Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kann alvitur guð ekki að telja?

Reiknilist í hinu óskeikula orði guðs.

Það eru mörg þúsund mótsagnir í hinu "óskeikula" orði, Biblíunni, og hluta þeirra virðist mega rekja til þess hve guð er ógurlega slappur í að telja. Stærðfræði var því greinilega ekki besta fag guðs þegar hann var í barnaskóla guðanna hér í árdaga. Kannski liggur rót vandans í því að guð er ekki með putta og kann því ekki að telja á puttunum? Nei, alveg rétt, við erum sköpuð í mynd guðs og því hlýtur hann að vera með tíu putta eins og við, hmmmm.

Lítum á örfá dæmi:

1. Tera var 70 ára þegar sonur hans Abram fæddist. Tera var 205 ára þegar hann dó (og þá var Abram 135 ára). Abram var 75 ára þegar hann fór frá Haran (það var eftir að Tera dó). Þannig getur Tera ekki hafa verið meira en 145 ára þegar hann dó og því var Abram greyið ekki nema 75 ára eftir að hafa þó lifað í 135 ár!! (1. Mós. 11:16, 11:32, 12:4 og Post. 7:4)

2. Það var 1 kona sem fyrst heimsótti gröfina. (Jóh. 20:1)
Það voru 2 konur sem fyrst heimsóttu gröfina. (Mat. 28:1)
Það voru 3 konur sem fyrst heimsóttu gröfina. (Mark. 16:1)
Það voru 5 konur sem fyrst heimsóttu gröfina. (Lúk. 23.55 - 24:1, 24:10)

3. Abraham átti tvo sonu, þá Íshmael og Ísak. (1. Mós. 16:15, 21:1-3, Gal. 4:22)
Abraham átti aðeins einn son. (Heb. 11:17)

4. 24.000 dóu í plágunni. (2. Mós 25:9)
23.000 dóu í plágunni. (1. Kór. 10:8)

5. Ísaí átti 8 syni. (1. Sam. 17:12)
Ísaí átti 7 syni. (1. Kró. 13-15)

6. Adam átti að deyja á þeim degi sem hann borðaði forboðna ávöxtinn. (1. Mós. 2:17)
Adam lifði í 930 ár. (1. Mós. 5:5)

7. Míkal, dóttir Sáls, var barnlaus til dauðadags. ("Therefore Michal the daughter of Saul had no child unto the day of her death" 2. Sam. 6:23 King James Version)
Míkal átti 5 syni. ("the five sons of Michal the daughter of Saul" 2. Sam. 21:8 King James Version)

8. Manntalið var 800 þús. í Ísrael og 500 þús. í Júda. (2. Sam.224:9)
Manntalið var 1,8 milljón í Ísrael og 470 þús. í Júda. (1. Kro. 21:5)

9. Davíð borgaði 50 sikla silfurs fyrir eign. (2. Sam. 24:24)
Davíð borgaði 600 sikla gulls fyrir eign. (1. Kron. 21:22-25)

10. Salómó var með 3,300 yfirfógeta. (1. Kon.5:16)
Salómó var með 3,600 yfirfógeta. (2. Kro.2:2)

11. Musterissúlurnar tvær voru 18 álna langar. (1. Kon.7:15-22)
Musterissúlurnar tvær voru 35 álna langar. (2. Kro.3:15-17)

12. Eirhafið tók 2000 bat. (1. Kon. 7:26)
Eirhafið tók 3000 bat. (2. Kro.4:5)

13. Til Ófír voru sóttar 420 gulltalentur. (1. Kon.9:28)
Til Ófír voru sóttar 450 gulltalentur. (2. Kro.8:18)

14. Basa dó á 26. ríkisári Asa Konungs. (1. Kon. 16:6-8)
Basa byggði borg á 36. ríkisári Asa Konungs! (2. Kro. 16:1)

15. Jesús reisti tvo upp frá dauðum. (Mat. 9:18-25, Jóh. 11:38-44)
Jesús var fyrsti maðurinn til að rísa upp frá dauðum. (Post. 26:23)

16. Ahasía var 22 ára gamall er hann varð konungur. (1. Kon. 8:25-26)
Ahasía var 42 ára gamall er hann varð konungur. (2. Kro.22:1)

17. Það voru 28 kynslóðir frá Davíð til Jesú. (Mat. 1:17)
Það voru 43 kynslóðir frá Davíð til Jesú. (Lúk. 3:23-38)

18. Strax eftir skírnina eyddi Jesús 40 dögum í eyðimörkinni. (Mat. 4:1-11, Mark. 1:12-13)
3 dögum eftir skírnina var Jesús í brúðkaupinu í Kananlandi. (Jóh. 2:1-11)

19. Á leið sinni til Jeríkó læknar Jesús 2 blinda menn. (Mat. 20:29-34)
Á leið sinni til Jeríkó læknar Jesús 1 blindan mann. (Mark. 10:46-52)

20. Það voru til mörg tungumál áður en Babelturninn var smíðaður. (1. Mós. 10:5, 20,31)
Það var bara eitt tungumál til áður en Babelturninn var smíðaður. (1. Mós.11:1)

21. Það var 1 engill við gröfina. (Mat. 28:2)
Það voru 2 englar við gröfina. (Jóh. 20:12)
Það var 1 maður við gröfina. (Mark. 16:5)
Það voru 2 menn við gröfina. (Lúk. 24:2-4)


Myndir þú kaupa notaðan bíl af guði fyrst bókhaldið hans er svona?

Aiwaz
93

Aiwaz 12.12.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Sizli - 20/12/03 19:53 #

Ég mun aldrei kaupa bíl af þessum manni :)


Kristján - 04/02/04 15:00 #

hver er þessi maður??


Hannes - 13/02/04 23:36 #

Ekki er tekin afstaða til tilvistar Guðs en hart er að hengja bakarann fyrir verk smiðsins, því hvergi hefur komið fram að "Guð" hafi ritað biblíuna sjálfur. Hins vegar var hún tekin saman og endurrituð á Nikeuþingi hinnar kaþólsku kirkju milli 5-600 e. Krist


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 14/02/04 01:36 #

Augljóslega veit Aiwaz af því hvernig Biblían var skrifuð. Spurningin er einfaldlega: Geturðu treyst einhverju úr bók sem er ekki einu sinni samkvæm sjálfri sér?


Snæugla - 22/02/04 19:36 #

Ég held nú reyndar að kristin trú byggist ekki mikið á útreikningum og stærðfræðivirkni svossem þannig að í raun er þetta irrelivant sem slíkt. En mig langar að bæta einni sögu við. Jesú sagði við gaurinn við hlið sér á Golgata að hann myndi hitta hann þann dag á himnum og skrapp svo þrjá daga til heljar. Spurning hvort Jesú hafi ekki verið frekar óáreiðanlegur samkvæmt þessu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/06/04 19:35 #

Nema Paradís sé í raun helvíti :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.