Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Svarti páfinn og hin Sataníska Biblía hans

Anton Szandor Lavey
Anton Szandor LaVey var kallaður svarti páfinn. Hann skrifaði bók sem hann kallaði The Satanic Bible og stofnaði kirkju Satans sem er viðurkennt trúfélag í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann dó vígði hann Marilyn Manson til prests.

LaVey var karakter, hann fæddist í Chicago árið 1930. Ungur að aldri kafaði LaVey í dulspeki, frumspeki og tónlist. Fimmtán ára gamall spilaði hann á óbó í sinfóníuhljómsveit, skömmu síðar hætti hann í skóla og byrjaði að vinna í sirkus. Eftir skamman tíma varð hann aðstoðardýraþjálfari og sá um tígrisdýr og ljón. Hann spilaði einnig á orgel í sirkusnum.

Þegar LaVey var 18 ára gamall hætti hann hjá sirkusnum og fékk vinnu í karnivali. Hann aðstoðaði töframann, lærði dáleiðslu og kafaði dýpra ofan í dulspeki. Á laugardagskvöldum spilaði hann undir á meðan hálfnaktar konur dönsuðu, á sunnudagsmorgnum spilaði hann undir hjá predikurum. Á báðum stöðunum sá hann alltaf sömu mennina í áhorfendaskaranum, karlarnir góndu á konur og báðu guð fyrirgefningar morguninn eftir.

Árið 1951 giftist LaVey og byrjaði að vinna fyrir sér sem ljósmyndari hjá lögreglunni í San Francisco. Á næstu árum sá LaVey ógeðslegustu hliðar mannlífsins, hann spurði sjálfan sig hvar guð væri eiginlega. Hann byrjaði líka að fyrirlíta fólk sem sagði að þetta væri allt saman vilji guðs.

Eftir þetta byrjaði LaVey að halda fyrirlestra um dulspeki, þar myndaðist hópur í kringum hann sem varð grunnurinn að Kirkju Satans sem hann stofnaði 1966. LaVey varð frægur, alræmdur, á næstu árum og árið 1969 gaf hann út The Satanic Bible sem inniheldur kenningar hans.

Fyrstu kaflar The Satanic Bible eru oft skemmtileg lesning.

The Roman god, Lucifer, was the bearer of light, the spirit of the air, the personification of enlightenment. In Christian mythology he became synonymous with evil, which is only to be expected from a religion whose very existence is perpetuated by clouded definitions and bogus values!

LaVey gagnrýnir kirkjuna, trúmenn og kenningar Biblíunnar oft á stórskemmtilegan hátt. Hann setur líka fram boðorð sín sem eru á margan hátt ágæt, allavega vitrænni en boðorðin tíu.

If priests and ministers were to have used the devices to fill their churches one hundred years ago that they use today, they would have been charged with heresy, called devils, oft-times persecuted, but certainly excommunicated without hesitation.

LaVey er hins vegar að búa til trúarbrögð sem er stór galli á The Satanic Bible. Þessi trúarbrögð byggja að einhverjum leyti á hefðum satanisma en LaVey bjó til meirihlutann sjálfur. Seinni hluti bókarinnar er eiginlega bara vitleysa (enda eru þetta trúarbrögð), einhverjar þulur og upptalningar á myrkum goðum.

Ég veit ekki alveg hve mikil alvara er á bak við kirkju LaVey. Var hann bara að plata? Var þetta einfaldlega leið til að græða peninga á þeim sem tóku hann alvarlega? Hver veit? Kirkja Satans var ennþá starfandi síðast þegar ég vissi, hún hefur meira að segja klofnað sem er aðalsmerki alvöru trúarbragða.

LaVey lést árið 1997.

Óli Gneisti Sóleyjarson 21.11.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


segji ekki - 07/03/04 13:18 #

strákar hann satan hann er bara geimvera og þessi gaur sem stofnaði satans kikju það er bara kjaftæði en haldið alltaf áfram að trúa á guð það er alltaf best að trúa á það góða ´bæ...


OJJ - 17/06/04 01:32 #

OJJJJJJJJJJJJ djöfla ógeð !!!!!! pís guð rulezzz !!!!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.