Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðstrúin er stærsta hégiljan

Í viðtali sem DV-Magasín tók við Karl Sigurbjörnsson biskup fyrir um ári segir biskupinn:

Sá sem snýr baki við guðstrú leitar sér gjarna uppbótar og verður upptekinn af alls konar hégilju. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að orðið trú er ekki samheiti við skoðanir. Trú er hins vegar samheiti við tryggð og traust. Það er það sem skilur á milli, að treysta á Guð og halda tryggð við hans orð þó maður efist um eitt og annað í glímunni við lífið. Þar eru alltaf átök.

Í huga hans er það semsagt deginum ljósara að trú á guð Biblíunnar og Jesú son hans flokkist ekki undir hégiljur, en trúleysi leiði aftur á móti til slíks. Þetta er í hæsta máta einkennilegum málflutningur, því þessu er alveg öfugt farið, eins og ég mun nú sýna fram á:

Trúleysi mitt og margra annarra felst ekki síst í að greina hégiljur frá sannleika og kasta þeim svo fyrir róða. Og fullyrðingin um hégiljuhátt trúarbragðanna, ekki síst kristninnar, hefur ótal sinnum verið rökstudd. Heilmargar bækur og greinar fara skilmerkilega ofan í saumana á þessu. En það virðist sama hve oft þessum rökstuðningi er haldið að mörgum hinna sanntrúuðu, alltaf skulu þeir halda áfram umræðunni rétt eins og enginn rökstuðningur hafi nokkurn tíma komið fram. Sé sönnunargögnunum sífellt stungið undir stól með þessum hætti, puttunum ætíð troðið sem allra dýpst inn í eyru, þá er ekki von til þess að hægt sé að komast eitthvert með umræðuna.

Verst er þó þegar trúlausir eru sakaðir um skort á málefnaleika þegar þeir setja fram rökstuddar fullyrðingar, þó ekki væri nema í ljósi þess að allur málflutningur trúmannanna sjálfra byggir á endemi því sem trú kallast og útséð er með að byggi á neinu nema óskhyggju, hræðslu og fávisku. Gott væri ef þeir gerðu sömu kröfu til sinnar eigin heimsmyndar og þeir gera til málflutnings okkar sem gegn þeim standa.


Dæmi um rökstuðning

Formáli Some Mistakes of Moses eftir Robert G. Ingersoll hefst svona:

For many years I have regarded the Pentateuch simply as a record of a barbarous people, in which are found a great number of the ceremonies of svagery, may absurd and unjust laws, and thousands of ideas inconsitent with known and demonstrated facts. To me it seemed almost a crime to teach that this record was written by inspired men , that slavery, polygamy, wars of conquest and extermination were tight, and that there was a time when men could win the approbation of infinite Intelligence, Justice, and Mercy, by violating maidens and by butchering babes.


Góð er skilgreiningin á trúarbrögðunum, sem sett er fram strax í fyrsta kafla sömu bókar:

When a religion is founded, the educated, the powerful - that is to say, the priests and nobles, tell the ignorant and superstitious - that is to say, the people, that the religion of their country was given to their fathers by God himself ; that it is the only true religion ; that all others were conceived in falsehood and brought forth in fraud, and that all who believe in the true religion will be happy forever, while all others will burn in hell. For the purpose of governing the people, that is to say, for the purpose of being supported by the people, the priests and nobles declare this religion to be sacred, and that whoever adds to, or takes from it, will be burned there by man, and hereafter by God. The result of this is, that the priests and nobles will not allow the people to change ; and when, after a time, the priests, having intellectually advanced, wish to take a step in the direction of progress, the people will not allow them to change. At first, the rabble are enslaved by the priests, and afterwards the rabble become the masters."


Og svo er haldið af stað í hellandi leiðangur þar sem fyrstu fimm bækurnar í Gamla testó er tættar niður af framúrskarandi mannviti. Hver maður með fullri rænu ætti fljótlega að sjá í hendi sér að útilokað sé að þessi gamli texti sér guðleg inspírasjón. Og í bókarlok er m.a. komist að þessari niðurstöðu:

If the Pentateuch is inspired, the civillization of our day is a mistake and crime. There should be no political liberty. Heresy should be trodden out beneeath the bigot‘s brutal feet. Husband should divorce their wives at will, and make the mothers of their children houseless and weeping wanderers. Polygamy ought to be practiced ; women should become slaves ; we should buy the sons and daughters of the heathen and make them bondmen and bondwomen forever. We should sell our own flesh and blood, and have the right to kill our slaves. Men and women should be stoned to death for laboring on the seventh day. "Mediums," such as have familiar spirits, should be burned with fire. Every vestige of mental liberty should be destroyed, and reason‘s holy torch extinguished in the martyr‘s blood.


Snilldarlegri afsönnun á Mósebókunum, sem liggja til grundvallar bæði gyðingdómi og kristni, finnst varla.

Blekking og þekking

Þessi bók sem læknirinn Níels Dungal skrifaði um miðbik síðustu aldar er rækileg úttekt á blóði drifinni sögu kristindómsins. Ég hef ekki enn séð betri mótbáru við skotarökvillunni, sem kristnir halda svo stíft fram, en þessa frábæru bók. Níels Dungal færir fyrir því fullnægjandi rök að mínu mati að það sé ekki rangtúlkun á orði guðs sem hörmungar hafi kallað yfir vesturlönd í aldanna rás, heldur liggi vandinn til að byrja með í því að halda að besta aðferðin til að fá múginn til að hegða sér vel sé að hræða hann með blekkingum þeim og falsi sem guðstrúin er.

Níels klikkir út með þessum orðum:

Siðgæðislögmál sem reist eru á blekkingum, geta aldrei orðið haldgóð. Þau verða að byggjast á reynslu og þekkingu á eðli mannsins og miðast við velferð einstaklingsins og mannkynsins í heild, en ekki dýrð neins guðs, sem enginn þekkir, nér paradísar- og helvítistrú sem er dauð og óuppreisanleg.

Blekkingartrúin verður að hverfa, því að af allri vantrú er sú verst sem trúir því, að mennirnir séu svo illa gerðir, að þeir verði að lifa á blekkingum til þess að haga sér sæmilega.

Í stað trúarbábiljanna, sem troðið hefir verið í börnin, þarf að innræta þeim virðingu fyrir sannleika, frelsi og mannréttindum, þjálfa þau í drengskap, orðheldni og góðvild, sem öll sambúð manna byggist á, en forðast að fylla hugi þeirra með nokkurri hjátrú. Gera þeim ljóst, að þau eru örlítil eind í hinni miklu tilveru, en samt einstaklingar með stórkostlega þroskamöguleika sem þeim ber skylda til að rækta.


Á öðrum stað segir:

Hver einasti læknir, sem hefir augun opin, gerir sér ljóst hve fyrirhafnarsamt það er að öðlast þekkingu um starfsemi mannslíkamans. Og hver einasti menntaður læknir veit, að engin framför hefir nokkurntíma orðið á því sviði nema fyrir einbeitingu á athugun, gagnrýni, vinnu og þolinmæði. En að öll afskipti trúarbragða af heilbrigðismálum, sem í gegn um aldirnar hafa verið mjög mikil, hafa, eins og allt annað sem er byggt á fáfræði og blekkingum, reynst lítilsvirði og ekki komið að gagni við lækningu á nokkrum sjúkdómi.

Og þegar menn sjá í gegn um blekkingarhulu töfrakenndra helgiathafna og vita hve einskisverðar þær hafa reynst til lækninga, er þá nokkur furða þótt menn verði tortryggnir á önnur heilög "sannindi", sem ekki eru skilningarvitunum aðgengileg?

Dan Barker

Barker var predikari og árum saman stundaði hann sannkristna innrætingu án þess nokkurn tíma að spyrja sig út í sannleiksgildi trúarbragða sinna. En þegar hann tók loks upp á því tók við fimm ára sársaukafullt aftrúarferli. Barker beitti sjálfan sig beittum rökum allan þennan tíma og mikið af þeirri "samræðu" getur að líta í bók hans Losing Faith in Faith. Hér er gott dæmi:

Aldrei, öll þau ár sem ég var predikari kristninnar, snerist nokkur stólræða mín um sagnfræðileg rök fyrir tilvist Jesú. Slíkrar ræðu gerðist aldrei nokkur þörf. Ég stóð frammi fyrir fjölmörgum söfnuðum og átti samstarf með ýmsa predikara og þjóna kristninnar og enginn okkar minntist einu orði á þann möguleika að Jesús gæti verið goðsögn, ellegar að saga hans mætti fremur flokka undir goðsagnir er sagnfræði. Auðvitað höfðum við heyrt að til væru hámenntaðir efasemdarmenn, en við afskrifuðum þá sem lítinn minnihluta falsspámanna og trúleysingja.

Ég sótti ótal Biblíukúrsa á þessum fjórum árum mínum í guðfræði við Azusa Pacific háskólann, heilan áfanga í Rómverjabréfinu, annan um vísdómsbókmenntir Hebrea og þar fram eftir götum. Aðeins einn áfangi stóð til boða í trúvarnarfræðum. Hann nefndist "Sannanir kristindómsins" og hann reyndist mér gagnslausastur af öllu námsefninu. Og sökum þess að ég laðaðist fremur að boðun en fræðimennsku, þóttu mér upplýsingarnar áhugaverðar en ekki varða mig miklu. Í þessum áfanga var hvorki kafað djúpt ofan í heimildir né þrætur. Við þuldum upp það sem fyrir lá af skrifum fornra sagnamanna og klerka og gleymdum því svo öllu tafarlaust. Ég gekk út frá því að kristnir fræðimenn væru löngu búnir að vinna heimavinnuna sína og að átrúnaður okkar hvíldi á styrkum sagnfræðilegum stoðum. Ef ég þyrfti einhvern tíma að fletta einhverju slíku upp hlytu viðkomandi bækur að vera inna seilingar. Ég þurfti aldrei að gá.

Eftir að ég aðhylltist hugsanafrelsið ákvað ég að fletta þessu upp. Nú er ég sannfærður um að sagan af Jesú er aðeins goðsögn. Hér koma ástæðurnar:

1) Sögur Nýja testamentisins eiga sér enga sagnfræðilega stoð.

2) Sögur Nýja testamentisins stangast á innbyrðis

3) Til eru eðlilegar skýringar á tilurð goðsagnarinnar um Jesú.

4) Frásagnir af kraftaverkum ræna sögurnar sagnfræðilegu gildi.

Er unnt að staðfesta tilvist Jesú sagnfræðilega?

Fljótt á litið gæti virst að sannanir fyrir tilvist Jesú séu yfirþyrmandi. Sé litið til annarra heimilda en Nýja testamentisins þá geyma trúvarnarfræðin langa lista með nöfnum og skrám sem fullyrt er að staðfesti tilvist Jesú sagnfræðilega: Jósepus, Súetóníus, Pliný, Taktíkust, Þallus, Mara Bar-Serapion, Lúsían, Flegon, Tertúllían, Jústin Martýr, Klement af Rómarborg, Ignatíus, Pólýkarp, Klement af Alexandríu, Hippólýtus, Órígen, Kýprían og fleiri. Sum þessara nafna eru klerkar sem voru uppi á annarri til fjórðu öld og voru því uppi of seint til að hægt sé að líta á skrif þeirra sem áreiðanlegar heimildir frá þeim tímum sem atburðirnir eiga að gerast. Og þar sem þeir eru einnig kirkjuleiðtogar má efast um hlutleysi þeirra líka. Staðreyndir sem þessar voru okkur predikurunum harla lítils virði og engum viðvörunarbjöllum hefur þetta hringt í huga hins dæmigerða trúmanns sem les venjulega bók um "sannanir" kristninnar.

En þar að auki eru á listanum nokkrir sem ekki voru kristnir, skrásetjarar af gyðinglegum og rómverskum uppruna sem voru allt annað en hallir undir kristindóm og því gæti litið út fyrir að engum efasemdum væri til að dreifa um sagnfræðilega tilvist Jesú. Hver gæti mögulega dregið slíkt í efa?

Sjaldan eða aldrei er bent á að enginn af þessum sönnunum er frá tímum Jesú. Jesús á að hafa lifað á tímabilinu milli fjögur fyrir Krist til ársins þrjátíu eftir Krist, en það frá þeim tíma er ekki til eitt einasta skjal þar sem minnst er á hann, hvorki hjá Rómverjum né Gyðingum, hvorki hjá trúuðum né vantrúuðum, allan þann tíma sem hann átti að hafa lifað. Þetta afsannar ekki tilvist hans en dregur þó stórlega í efa sagnfræðilega tilvist manns sem átti að hafa vakið athygli fyrir að gífurleg áhrif sín á veröldina. Einhver hlýtur að hafa veitt honum athygli.

Einn af þeim sagnariturum sem var á lífi á tímum Jesú var Fíló-Júdeus. John E. Remsburg segir í bók sinni The Crist:

"Fíló var fæddur fyrir upphaf ævi Krists og lifði löngu eftir meintan dauða hans. Hann skráði gyðinglega annála sem ná yfir allan þann tíma sem Kristur er sagður hafa lifað á jörðu. Hann bjó í eða við Jerúsalemborg þegar Kristur fæddist og Heródes lét stráfella sveinbörnin. Hann var þarna þegar Kristur kom í sigurgöngu sinni inn í Jerúsalem. Hann var þarna líka þegar krossfestingin átti sér stað, með tilheyrandi jarðskjálfta, yfirnáttúrlegri myrkvun og upprisu, þegar Kristur sjálfur reis upp frá dauðum og steig upp til himna í margra viðurvist. Allir þessir dásamlegu atburðir, sem hljóta að hafa fengið jarðarbúa til að standa á öndinni hefðu þeir gerst, vorum honum allsendis ókunnir. Það var Fíló sem þróaði kenninguna um lögmálið eða Orðið og þrátt fyrir að Orðið væri á ferli á þessu sama landsvæði, og opinberaði sig frammi fyrir fólksfjöldanum, hann ekki auga á það."

Þarna var einnig sagnaritari að nafni Justus frá Tíberíu sem kom frá Galíleu, heimalandi Jesú. Hann skráði sögu sem náði yfir þann tíma sem Kristur er sagður hafa lifað. Þessi saga er nú glötuð, en kristinn nítjándu aldar fræðimaður að nafni Fótíus hafði lesið hana og hann skrifar: "Hann (Justus) minnist ekki einu orði á tilkomu Krists eða allt það sem átti að hafa komið fyrir hann, hvað þá öll þau undur og stórmerki sem hann gerði." (Fótíus, Bibliotheca, 33)


Sú fullyrðing Karls að trúlausir séu ginnkeyptari en aðrir fyrir hvers kyns hégilju fær ekki staðist. Eina leiðin til að fá vitrænan botn í orð hans er að skipta út orðinu guðstrú fyrir orðið kristni. Karl virðist einfaldlega vera að segja það að þeir sem snúi baki við kristindóminum séu upp til hópa ginnkeyptir fyrir því sem að hans mati eru hégiljur einar, nýöld, búddismi, ásatrú, nornagaldur og hvað þetta hindurvitnadrasl heitir allt saman. En með því að fyrir honum er fráhvarf frá kristindómi það sama og fráhvarf frá Guði (jafnvel þótt hafinn sé átrúnaður á annan guð) þá tekst honum í huga sér að gera guðleysingjann að þessu hindurvitnatrúfífli sem hann sjálfur er.

Trúin á hinn kristna guð er ekkert gáfulegri en hver annar átrúnaður á yfirnáttúrleg hindurvitni. Það er ekkert í kristindóminum sem gerir hann réttmætari eða skynsamlegri kost en aðra yfirnáttúru þegar kemur að því að velja sér heimsmynd. Þetta er allt sama bábiljudraslið, byggt á ótta, fáfræði og trúgirni aftan úr grárri forneskju. Eini kosturinn, vilji menn haldbæra heimsmynd sem byggð er á einhverri vitneskju, er að snúa baki við öllum hindurvitnum, þar á meðal þessu afkáralega dótaríi sem herra Karl Sigurbjörnsson stendur fyrir.

Og hætta um leið að taka mark á bullinu í honum.

Birgir Baldursson 23.11.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )