Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ófagnaðarerindið

Kristnir menn kalla boðskap trúarbragða sinna fagnaðarerindi. En í hverju felst fögnuðurinn?

Er t.d. mikill fögnuður fólginn í því að trúa á og boða þetta hér?

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. (Mt. 13:40-42)

Í hverju felst sá fögnuður? Í vitneskjunni um að samborgarar manns muni í stórum stíl enda emjandi í guðlegum eldglæringum?

Nú segir kannski sá kristni sem þetta les: "Þú átt enn möguleika á að sleppa við þetta, taktu bara við Jesú og bla bla bla..."

Skilur þetta fólk ekki að samkvæmt trúarriti þeirra er ekki hægt að bjarga öllum, það er bókstaflega gert ráð fyrir því að einhverjir eigi eftir að brenna þarna? Og þegar það er á hreinu, er ekki allt trúboðið þá bara framið í því skyni að bjarga eigin rassi frá glæringunum, fremur en að kærleikur í garð allra manna móti hegðunina?

Það er fullkomlega siðlaust að skrifa upp á slíka heimsmynd og kalla það fagnaðarerindi. Siðleysi kristinna manna felst einmitt ekki síst í þessari ljótu uppstillingu þar sem "við" og "þeir" koma við sögu. En þannig eru nú einu sinni þessi trúarbrögð sem eiga að heita opinber siður í þjóðfélagi okkar, þau skipta heiminum upp í gott og illt og hlakka svo yfir eilífðarkvölum náungans ef hægt er að telja sér trú um að hann tilheyri hinu illa.

Ég veit svei mér ekki hvort þetta hugmyndakerfi litast meira af siðleysi eða heimsku. En lágkúrulegt er það.

Birgir Baldursson 09.09.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Baldur - 10/09/03 11:50 #

Amen brother. Væri "hræðsluerindið" ekki gott orð líka? Það er hreinasti barnaskapur að halda því fram að bókstafur Biblíunnar hafi ekki verið notaður (eða jafnvel breytt) í þeim tilgangi að hræða fólk til fylgilags við ráðastéttirnar á miðöldum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.