Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Maðurinn er fullkomnari en Guð

Hver er eiginlega lógíkin á bak við það að efnisverur á borð við menn þurfi að vera skapaðar af öðrum verum, en andaverur eins og guðir geti orðið til úr engu?

Rök trúaðra eru í það minnsta þau að veröldin okkar sé of fögur og of fullkomin til að hafa getað orðið til án íhlutunar vitræns hönnuðar. Sé þetta raunin má með einföldum rökum halda því fram að efnisheimur á borð við þann sem við þekkjum sé fullkomnari en yfirnáttúran þar sem guðir hafast við. Hún var í það minnsta ekki sköpuð af neinum.

Sama gildir um manninn. Þessi efnisvera sem maðurinn er þarf að eiga sér hönnuð, því ekkert svo fullkomið og frábært (hefur enginn bent trúmönnum á hvað þetta er hrokafullt?) getur hafa orðið til fyrir tilstuðlan blindra náttúrulögmála.

Í ríki yfirnáttúrunnar á ekkert sér hönnuð. Guð varð til af sjálfu sér og yfirnáttúran þá líka, því engin er vera án umhverfis. Og það hlýtur að leiða okkur að þeirri niðurstöðu að ef maðurinn er svo frábær og flottur að hann þurfi hönnuð, en Guð þarf engan hönnuð, þá hlýtur maðurinn að vera fullkomnari vera en Guð!

Mjög rökrétt niðurstaða, enda er Guð hugarfóstur mannsins.

Birgir Baldursson 21.12.2003
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Gummi - 22/12/03 02:39 #

hárrétt

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.