Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Miskunnsami Samverjinn og miskunnarlausi Kristur

Hver þekkir ekki dæmisöguna um miskunnsama Samverjan (Lk10:10), sem er haldið hátt á lofti í kristnifræðikennslu fyrir börn og fullorðna. Það er skiljanlegt að kirkjan reyni að halda þessari dæmisögu að almenningi vegna þess að í henni virðist vera einhver vitglóra. Því aðrar dæmisögur Jesú ganga út á heimsvaldastefnu og eru ofstækisfullar í mörgum tilvikum.

Í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann ganga prestur og levíti framhjá manni sem hafði verið rændur og barinn. Meintur Jesú var í heilögu stríði gegn prestum og valdastéttum Ísrael sem hann leit á sem svikara. Þess vegna lætur hann Samverja bjarga fórnarlambinu. Dæmisagan sjálf er full af fordómum þar sem Jesú vill niðurlægja presta og levíta með því að láta Samverja vera þeim fremri í góðmennsku. Þetta væri kannski gott og blessað ef Jesús karlinn hefði ekki staðið sjálfan sig að því að vilja ekki hjálpa Samverjum:

Mt 10:5 Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir: "Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg. Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt. Farið og prédikið: ,Himnaríki er í nánd.' Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda.

Til að kóróna eigin fordóma og útskúfun í kringum dæmisögurnar svarar Jesú lærisveinunum þegar þeir spyrja um tilgang dæmisagnanna.:

Mt 13:10 Þá komu lærisveinarnir til hans og spurðu: "Hvers vegna talar þú til þeirra í dæmisögum?"
Hann svaraði: "Yður er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, hinum er það ekki gefið. Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur..."

Þannig að þeir sem hlusta á dæmisögur Jesú og skilja ekki, fara beint í eldsofnabræðslurnar þar sem englar munu safna saman óæskilegum til brennslu um alla eilífð. Fyrir mitt leyti þá er þetta frámunalega illt. Eflaust finnst einhverjum, sem hefur að ævistarfi að breiða út slíkar ranghugmyndir, að þetta sé allt í stakasta lagi.

Frelsarinn 29.09.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


eva - 30/09/03 11:04 #

Ég hef einmitt oft velt þessari sögu fyrir mér. Það er nefnilega svo merkilegt að þótt sagan sé vissulega til þess fallin að særa réttlætiskennd alls venjulegs fólks og boðskapurinn í eðli sínu ósiðlegur, þá er þetta nú einmitt svona. Því klárari sem þú ert, því auðveldara veitist þér að verða þér úti um meiri þekkingu. Því meiri peninga sem þú átt, því meiri líkur eru á að þú komist yfir ennþá meira fé. Því hraustari sem þú ert, þeim mun sennilegra að þú sjáir skjótan árangur af líkamsræktarátaki. Hvort drottinn hersveitanna ræður þar einhverju um er svo allt annað mál en það er allavega ljóst að í þessu tilviki hitti Jesús naglann á höfuðið.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.