Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Geðbilun á bókarformi

Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

- Biblían

Fullvissa um það sem menn vona, já. Öðru nafni óskhyggja. Gáfulegt er, eða hitt þó heldur, að reiða sig á að heimurinn hljóti að vera eins og maður vill að hann sé.

Ætli munurinn á trúleysingjanum og hinum trúaða sé ekki sá að hinn trúvana lætur sannfærast af þeim hlutum sem færð eru full rök fyrir en trúmaðurinn er sannfærður um hluti sem engin vissa er fyrir. Slík sannfæring er alþekkt meðal fólks með geðraskanir á borð við geðklofa og geðhvörf. Og ekki tökum við mikið mark á þeim upplýsingum um ósýnilega, ósnertanlega hluti sem það fólk lætur okkur í té.

Af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi með sannfæringu trúmannsins? Á maður að kaupa hana hráa af því hún kemur úr einhverri gamalli skruddu? Skruddu sem þar að auki er full af kvenfyrirlitningu, styður þrælahald og fordæmir kynlíf sem ekki er bókstaflega framkvæmt með getnað í huga. Bók sem elur á skynsemishatri, gerir fólki upp syndir og hótar útskúfun í eldsofni sé boðskapnum ekki trúað.

Biblían er geðbilun á bókarformi. Og það er hræðilega sorglegt að horfa upp á það að fjöldi fólks, í upplýstu nútímasamfélagi skuli hafa þennan ófögnuð að leiðarljósi. Enn sorglegra er að geta ekki höfðað til þessa fólks með skynsemi, því það hleypur í grjótharða varnarstöðu og úthrópar allt sem maður segir.

En þið ráðið náttúrulega hverju þið trúið. Gjöriði svo vel, dýrkið þennan frelsara ykkar, étið af honum kjötið og drekkið úr honum blóðið, farið með galdraþulur handa honum og haldið áfram að troða þessari forheimskun allri upp á umhverfið. Þið missið í staðinn alfarið af því að sjá heiminn í réttu ljósi og njóta ávaxta hans, missið af því undri sem fræðileg vitneskja hefur fært okkur. Í hræðslunni um að fá ekki himnavist glutrið þið niður lífinu í endalausri þráhyggju- og áráttuhegðun.

En þá er líka eins gott að á gamals aldri renni ekki upp fyrir ykkur hvernig lífinu hefur verið sóað í þessa heimsku þvælu. Slík vitneskja í ellinni yrði hverjum manni óbærileg.

Og þeim hlýtur dauðinn að líkna. Líffærið sem kokkar upp meðvitund okkar og persónuleika, kjöttölvan sem er uppspretta allrar gleði og allra þjáninga súrnar og fúnar og verður að mold.

Og það er gott.

Birgir Baldursson 29.08.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Davíð - 09/09/03 12:55 #

Af moldu er ég komin af moldu skal ég verða. En upp af moldu rísa í Jesú nafni Amen.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/09/03 14:25 #

Éttann sjálfur :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.