Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kvikmyndir: The Magdalene Sisters

Nýlega kom á myndbandaleigurnar myndin The Magdalene Sisters. Umfjöllunarefni myndarinnar er sönn saga um þriggja kvenna sem lenda í klóm kristilegs trúarofstækis á Írlandi kringum 1960. Sagan lýsir vel þeim áhrifum sem kristið siðgæði hafði á líf milljóna kvenna í Evrópu. Vissulega var misjafnt hversu hratt kvenfrelsi varð að veruleika eftir löndum, einnig hvernig aðferðir kristin samfélög misþyrmdu "brotlegum" konum. Um örlög þessara kvenna á hákristnu Írlandi fjallar þessi athyglisverða mynd.

Ástæður þess að konurnar enduðu sem þrælar í klaustri voru meint kristileg hórdómsbrot þeirra. Ein sagði til frænda síns sem nauðgaði henni, önnur átti óskilgetið barn og sú þriðja hafði bara áhuga á strákum. Fyrir þessar "sakir" voru þær læstar inní skipulögðum vinnuþrælkunarbúðum Þjóðkirkju þeirra Íra, þar til einhver ættingi vildi sækja viðkomandi. En skömm fólks var það mikil á kristilegum hórdómsbrotum að fáir höfðu þor til þess. Margar konur dúsuðu því alla ævina sem þrælar klaustranna. Á þessari þrælavinnu auðgaðist kirkjan verulega og það var ekki fyrr en árið 1996 að síðasta Magdalene klaustrinu var lokað.

Þessi mynd er ágætlega gerð og lýsir vel hlutskipti kvennanna. Ég get ekki annað en mælt með þessari mynd fyrir alla sem vilja kynnast kristnu hugarfari þess tíma. Á sama tíma á Íslandi var til dæmis mikil kristileg skömm fyrir konu að eignast óskilgetið barn og voru þær miskunnarlaust kallaðar hórur. Auk þess samkvæmt lögum hafði óskilgetið barn minni réttindi en barn sem getið var innan hjónabands. Mörgum konum var þess vegna þvingað í hjónaband til að bjarga andliti fjölskyldunnar. Ef barnsfaðirinn vildi ekki giftast henni þá var fundin einhver karl sem vildi gangast við barni og konu, jafnvel gegn vilja konunnar.

Fyrr á öldum sá íslenska Þjóðkirkjan reyndar engin önnur ráð en að drekkja konum fyrir hórdómsbrot, ef þær áttu ekki fé til að greiða fyrir sekt sína. Því veldur það mér hrylling þegar biskupinn yfir Íslandi ákallar horfna kristna tíma og lasta líðandi stund. Vegna þess að kristið siðferði hefur fært okkur allt það lægsta sem við Evrópubúar höfum mátt þola auk gríðarlegar þjáningar. Ég skora því á Biskupinn og fylgisveina hans að horfa á þessa mynd til að skilja hvernig hugarfar Kristninnar lagði í rúst líf milljóna kvenna í Evrópu. Okkur hinum er myndin áminning um það sem má aldrei gerast aftur.

Frelsarinn 19.11.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )