir 6000 árum? Glæp sem fólst aðallega í því að vilja skilja lífið og tilveruna betur... þ.e. að nota á sér kollinn.


Ég - 22/02/04 21:43 #

"goggi, við lesum Biblíuna afskaplega oft (ég fletti upp í henni allavega vikulega), margir í félaginu misstu einmitt trúnna af því að lesa Biblíuna."

þú ættir þá kannski að fletta enn oftar upp í Biblíunni eða reyna að opna huga þinn örlítið... þeir sem missa trú við Lestur Biblíunnar eru að túlka Guðs orð eins og þeir virkilega vilja... ekki vegna þess að orð hans eru ósönn eða villandi...

!Ég tek undir með Óla, hvernig er eiginlega hægt að lesa Biblíuna og trúa? Ég get frekar skilið trúaða ef þeir hafa bara heyrt guðsorðið frá prestum eða foreldrum, sem segja að sjálfsögðu bara hálfa söguna."

ég efast um að foreldrar og prestar trúi á Guð ef þeim finnst þeir knúnir til þess að segja aðeins hálfan SANNLEIKANN... ég endurtek að þeir sem lesa Biblíuna og túlka hana þannig að þetta sé eintóm lygi og vitleysa þá er viðkomandi að túlka hana á sinn hátt og er ekki opin fyrir neinu öðru en að rakka niður kristna trú..


Bjoddn - 23/02/04 10:58 #

Það þarf svosem enga sérstaka túlkun til að sjá að varla geta menn unnið hernaðarsigra 10 árum eftir dauða sinn, að í eitt skipti segir guð mönnum að telja en á öðrum er það skrattinn, að menn eigi að taka sjö og sjö af hreinum dýrum en taka síðan tvö og tvö eins og guð hafði boðað o.s.frv... Þetta er bara vitleysa.

Fólk sem les biblíuna sjálft og án þess að segja sér í upphafi hvað í henni stendur kemur ekki til með að verða trúað af lestrinum. En það eru ekki margir sem gera slíkt. Ég er nokkuð viss um að flestir þeir sem lesa biblíuna gera það eftir að þeir eru búnir að ákveða hvaða boðskap hún beri. Menn trúa fyrst og finna síðan sannanir með því að túlka þetta og hitt sér í hag.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.