Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gott eða illt? Eða kannski hvorugt?

"Eru öflin sem stjórna lífi okkar góð eða ill?" mun Ævar Kjartansson spyrja í þætti sínum Línur á Rás 1 seinna í dag. Ég ætla að hlusta.

Búast má við að svör manna sem Ævar ræðir við verði margskonar, jafnvel að bæði öflin séu þarna á kreiki og það ríði á að ákalla og særa fram hin góðu í baráttunni við hið illa. Þannig hljómar í það minnsta hin áberandi hvítasunnukristni sem tröllríður nú öllu trúarlífi á Íslandi.

En getur verið að spurning Ævars sé röng til að byrja með? Er ekki þarna um að ræða rökvilluna "false dilemma", að aðeins geti verið um þessa tvo möguleika að ræða, þegar ýmsir fleiri möguleikar geta verið í stöðunni?

Hvernig líst ykkur t.d. á þá hugmynd að það séu engin góð eða ill öfl í veröldinni, heldur bara öfl? Ópersónuleg náttúrulögmál sem mannskepnan hefur með ógnarstóru heilabúi sínu persónugert sem góð eða ill, eftir því hvort afleiðingar þeirra koma sér vel eða illa fyrir hana sjálfa.

Ég hlakka til að heyra hvað gáfumennið Ævar mun sjálfur leggja til málanna. Ég neita í það minnsta að trúa því að hann hafi aldrei velt fyrir sér þessum nútímalega möguleika á að skoða heiminn, möguleika sem ber engan keim af geðsýkislegum villuhugmyndum miðalda.

Hlustum!

Birgir Baldursson 23.10.2003
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/10/03 11:37 #

Ég var reyndar að átta mig á því að spurning Ævars þarf ekki að vera uppstilling á "annað hvort eða" rökvillunni. Hægt er að svara spurningunni með einföldu nei-i.

Þarna var það íslenskan sem brá fyrir mig fætinum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.