Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestarusl

Ég held að prestadjobbið hljóti að vera ein sú mesta óþurftaratvinnugrein sem fyrirfinnst.

Fyrir það fyrsta er þetta fólk menntað í yfirnáttúru og þrælasiðfræði þess sem spyr ekki um réttmæti hegðunar sinnar heldur leitar svara í bók. Síðan hafa prestarnir það sem aðalstarfa að þröngva þess konar hugsunarhætti yfir á alla alþýðu manna og draga hana þannig niður á lægra siðferðisplan en efni standa til.

"Já, en þeir inna nú líka af hendi alls kyns félagsleg störf, tala á milli hjóna og aðstoða sjúka, tilkynna andlát og þar fram eftir götum," segið þið nú.

Sjáið þið þetta sem eitthvað jákvætt? Ég sé þetta sem vandamál. Af hverju er ekki fagmenntuðu fólki gert að starfa við þetta sem þið teljið upp og kostað af ríkinu? Af hverju er verið að ráða yfirnáttúrufræðinga í þetta?

Ég man þegar snjóflóðin urðu á Súðavík og Flateyri. Útvarpið var ólatt við að auglýsa að hjá Rauða krossinum mætti fá áfallahjálp hjá sérmenntuðu fagfólki og prestum. Hvað voru þeir að gera þarna, vomandi yfir harmi slegnu fólki eins og einhverjir sorgarpervertar? Sögðu þeir fólkinu að þetta væri allt í þessu fína af því þetta væri vilji Guðs, eða að allt dána fólkið væri nú komið til himna?

Ég bara spyr.

Í Kaupmannahöfn starfar prestur við að aðstoða fólk sem leita þarf lækninga hjá dönskum sjúkrastofnunum. Hann fór reyndar í frí nýlega og enginn var til að sinna starfinu á meðan.

Hvað ef einhver hefði nú dáið? Áttu aðstandendur bara að standa og grenja þarna á göngunum? Og af hverju í fjáranum er prestur með þetta starf með höndum en ekki einhver sem til þess er fallinn að sinna því?

Birgir Baldursson 28.08.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Davíð - 09/09/03 13:04 #

Ef um 90% þjóðarinnar vill presta er skoðanir þínar þá ekki svolítið barnalega? Hvort sem þú ert trúaður eða ekki þá býrðu á Íslandi þar sem Kristin trú er þjóðtrú. um 90-95% þjóðarinnar að mig minni tilheyrir kristnum söfnuðum þar af 86% þjóðkirkjunni ( er skrifað eftir minni).


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/09/03 14:23 #

Hvar kemur fram að 90% þjóðarinnar vilji presta? Hefurðu áttað þig á því að menn eru sjálfkrafa skráðir í þjóðkirkjuna við fæðingu ef móðir þeirra er skráð þar. Flestir eru síðan gersamlega sinnulausir um hvar þeir eru niðurkomnir í þessum efnum og elta bara "fjöldann".

Semsagt: Allir að elta alla.

Hvað heldurðu að myndi gerast ef öll þjóðin yrði skráð utan trúfélaga á einu bretti og mönnum gert að skrá sig sjálfir inn í það lífsskoðunarfélag sem þeir vildu tilheyra? Ég er ekki viss um að þjóðkirkjan fengi meira en svona 30% fylgi. Önnur lífsskoðunarfélög fengju svo eitthvað svipað og þau hafa núna og eftir stæði helmingur þjóðarinnar utan trúfélaga.

Væri ekki bara best að láta reyna á þetta?


Davíð - 11/09/03 23:47 #

Það væri ekkert af því ég held þó að um 60% manna myndu velja sér Lútherska Kirkju.


Ormurinn - 26/10/03 15:59 #

Það er nú bara einkennandi fyrir mannlega hegðun að þegar illa gengur þá leita menn í trúna. Það skiptir engu hversu órökrétt það kann að vera en það er bara svoleiðis. (svipað veraldlegt dæmi er daginn eftir 11.september. Þá rauk Bush upp í vinsældarkönnunum og allir höfðu allt í einu öðlast heilmikið traust á honum sem forseta. Mjög órökrétt hugsun en samt sem áður staðreynd)

Ef mönnum líður illa og spjall við einhvern með kraga hjálpar þeim að líða betur þá er það eiginlega hið besta mál.


Óli Gneist - 26/10/03 17:23 #

Fáum fólk til að snúa sér til sálfræðinga (látum þá hafa peningana sem annars hefðu farið til kirkjunnar) frekar því þeir hafa allavega meira en nokkura vikna menntun á þessu sviði.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/10/03 18:48 #

Fyrir nú utan það að þá er hægt að ganga út frá faglegum vinnubrögðum en ekki einhverjum bænagjörðum, sem jafnvel er troðið upp á trúlausa, eins og fram kemur hér.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.