Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvers vegna trúleysi er toppurinn

Á trúmálaþráðum netsins tyggja trúmenn gjarnan á því að enginn sé í raun trúlaus og að trúleysi okkar trúleysingja sé engu minni "trú" en þeirra. Ekki veit ég hvernig menn finna samasemmerki á milli þess að aðhyllast raunsæi, skynsemi og rökhyggju og þess að halda að ósýnilegur andi haldi um stjórnartaumana í jarðlífi okkar en fyrst trúmenn bjóða uppí þennan dans ætla ég að þiggja það.

Frá örófi alda hafa trúmenn ávallt hatað mest þá sem eru trúlausir. Hinn miskunnsami Jesús segir okkur fyrirdæmda og að við munum farast í myrkri því við trúum ekki og ekki vandar Job okkur kveðjuna því hann segir trúlausa verða að eilífu að engu eins og okkar eigin saur. Þetta er þó hárrétt hjá Job gamla, því þegar við erum dáin þá verðum við að eilífu að engu svo það eru svo sem engar fréttir fyrir okkur hin trúlausu. Þeir sem ekki hafa trúað á þann guð sem vinsælastur er á hverjum tíma hafa ávalt verið hataðir, ofsóttir eða jafnvel myrtir af trúmönnum. Hundruðir guða og trúarbragða hafa komið og farið en við trúlausir erum hér enn!! Hvað segir þetta ef það er rétt að trúleysi sé bara trúarbrögð? Jú, þá er trúleysi greinilega elsta og besta trú heimsins! Allir æðstuprestarnir, prelátarnir og trúarlögreglumennirnir og guðir þeirra, sem ofsótt hafa trúlausa gegnum aldir eru löngu dauðir en við trúlausir erum still going strong.

Af hverju er trúleysi þá svona æðislegt?

Jú, trúleysi er meira en bara að vera laus við trú á guði og vitneskjan um að trúarbrögð séu blekking og óskhyggja. Trúleysi er það viðhorf að skoða heiminn raunsæjum óttalausum augum og reyna að skilja öll fyrirbæri hans sem hluta náttúrunnar. Við þurfum enga Biblíu því okkar Biblía er fólgin í orðunum HUGSAÐU SJÁLFUR! Öfugt við trúarbrögð er ekkert neikvætt við trúleysi því sannleikurinn getur aldrei verið neikvæður. Trúlausir krefjast sannana eða a.m.k. þokkalega góðra vísbendinga ef eitthvað virðist stangast á við almenna skynsemi. Sagan segir okkur að framfarir hafi bara orðið þegar menn hafna eða véfengja eldri hugmyndir og siði. Það geta trúarbrögðin aldrei gert því þau hafa sinn "sannleika" meitlaðan í stein.

Trúmenn segja siðleysi spretta upp vegna skorts á trúarbrögðum en þó teljast 95% þjóðarinnar kristin og eru skráð í kristin trúfélög! Ríkisreknar kirkjur eru um allt, kristinn boðskapur glymur í útvarpi og á Ómega. Kristið trúboð er lögboðið í skólum landsins og þeir tala um skort á trúarbrögðum þegar þeir vísa í siðleysi dagsins í dag!

Trú er í raun eins konar geðsjúkdómur. Trúaðir trúa á tilvist annars heims, yfirnáttúrulegs heims sem fullur er af guðum, djöflum, englum, dýrlingum og púkum. Svo tala þeir við þessar ímynduðu verur, biðja þær um leiðsögn eða eitthvert viðvik eins og "kraftaverk". Ef slíkt væri ekki sveipað tjöldum trúarbragða væri viðkomandi umsvifalaust dæmdur geðsjúkur og settur á hæli. Enda hvað er það annað en geðsýki að herja á heilu heimsálfurnar með morðum og nauðgunum kvenna og barna í skjóli þess að þau séu "trúvillingar". Brenna konur lifandi af því þær séu "nornir" með tilvísun í hroðalega bók sem þeir kalla "Orð Guðs". Og mesta geðsýkin af öllu...að halda að einhver guð verði að gera sig að manni og láta drepa sig svo hann getið fyrirgefið mannkyni!!!! Trúarbrögð eru því skipulögð geðsýki.

Trúleysi, börnin mín, er heimur raunveruleika og skynsemi. Trúleysi er frelsi. Trúleysi er ást á manninum og vistmunalegur heiðarleiki á svo háu stigi að þangað nær ekki hugur trúmannsins og er honum því óskiljanlegt. Trúleysi er hinn fasti öryggi grunnur að heilbrigðum heimi.

93

Aiwaz 10.10.2003
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


iamc47 - 10/10/03 18:15 #

Rök trúleisinga við því að allir séu trúaðir eru þaug að ....allir trúa einhverju...sá sem telur sig vita einhvað trúir því að hann viti það og þess vegna er hann trúaður. Trúir þú að þú sért til (telur þú þig vita það?)?


Þór Melsteð - 10/10/03 18:26 #

Fín grein. Ég hef alltaf verið trúlaus. Hafnaði trúarbrögðum þegar ég var barn og hef ekki litið um öxl síðan. Rökhyggja hefur ávallt verið mér mjög mikilvæg, nokkuð sem þeir sem þekkja mig geta staðfest.

Jesse Ventura sagði: "Truarbrögð eru hækjur fyrir andlega aumingja." Þar sem hann býr nú í BNA var hann duglega rassskelltur í fjölmiðlum af jesúplebbunum fyrir að segja þetta. En það er margt til í þessu hjá honum. Það er mun auðveldara að trúa bara í blindni, frekar en að horfast í augu við það að við getum ekki útskýrt allt.


Jón - 10/10/03 19:20 #

Svar til iamc47:

Ekki nota sögnina ,,trúa" sem vopn í þessari baráttu. Ég er trúleysingi og þótt ég trúi á sjálfan mig er ég ekki trúaður, þ.e. trúi ekki á æðri mátt. Það er ekki hægt að segja að allir séu trúaðir vegna þess að þeir trúi e-u, t.d. að þeim muni ganga vel í e-u prófi eða slíku.

Að vera trúleysingi merkir að trúa ekki á æðri mátt. Að vera trúaður merkir að trúa á æðri mátt.

Þarna liggur munurinn. Það er endalaust hægt að fara út í hártoganir með umrædda sögn og er hún einmitt algengasta vopn trúmanna í vonlausri baráttu við trúleysingja. Trúmenn halda í þröngsýni sinni að allir séu trúaðir á einhvern hátt. Þetta er að sjálfsögðu argasta bull.

Annars fínn pistill.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 10/10/03 20:40 #

iamc37

Ég vísa í afbragðsgott svar Jóns hér að ofan. Við trúlausir höfum engan áhuga á að stela glæp ykkar trúmanna og það er til merkis um rökþrot að reyna að lauma glæpnum í frakkavasa okkar þegar við lítum undan :o)

93


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 10/10/03 20:53 #

Þór og Jón.

Takk fyrir. Ég er sammála þér Þór að auðveldara er að trúa heldur en að velja leið trúleysis. Það krefst hugrekkis og vitsmunalegs heiðarleika above and beyond the call of duty! :o) Sérstaklega er það manni ljóst ef maður hefur í huga að trú hefur flestum verið innrætt frá barnsaldri. Pabbi og mamma (sem alltaf eru að segja okkur til, passaðu þig á bílunum, vertu með húfu og annað skynsamlegt og satt), kennarinn, presturinn, forsetinn í sjónvarpinu o.s.frv. allir vinir þínir, allir sem þú treystir hamra á yfirnáttúrutrúnni þegar þú hefur enga mótstöðu barn að aldri. Að hafa vitsmunalegt hugrekki og heiðarleik til að rífa sig frá þessu og segja, "sko, Keisarinn er ekki í neinum fötum!" er stórkostleg og erfið ákvörðun. Ok, þetta er mín skoðun.

93


Miskunnsami samverjinn - 11/10/03 00:35 #

Ég hef alltaf verið stoltur af því hvernig almenningur íslands hefur tekið á trúmálum þegar stórskáld eins og Steinn Steinarr byrjuðu að aðhyllast kommúnisman á sjötta áratuginum þá tóku þeir upp mörg málefni kommúnismann en þeir slepptu ávallt trúleysinu. Það er nefnilega staðreynd að eftir því sem menn kafa dýpra ofan í sannleikann í þessum veruleika þá sjá þeir ávallt betur og betur að það er eitthvað sem er aðeins hægt að útskýra með tilvist æðri valda, við skulum ekki gleyma því að Einstein var mjög trúaður. Ég í rauninni vorkenni trúleysingjum mjög mikið, því að þeir eiga alltaf eftir að lenda í þeim kringumstæðum að þeir muni þurfa að halla sér upp að einhverjum en ekki getað það og þá hafa þeir ekki stuðninginn sem annað fólk finnur í bæninni, því maður þarf ekki að vera Gunnar í krossinum þó maður biðji þegar erfiðleika hrjá menn. Þið ættuð líka að muna að það voru strangtúaðir gyðingar sem skrifuðu guðspjöllin, þið ættuð einhver tíman að lesa þau með það í huga og reyna að sjá hin sönnu skilaboð Jesú, ást kærleikur og það sem skiptir mestu VON. Hugsið ykkur líka ef það kæmi kjarnorku styrjöld á morgun og engin mundi lifa það af þá er dálítið mikið huggun í því að þetta er ekki búið þrátt fyrir það og það er líka gaman að hugsa til þess að ástvinir okkar eru ekki moldarhrúga heldur englar sem sitja á öxlum okkar og gráta þegar við grátum og hlægja þegar við hlægjum.


iamc47 - 11/10/03 01:40 #

"Trúað" fólk hefur ekki einkarétt á að vera trúað. Allir "trúleisingjar" eru trúaðir. Ef þið ætlið að hafa vís-indalegar skoðanir þá verðið þið að líta á bókstaflega merkingu orðsins "trú" annars eruð jafn blindir og hið svokallaða "trúaða" fólk.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/10/03 01:45 #

Þú talar í paradoxum, iamc47.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/10/03 01:51 #

Orðið trú er til í sömu merkingu og enska orðið religion, þ.e. "tiltrú og dýrkun á yfirnáttúrlegum verum". Orðið trúleysingi hefur aldrei verið notað mér vitanlega yfir neitt annað en þann sem aðhyllist ekki slíkt.


Þór Melsteð - 11/10/03 06:19 #

Fyndið að Miskunnsami Samverjinn skuli ekki þora að skrifa þetta undir eigin nafni.

Þessi skrif hans eru í raun staðfesting á því sem ég sagði fyrst, að það væri AUÐVELDARA að gleypa við einhverri yfirnáttúrulegri útskýringu frekar en að horfast í augu við að maður hafi engin svör.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 11/10/03 10:06 #

Miskunnsami samverjinn

Það er reyndar á mörkunum að ég nenni að svara hinum föðurlegu áminningum og rökleysum þínum. Svo ég hef það stutt.

"Það er nefnilega staðreynd..."

Nei.

"Einstein var mjög trúaður"

Nei og rökvilla. Argumentum ad verecundiam.

"..eiga alltaf eftir að lenda í..."

Nei.

"það voru strangtúaðir gyðingar sem skrifuðu guðspjöllin, þið ættuð einhver tíman að lesa þau með það í huga"

Það er einmitt það sem við gerum. Og það er einmitt þess vegna sem við vitum að guðir komu hvergi nærri þeim skrifum enda myndu almáttugir guðir sjá til þess að leiðbeiningabæklingar þeirra með lífnu væru einfaldir og auðskiljanlegir og uppfullir af undursamlegum sannleik og áður óþekktum stórkotstlegum upplýsingum en ekki leiðinda ættartöluvaðall, stríðsæsingur og leiðbeiningar um að karlmenn megi ekki snyrta á sér bartana!

"Hugsið ykkur líka ef það kæmi kjarnorku styrjöld á morgun og engin mundi lifa það af þá er dálítið mikið huggun í því að þetta er ekki búið þrátt fyrir það"

Rökvilla. Argumentum ad consequentiam.

"gaman að hugsa til þess"

Óskhyggja.

93


Sverrir Á - 11/10/03 11:00 #

Það er aumur maður sem telur sig knúinn til að halla sér að einhverju yfirnáttúrulegu afli í vandræðum lífs síns, í stað þess að þróa með sér traust vináttubönd við aða manneskju sem hægt er að leita til.

En skiljanlegt þó, því vissulega er það meiri vinna að eiga í sambandi við manneskju sem sjálf hefur sín vandamál og þarfir en að biðja til einhvers "guðs" sem kemur ekki til með að leita til þín í sínum vandræðum.

En ef einhver hefur þörf að tala við einhvern sem hefur ekkert annað að gera en að hlusta, og kemur aldrei til með að leggja sín eigin vandamál á borðið, hef ég eina uppástungu. Sálfræðingur. Þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég að hann sé meira að segja ódýrari en að halda uppi heilli þjóðkirkju.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/10/03 11:18 #

Já, hvernig væri að nota það fé sem fer í að reka þjóðkirkjuna til að halda úti her sálfræðinga og félagsráðgjafa sem fólk getur leitað til án endurgjalds?

Góður punktur, Sverrir.


iamc47 - 11/10/03 14:40 #

Orðið trú er einmitt ekki með sömu merkingu og enska orðið religion. Orðið trú er það sama og belive í ensku...hinsvegar er religion það sama og trúarbrögð í íslendsku Birgir Baldursson!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/10/03 20:54 #

Orðabókin:

Trú: Traust, tiltrú, skoðun, hyggja. En líka:

• traust og tilbeiðsla á goðmögnum eða vættum, trúarbrögð Ásatrú kristin trú taka trú 1 gerast kristinn 2 gangast undir tiltekin trúarbrögð ganga af trúnni, kasta trúnni, falla frá trúnni 1 hætta fyrri átrúnaði 2 snúa baki við fyrri skoðunum sínum
trú·laus L 1 • ótrúr, ótryggur 2 guðfræði/trúarbrögð • sem játar ekki neina trú, guðlaus

Hugtakið trúleysi eins og við notum það hér táknar það að aðhyllast ekki yfirnáttúru og goðmögn. Ég sé ekki nauðsynina á því að fara að breyta þeirri merkingu, eða rugla henni saman við hina merkinguna nema þá til að forðast þau rök sem trúlausir setja fram gegn átrúnaði.

En OK, prófaðu, iamc47, að skipta út í huganum orðinu trúleysi fyrir guðleysi hvar sem þú sérð það og fjallaðu svo um þann málflutning sem hafður er í frammi. Þetta endalausa blaður um hvað orðið trú merkir er ekkert annað en rökvilla þar sem málefnið sjálft er sniðgengið og því drepið á dreif (Red Herring).


iamc47 - 12/10/03 06:06 #

Margir (allir?) geta trúað því að guð sé ekki til, en getur einhver trúað því að ekkert sé til? Nei! og þess vegna eru "trúleisingjar" í raun og veru trúaðir!


Stalíndal - 12/10/03 13:15 #

Rosalega ertu þröngsýnn iamc47. Hættu þessu kjaftæði og hættu að svara hérna. Þú veist að þú hefur rangt fyrir þér. Það eru einmitt aumingjar eins og þú sem geta ekki tekið nokkrum andlegum höggum án þess að þurfa að fara bíða eftir svari að himnum ofan. Trú er fötlun, trú er mjög stór hluti af því sem er að manninum. Ég skil ekki afhverju fólk sér þetta ekki. Hundruðir, ef ekki þúsundir guða hafa verið dýrkaðir og allar þessar trúir hafa liðið undir lok, hvað gerir ykkur svo viss um að ykkar sé eitthvað annað en það? Hafið þið einhverntíman fundið fyrir einhverju "guðlegu svari/kalli/bölvuðu kjaftæði"? Treystu mér, það var ekki guð að strjúka á þér besefan heldur er það nokkuð einfaldara svar: "endorfín og adrenalín". Þessi tvö efni eru framleidd í líkamanum við líkamlega eða andlega áreynslu og eru einskonar fíkniefni líkamans, sem oft á tíðum valda mikilli sælutilfinningu. Ó sjitt, núna sé ég fram á svarið: "Þá lét Guð bla bla bla bla og gaf mér endorfín og adrenalín... bla bla bla". Þegiðu. Þið trúuðu gerið ekkert. Ef eitthvað bjátar á, þá setjist þið á rassgatið, horfið út í tómið og biðjið einhverja heilaga veru um hjálp. Fréttainnskot: "hjálpin kemur ekki". Drattist á fætur, hendið biblíunni frá ykkur, og farið til hjálparinnar. Þið ein getið leyst ykkar eigin vandamál. Ekki heilagur andi og sú elíta.


iamc47 - 12/10/03 23:46 #

Þú hefur trú á því sem þú ert að skrifa og ert þar af leiðandi trúaður. Og eg vona að þú hafir trú á því sem þú ert að sísla yfirleitt...Stalíndal.


Andri Yngvason - 13/10/03 00:04 #

Sko, Maður verður náttúrulega að trúa á eitthvað. Ef maður trúir ekki á neitt þá trúir maður vitaskuld að það sé best að trúa ekki þannig að þar af leiðandi trúir maður.

Það er ekki hægt að sanna að það sé til eitthvað æðra vald og það er heldur ekki hægt að afsanna það. En þó tel ég það best að vera rökhygginn því þá allavegana get ég verið viss um að ég fái tækifæri til að lifa einu lífi. Og jafnvel þó að til sé æðra vald þá þarf það ekki að hafa neitt með "eftirlíf" að gera.

Satt að segja held ég að það væri sældarlíf að vera trúaður og einfaldur (ég er ekki að segja að allir þeir sem eru trúaðir séu einfaldir). Ég hugsa endalaust um ótrúlegustu hluti. Það er þó sennilega ástæðan fyrir því að ég er "trúlaus": ég hugsa.

Trúuðum jafnt sem "trúlausum" ber að virða skoðanir annara því allir hafa sínar ástæður. Ef þú sérð ungan pilt sem gengur hokinn, þá getur þú upplýst pilt þann um virkni lungna hans og hversu ófagra sjón þú telur framgang hans vera en svo er fátt annað sem þú getur gert.


iamc47 - 13/10/03 01:58 #

Til Andra Ingvarssonar! Hvað er æðra vald?? er það guð, eldgos, prentari eða hugur okkar eða einhvað allt annað ...Æðra það gæti kanski verið verkstjóri, ríkisstjórn eða (of) þungur steinn? Hvort ert þú trúlaus eða "trúlaus"?! Ef maður sér ungan hokinn pilt þá er það besta sem maður getur gert það að reina að láta hann fá TRU á sjálfan sig.


gedklofi - 13/10/03 03:33 #

Ég reikna með því að IAMC47, trúi á Manchester City og IA í fótbolta, og trúi því jafnframt að hann sé 47 ára.


iamc47 - 13/10/03 03:40 #

Eg trúi því nú ekki að eg sé orðinn svo gamall, en því skaltu trúa að Mancester City og IA eru best í heimi hér ...eða er það trúvilla?


gedklofi - 13/10/03 03:40 #

Gedklofi hefur snuddað mikið í trúmálum og hefur lokað hringnum....Ásatrúarfélagið hefur orðið fyrir valinu...Aðskiljum ríki og kirkju og sýnum áratugabaráttu Helga Hósíasonar virðingu


Stalíndal - 14/10/03 19:44 #

iamc47 Þú verður að skilja merkingu orðsins "trúaður". Það að vera trúaður er að trúa á eitthvað æðra vald. Ekki snúa svona mikið út úr, það lítur heimskulega út. Ég hef trú á því sem ég skrifa, en það þýðir ekki samt að ég sé trúaður. Láttu ekki eins og fífl


iamc47 - 15/10/03 01:03 #

Stalíndal Þú verður að slilja merkingu orðsins "trúaður". Það að vera trúaður er að trúa á einhvað (...æðra vald getur verið hvað sem er). Ekki snúa svona mikið út úr, það lítur heimskulega út. Eg hef trú á því sem eg skrifa , og það þíðir það að eg sé trúaður. Láttu ekki eins og fífl.


gedklofi - 15/10/03 01:11 #

Heyyyyyr, strákar: Voru ekki öll dýrin í skóginum vinir í fyrstu Mósebók. Er allt að fara til helvítis!! :)


Karl - 17/10/03 15:49 #

Ég var að skrifa um þetta um daginn á síðunni minni.

Rök mín voru ekki þau, að það að trúa á Guð sé eins og að trúa einhverju sem maður telur sig vita, heldur að sá sem trúir að Guð sé ekki til sé að seilast handan skynsemismarka okkar mannanna. Við getum ekki vitað með fullri vissu hvort hann er til eða ekki til. Þannig að guðleysi (atheism) er alveg jafn mikil trú eins og guðstrú. Eina örugga skrefið er að fresta dómi, að vera efasemdamaður um tilvist Guðs (agnostic). Hitt er hvort tveggja jafnóskynsamlegt.

En hvað ert þú að þykjast vera trúlaus, þú sem titlar þig með nafni guðsins Ai Wass sem Aleister Crowley sagðist hafa fengið guðlega opinberun um, og gerði að eigin trúarbrögðum? Svo notarðu kveðju að hætti þelemíta sem eru trúarbrögð. Ef ykkur finnst heimskulegt að trúa á Guð, er þá gáfulegra að sleppa honum fyrir annan Guð sem er alveg jafn dularfullur og óskiljanlegur nema hann er með fálkahöfuð?


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 18/10/03 00:06 #

Karl,

Svo ég tali fyrir sjálfan mig þá bið ég trúmenn alltaf fyrst að segja mér hvað guð er ÁÐUR en ég kveð upp dóm um hvort ég trúi á tilvist hans eður ei. Enginn getur spurt þig hvort þú trúir á gambadus nema þú fáir einhverja skilgeiningu á fyrirbærinu gambadus fyrst. Svo þegar ég hef fengið skýringuna þá legg ég mat á hana og ef hún stensts ekki vitræna merkingu (t.d. guð er andi - því þá er bara komið annað merkingarlaust orð sem þarfnast vitrænnar skýringar o.s.frv.) þá lýsi ég yfir að ég sé laus við trú á þessa veru.

En ok, ég veit hvað þú ert að fara.

Þú lest full mikið í nikkið mitt sem bæðevei er ekki nafn á neinum guði. Og gleymdu ekki einu af meginboðorðum þelemíta: There is no god but man. En svo þú getir andað rólega þá er ég ekki þelemíti enda trúlaus! :O)

93


Karl - 19/10/03 17:30 #

Þegar ég segi guð á ég oftast við frumorsök heimsins, lögmálið sem heldur honum gangandi, hreyfiaflið í öllum lifandi verum og hinn guðlega neista skynsemi og hins frjálsa vilja í mannsandanum. Þessi Guð er fullkominn, óendanlegur, og óskiljanlegur, en hver maður hefur neista af honum sem hann getur upplifað ef hann horfir inn á við.

Setningin "There is no god but man" á alveg heima innan minnar guðfræði, að því leyti að maðurinn á hlutdeild í Guði, þó að það sé heimskulegt að segja að það sé ekkert stærra en maðurinn til. Nóg er að horfa upp í himingeiminn og skoða stórfengleika annarra sólkerfa og vetrarbrauta til þess að átta sig á því að það er ýmislegt fullkomnara til en maðurinn.

Guð þarf alls ekki að vera þessi harði húsbóndi Gamla testamentisins eða fórnargeitin sem hreinsar fólk af ábyrgð synda sinna. Það má líta á Krist sem upplýsara manna um sitt innsta eðli, á svipaðan hátt og Búdda (= hinn upplýsti) eða Krishna. Jesús var maður sem uppgötvaði að hann og Guð eru eitt. Í Tómasarguðspjalli (108) segir hann: "Hver sá sem drekkur af vörum mínum mun verða eins og ég. Sjálfur mun ég verða sá sami og hann og leyndir dómar munu honum opinberir verða." Biblíuna má líta á sem goðsögn fulla af líkingum og allegóríum, Krist sem hinn upplýsta mann sem vísaði mönnum veginn hvernig þeir gætu orðið fullkomnir eins og hann. Þá er ekkert "yfirnáttúrulegt" við þetta. En ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki skoðun þjóðkirkjunnar eða "rétttrúaðra" manna.

Þó að ég sé frekar hófsamur í yfirlýsingum um það hvernig Guð sýnir mátt sinn með því að brjóta eigin lögmál, þá tel ég ekki að tilvist hans geti nokkurn tímann verið sönnuð eða afsönnuð með aðferðum raunvísindanna. Trú er handan þess sem hægt er að gera grein fyrir með hlutlægum aðferðum. Það er samdóma álit flestra að innri reynsla manna, þ.e. það sem fer fram í huga hvers manns, nýtist ekki í þess konar rannsóknum þar sem engin mælitæki ná utan um hana, engin hlutlæg gögn liggja fyrir hendi sem hægt er að rannsaka með óyggjandi hætti. Af sömu ástæðum er ýmislegt sem áður taldist vísindi s.s. sálgreiningaraðferðir Freud og Jung í dag álitið goðsagnir og í besta falli sennilegar getgátur sem engin óhrekjanleg sönnunargögn liggja fyrir um. Innri reynsla upplýstra manna er því ekki reynsluþekking sem gagnast raunvísindunum, og Guð sem fullkomin, óendanleg og óskiljanleg frumorsök getur samkvæmt eðli sínu ekki verið viðfang reynsluvísinda.

Guð getur því hvorki verið sannaður né afsannaður. Þess vegna tölum við um trú, og það er um tvenns konar trú að ræða: 1) sú trú að Guð sé sannarlega til og 2) sú trú að Guð sé sannarlega ekki til. Af einhverjum ástæðum finnst mörgum mikilvægt að mynda sér skoðun á umdeildum málefnum og skipta sér þannig í afmarkaða hópa, og þess vegna höfum við hér hóp manna sem mæla hver upp í öðrum hvað guðleysið sé frábær trú. Minna fer fyrir hinum sem halda sig aðeins við það sem okkar takmarkaða skynsemi ræður við, og fullyrða ekkert um yfirskilvitlega hluti.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 19/10/03 21:24 #

"Guð getur því hvorki verið sannaður né afsannaður." Geturðu afsannað fyrir mér tilvist ósýnilegra flugálfa sem bara ég einn sé? Eða geturðu afsannað tilvist álfa yfir höfuð? Er allt sem mannshugurinn getur ímyndað sér að sé til án þess að það sé beint hægt að afsanna það ekki jafn rétthátt samkvæmt þessu?


Karl - 20/10/03 13:30 #

Nei, ég get ekki afsannað það fyrir þér. En það er afar hæpið að þetta verði algeng trú ef þú einn sérð þetta. Jú, ég aðhyllist verufræðilega afstæðishyggju upp að vissu marki. En ef þú ert ekki lengur í sama veruleika og við hin, og getur ekki stundað þína vinnu og hversdagslegt líf án þess að vísa til þessara tilteknu flugálfa mætti kannski athuga hvort ekki sé hægt að hjálpa þér að komast í tengsl við það sem við hin komum okkur saman um að kalla veruleika.

Ég sé enga ástæðu til þess að sanna eða afsanna tilvist þessara flugálfa eða Guðs. Ég tel að menn eigi að nota verkfæri vísindanna til þess sem þau ráða við, eins og að skýra raunveruleikann út frá því hvernig hann birtist okkur samkvæmt hlutlægum sönnunargögnum. Ef þú segðir mér að það sé ljós á lampanum mínum vegna þess að örsmáir ósýnilegir ljósálfar lýsa peruna upp þegar ég ýti á rofann, myndi ég ekki taka þessa skýringu trúanlega heldur athuga hvort það sé ekki til önnur líklegri skýring eins og að rafstraumur hiti vír í perunni sem lýsir hana upp. Sömuleiðis tæki ég ekki trúanlegar skýringar um hversdagsleg reynslusannindi sem þurfa nauðsynlega að hafa Guð með í röksemdafærslunni. Heldur myndi ég reyna að finna þau lögmál sem eru sannanlega eru að verki með tilraunum og rannsóknum.

Hins vegar má vel ímynda sér að Guð liggi á bak við lögmálin og sé einhver frumorsök sem veldur því að til eru lögmál en ekki bara tilviljanakennd óreiða. Reynslan hefur kennt okkur að trúa því að ekkert gerist án þess að það sé nægileg ástæða/orsök fyrir því, og þessi trú okkar hefur drifið vísindamenn áfram í að leita að þeim orsökum sem liggja á bak við birtingarmyndir hlutanna. Það er því beinlínis ótrúlegt samkvæmt okkar hugsunarmynstri að eitthvað geti orðið til án þess að eitthvað annað hafi orsakað það, og að eitthvað gríðarlega stórt og mikið, eins og alheimurinn, geti orðið til úr engu. Þess vegna er ýmislegt sem bendir frekar til þess að einhver frumorsök sé á bak við heiminn sem sé fullkomnari en hann, heldur en t.d. þess að ósýnilegir flugálfar svífi í kringum okkur. Flugálfarnir hafa engu hlutverki að gegna í heiminum og hafa því enga þýðingu fyrir okkur sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa á þá. Guð er hins vegar eitthvað sem formgerð hugsunar okkar kallar á og sækist eftir, mikill meirihluti fólks finnur fyrir raunverulegri þörf fyrir því að trúa á hann. En eins og áður sagði er ekkert í skynseminni eða reynsluheiminum sem getur rekið smiðshöggið í að sanna eða afsanna tilvist Guðs.


Jesús Jósepsson - 23/11/03 21:19 #

"Allt er leyfilegt,en ekki er allt gagnlegt",biblian segir okkur einfaldlega að gamla testamentið er lögmál sem gerir útá það að við getum verið fullkomnlega réttlát en þar sem það gengur ekki alveg ,ákvað ég að vera það og þessvegna dó ég fyrir ykkur elskurnar mínar svo þið getið þrætt og rifist um allt sem til er og ekki ,en vegna þess tek ég á móti ykkur öllum með bros á vör og saman við svífum um eilífar veiðilendur andans. peace Jesús Jósepsson


Jesús Jósepsson - 23/11/03 21:20 #

"Allt er leyfilegt,en ekki er allt gagnlegt",biblian segir okkur einfaldlega að gamla testamentið er lögmál sem gerir útá það að við getum verið fullkomnlega réttlát en þar sem það gengur ekki alveg ,ákvað ég að vera það og þessvegna dó ég fyrir ykkur elskurnar mínar svo þið getið þrætt og rifist um allt sem til er og ekki ,en vegna þess tek ég á móti ykkur öllum með bros á vör og saman við svífum um eilífar veiðilendur andans. peace Jesús Jósepsson


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/03 23:49 #

Jesús segir í Nýja Testamentinu að hann sé ekki kominn til að ógilda Lögmálið (GT) og í raun veru er ekkert af boðskap Jesú sem ekki er hægt að finna í Gamla Testamentinu.

Og ef þú ætlar að skrifa undir nafni Jesú þá gætir þú reynt að komast að því hvað hann hét.


Jónas Daníelsson - 31/05/04 19:36 #

Tilvera okkar er ekki sá lokaði pappakassi sem menn vilja meina að við lifum í.

Manslíkaminn er ekki nógu þróaður til að skilja veruleikan. Við vitum ekkert hvernig hann lítur út, að pakka þessu öllu saman, setja í þægilegt form og segja "Svona er það. Þetta er sannleikurinn" hlýtur því ávallt að orka tvímælis. Hvað hafa dýr sem eru þróuð til veiðimennsku að gera í vandamál eins og "Hvernig varð heimurinn til?" Eða "hvað er tími?" Helling af hugtökum reynist mannslíkamunum fullkomlega óskiljanleg. "Óendanleikinn" "Eilífðin"

Hins vegar er þessi tilhneying vel skiljanleg því flest okkar höldum við jú að við skiljum allt. Það er ósk hyggja að halda því fram að heimur okkar sé einfaldur, nógu einfaldur fyrir barbara eins og okkur og af hverju ætti maður að sem er vanur að hugsa um að finna sér loðfeld til að klæðast og matarbita til að borða að skynja heiminn eins og hann virkilega er. Það er nóg að hann viti hvað er matur og hvað ekki. Hvar er kuldi og hvar ekki.

Helling af óútskýranlegum hlutum eiga sér daglega stað í samfélagi okkar. Við lokum oft fyrir þessa hluti. "Þetta er rugl" heyrist oft sagt þegar við heyrum um andaglass og þess háttar. Það er algjörlega óvísindalegt að loka fyrir vitnisburð þeirra þúsunda sem telja sig hafa upplifað eitthvað "yfirnátturulegt". Ég segi ekki að allt það sem við heyrum um þessi mál séu rétt en eitthvað hlýtur að vera til í þessu og þó það væri ekki nema 1%. Galdrar hafa t.d. verið þekktir svo lengi sem sögulegi tíminn nær langt

Hvað er þetta "yfirnátturlega" þá? Það hlýtur að vera eitthvað sem við skiljum ekki, eitthvað sem er ofar okkar skylningar vitum. Kannski ekki lífandi og örugglega ekki efnismassi, ekkert sem við getum ímyndað okkur.

Sumir kjósa að kalla þetta guð. Aðrir drauga sumir segjast vera skyggn. Sumir segja að hluti af henni sé guð og en annar hluti djöfullinn. En flestir viðurkenna að eitthvað æðra er til.

Að lokum spyr ég, alla trúlausa efnishyggju menn. Af hverju heldið þið að trúleysi sé besta lausnin þegar það hefur þróast með okkur sérstakt heila svæði sem er virkara í þeim sem stunda trú? Vegna þessarar þróunar (þeir hæfustu lifa af)ætti það að virkja hvetjandi á alla sanna raunsæis menn til trúa. Þar sem við búum um margt við svipaðar aðstæður og áður.

Svo má líka benda á að trúarbrögð eins og kristindómur hafa jafnan góð áhrif á samfélög. Boðskapurinn er góður. Trúleysi hefur engan boðskap og þess vegna er "trúleysis trúboð" eins og þeir sem hafa lesið byrjunar erindið urðu vitni af með öllu tilgangslaust.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/06/04 13:11 #

Athyglisverð ábending og réttmæt. En hún gefur þér samt ekki tilefni til að hrapa að þeirri niðurstöðu að yfirnáttúran hljóti að vera til. Það sem gegnum aldirnar hefur verið talið til yfirnáttúru hefur óðum verið að færast inn á svið hins náttúrlega. Illir andar eru geðsjúkdómar. Flóð, farsóttir, jarðskálftar og fellibylir eru ekki birtingarmynd reiðra guða heldur fullkomlega náttúrleg og skiljanleg fyrirbæri. Guðleg návist á sér skýringar í flogum í gagnaugablöðum heilans, þegar að er gáð. Svona má lengi telja.

Er ekki eðlilegast að ganga út frá því, í ljósi reynslunnar, að öll þau fyrirbæri sem enn eru óútskýrð séu af sama meiði?


Lárus Páll Birgisson - 28/07/04 15:43 #

Skemmtilegt að sjá að greinarhöfundurinn telji sig með þeim 5% landsmanna sem eru heil á geði. Ég verð nú að segja að mér blöskrar þekkingarleysi höfundar á geðsjúkdómum og ekki síður trúleysi. "Allt illt kemur af trúarbrögðunum" hrópar hann eins óg sá sem vitið hefur. "Hugsaðu sjálfur" er hans biblía, sannfærður um það að allir sem leggja Guð til hliðar og einbeita sér að eigin hyggjuviti geti ekki annað en haft rétt fyrir sér. Vil ég í þessu sambandi minnast á Stalín sem gerði nákvæmlega þetta.


Snær - 28/07/04 22:04 #

Lalli, það er ekki til sú hugmyndafræði sem tryggir það að aðhyllendur hennar séu góðir við annað fólk. Eða telur þú kannski einhverja tiltekna trú gera slíkt? Sjá nánar: http://www.randi.org/jr/062504interesting.html

Gluggaðu í 'An Interesting Parallel', og 'The Reagan Doctrine' þar innan.

Hitler var trúaður. Einnig Bush. sama gilti um nær tylft manns sem fórnaði sjálfum sér og þúsundum öðrum guði sínum til dýrðar. Á ég að halda áfram?

Og er annars eitthvað að því að hugsa sjálfur? Eða finnst þér að ég ætti einfaldlega að hrapa að nálægasta heilaga sannleik og sitja sáttur við?

Æ, já, ég gleymi, þú þekkir líklega hinn 'eina sanna' sannleik, og ert þá að öllum líkindum fús til þess að benda mér á hann.

Og hvar talaði greinarhöfundur annars um illsku? Hann er augljóslega afhuga öllum trúarbrögðum, og sama gildir um mig, en hvað er þetta með illskuna? trúir þú á slíkt? Það geri ég ekki.

Annars eru yfir 20% Íslendinga geðsjúkir, jafnvel þegar trúmál eru ekki tekin með í reikningin, einungis klassískt sálfræði. Ég var í þeim hópi.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 02/08/04 20:33 #

Ef ég kem með nokkur innleg í umræðuna. Málið er að í hvert einasta skipti sem ég heyri minnst á hugtakið trú (ef minnið skjáttlast ekki) í einhverju samhengi, þá er það notað í þá merkingu að maður treystir á eitthvað (mjög fast), án þess að hafa efni á því (tek dæmi á eftir)*. Og má ég aðeins minnast á áður en ég held áfram að orðabækur eru ekki sérstaklega traust viðmiðunarvald þegar hún útskyrir flókin orð með aðeins nokkrum samheitum og stuttum út skýringum. Því þá gæti skapast hætta á því að að útskýringarnar verða of yfirborðskenndar og ófullnægandi. Að mínu mati væri auðveldara að skilja samsett orð eftir þvi hvað þau eru samsett úr. (Birgir Birgirsson tók orðið trú og trúlaus úr Orðabókinni þó væri gott að vita hvaða orðabók). En til þess að þá ætla ég að taka orðin trúaður og trúlaus fyrir.

Trúaður: Það eru tvær merkingar í gangi á þessum umræðuvef um hvað maður sem er trúaður er.

Eitt er að það sé sá sem tilheyrir einhverjum trúarhópi og trúir viðeigandi hugmyndafræði.

Fyrsta sjónarmiðið er rökstutt af Birgi með tilvísun sína í Orðabókinna.

Annað er að það sé sá sem trúir á hvað sem er.Það eitt að hann trúir á eitthvað gerir hann trúaðan.

Annað sjónarmiðið er skiljanlegt þar sem það liggur í orðinu hjóman að sá sem trúir einhverju jafnvel því að stóllin sem hann situr á sé blár á litin hefur trú, og er þarmeð trúaður. En hins vegar eru þau rök sem eru i gangi, um að einstaklingur getur ekki verið trúlaus því að hann yrði í fyrst að trúa að hann væri trúlaus áður enn hann mundi vera það(, sem er augljós þversögn frá þessu sjónarhóli séð og þýðir að það er aldrei hægt að vera trúlaus), ómarktæk. Því þessi rökfærsla gleymir að það eru til aðrar leiðir til að meðhöndla þekkingu en að trúa eða ekki trúa.

*Ég tek dæmi. Ef maður segist trúa á sjálfan sig hvað mundi gerast ef maður mundi ekki trúa á sjálfan sig? Mundir maður hverfa? Líklegast ekki(en þú mátt prófa')), maður mundi ekki þurfa að trúa á sjálfan sig til þess að vera til. Það er líka fyrir utan það ókynsamlegt að trúa á eitthvað sem maður þekkir ekki alveg. Veitsu hver þú ert? Hvað þú ert? Hvað er SJÁLIFIð þitt nákvæmlega? Getur þú orðað það hvernig það er að vera þú? Ef ekki þá getur þú talið, ályktað og/eða tekið því sem möguleika en þó með fyrirvara að þú sért. Sem er einskonar anstaða við það að einfaldlega trúa/taka því fyrir gefnu.

Trúlaus: Það eru þrjár mismunandi merkingar í gangi á þessum umræðuvef um hvað maður sem er trúlaus er.

Eitt er að það er sá sem er trú-laus, laus við trú að öllu leiti.

Annað er að það sé maður sem er ekki til því því hann verður/hlítur að trúa því að hann sé trúlaus. En taka ber þó vel eftir að í staðinn að það sé trú manns að hann sé trúlaus , þá getur það hinsvegar verið ríkuleg SKOÐUN manns að hann sé trúlaus. Sem gerir það að verkum að það er ekki skilyrði að trúa að maður sé trúlaus.

Þriðja er að sá sem er trúlaus er laus við trúarbrögð/ laus við að vera áhangandi einhverja trúarbragða (hvaða trúarbragða sem er). Betra væri þó að mínu mati (til þess að vera nækvæmari) að segja að maður sé frekar trúarbragðalaus ef maður er laus við trúarbrögð. Svo yrði maður trúarbragðaður ef maður væri ekki laus við trúarbrögð (hvers konar).

Sjálfur tel ég það mjög leiðinlegt að Birgir talar um að málefnið um trú og trúleysi sé drepið á dreif ef fólk fer að ræða um gagnsemi og notagildi hugtaka sem þeir nota. Því þetta er einfaldlega mikilvægur flötur af umræðunni að fólk sé að nota sama tákn og merkingarkerfi, sama tungumál. Það gætu ef til vill leyst helling.

Annað er að það er hægt að mínu mati að vera trúlaus með öllu, trúa á ekki neitt , trúa ekki á sjálfan sig , trúa ekki á að eitthvað sé til (eða frá). Ég tel að ég sé trúlaus en ég TRÚI því hinsvegar EKKI. Ég finn fyrir hlátri þegar Þegar Andri Yngvason segir:"Sko, Maður verður náttúrulega að trúa á eitthvað." Sko maður þarf þess ekki neitt. Þetta er einfaldlega allt annað "attitude" að vera trúlaus en að vera trúaður og þurfa að skipta heiminum í það sem maður sjálfur trúir að sé eða trúir að sé ekki. Þessu TRÚI ég ekki heldur TEL. Þetta er ekki TRÚ mín heldur SKOÐUN sem ég er opin fyrir að ræða hreinskilningslega um.


Snær - 02/08/04 22:34 #

Notkun vantrúarmanna er eftirfarandi á umdeildum orðum:

Trú: trú á fyrirbæri eða verur sem ekki er studd af nægilegum, ef einhverjum, áreiðanlegum gögnum. Gildir einu hvort átt er við trúarbrögð, almennt kukl, eða aðra yfirnáttúru.

Trúleysi: Jafngildi aþeisma. Tryggir ekki að trúleysingi trúi ekki á einhverja annarskonar yfirnáttúru.


Snær - 02/08/04 22:36 #

Annars myndi orð á við 'trúarbragðaleysingi', eða einfaldlega notkun á orðinu 'aþeisti', leysa þessa leiðinlegu dilemmu.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 02/08/04 22:39 #

En Snær er að þínu mati rétt að trúa á vísindin?


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 02/08/04 22:48 #

Ég var nefninlega að hugsa að það að trúa á vísindin myndi ganga gegn meginprinsipum vísindahyggju út af því að hún gengur ekki út á trú. Auk þess eru visindin það flölbrett og auk þess stöðugt vaxandi hugmyndaheimur.

Ég er sammála þér í að orðið aþeisti væri auðveldur kostur en það væri gott að hafa skýrt íslenskt hugtak sem hægt væri að nota.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/08/04 10:00 #

Ég hef kynnt þessa lausn til sögunnar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.